Morgunblaðið - 20.07.2017, Side 37

Morgunblaðið - 20.07.2017, Side 37
FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Hvalaskoðunarferðir hófust á Hólmavík 15. júní. Að sögn Más Ólafssonar skipstjóra á bátnum Láka var ákveðið að hefja þessar ferðir þar sem Láki var verk- efnalaus í Ólafsvík. Fyrirtækið Láki Tours sér um hvalaskoðunina en það heldur einnig úti hvala- skoðun frá Snæfellsnesi. Farnar eru þrjár ferðir á dag og hefur hvalur sést í hverri ferð. „Þetta gengur bara fínt. Það er nóg af hval á svæðinu. Það var aðallega að það vantaði ferðamenn til að byrja með, en það er allt að koma til,“ segir Már. Lítil yfirbygging er utan um starfsemina en skipstjórinn og einn leiðsögumaður fara í ferð- irnar. Að sögn Más sjást að jafnaði 6-10 dýr í hverjum túr en stundum fleiri. Mest er um grindhvali, en þeir sjást í hverri ferð. Einstaka hrefn- ur og höfrungar hafa einnig gert vart við sig. Ekki þarf að leita langt út til að sjá hvalina og raun- ar nægir oft að standa á bryggj- unni í Hólmavík til að sjá glitta í þá. Már segir eitthvað um að Ís- lendingar komi með í ferðir þó langflestir gestir séu erlendir ferðamenn. Hvalaskoðun hefur notið vax- andi vinsælda síðustu árin sam- hliða fjölgun ferðamanna. Í fyrra fóru um 350.000 manns í hvala- skoðun á Íslandi en það er tvöföld- un frá árinu 2012. Hvalur í hverri ferð á Hólmavík Morgunblaðið/Alexander Hvalaskoðun Már og Láki tilbúnir í hvalaskoðun við Hólmavíkurhöfn.  Hvalaskoðunarferðir á Hólmavík hófust í síðasta mánuði  Þrjár ferðir á dag  Um 6-10 hvalir í hverri ferð Snemma í gærmorgun barst lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu til- kynning um karlmann sem lá í fastasvefni á kjallaragangi hótels í miðborginni. Lögregla kom á stað- inn, vakti manninn og í ljós kom að hann var ekki gestur á hótelinu, en hafði engu að síður lagst til svefns á þessum stað. Engar kröfur voru gerðar af hálfu hótelsins á hendur næturgest- inum og var honum vísað á brott. Óboðinn gestur svaf vært í hótelkjallara í miðborginni Morgunblaðið/Kristinn Lögregla Verkefni hennar geta ver- ið bæði mörg og margvísleg. Brúðubíllinn mun heimsækja Ár- bæjarsafn nk. mánudag, 24. júlí, kl. 14. Aðgangur er ókeypis meðan á sýningunni stendur. „Lilli er í essinu sínu því póst- urinn kemur með stóran kassa til hans. En hvað er í kassanum? Það er frændi hans frá Afríku og verður nú aldeilis fjör hjá þeim frændum með hjálp Dúsks. Svo sjáum við söguna um Moldvörpuna sem var svo óheppin að einhver skeit á hausinn á henni og hún verður að komast að því hver gerði það. Eftir það hreinsum við og þrífum, syngj- um og dönsum með hjálp Dúsks,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Brúðubíllinn mætir í Árbæjarsafnið Brúðubíllinn Árbæjarsafn í Reykjavík verður vettvangur sýningar 24. júlí. Undirritaður verður samn- ingur í dag á milli Garða- bæjar, Toyota á Íslandi, Urr- iðaholts ehf., Landgræðslu ríkisins og Bygg- ingarfélags Gylfa og Gunn- ars um endur- heimt votlendis við Urriðavatn í Garðabæ. Meðal viðstaddra við undirritunina verður Björt Ólafs- dóttir umhverfisráðherra, sem mun taka fyrstu skóflustunguna að upp- fyllingu skurða. Markmið verkefn- isins er að færa land í átt til fyrra horfs og skapa lífsskilyrði fyrir gróður og dýralíf sem áður ríkti. Endurheimta vot- lendi við Urriðavatn Björt Ólafsdóttir Þvottavél sem sannarlega stendur vel í stykkinu. Við bjóðum hina eftirsóttu Bosch-þvottavél, WAT 284B9SN,nú á einstöku tilboðsverði. WAT 284B9SN er búin öllum þeim kostum og eiginleikum sem menn þurfa á að halda í dagsins önn. Tekur 9 kg og hefur íslenskt stjórnborð. 1400 sn./mín.Orkuflokkur A+++. Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor með 10 ára ábyrgð.Dropalaga tromla („VarioDrum“) sem fer einstaklega vel með þvottinn. 15 mín. hraðþvottakerfi. Skyrtukerfi. Tromluhreinsun.Mjög stöðug og hljóðlát. Tilboðsverð: 74.900 kr. Fullt verð: 109.900 kr. WAT 284B9SN Við leggjum áherslu á hágæða vörur og fyrsta flokks þjónustu á góðu verði. Gildir til og með 24. júlí eða meðan birgðir endast. Takmarkað magn. 9 kg A Ariel fljótandi þvottaefni fylgir öllum þvottavélum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.