Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 89
MENNING 89
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
„Vinir mínir Hugo Mayer og Mon-
ique Becker eru komin til landsins
með myndirnar sínar. Við vorum
öll saman í námi í Þýskalandi hjá
hinum fræga myndhöggvara og
listamanni Markus Lüpertz,“ segir
Jóhanna Þórhallsdóttir sem opnar
myndlistarsýningu undir yfirskrift-
inni Þreföld orka eða 3x Kraft í
ARTgallery GÁTT hinn 20. júlí
klukkan 17.
Í tilkynningu segir að Lüpertz,
sem listamennirnir þrír lærðu hjá,
sé fyrrverandi rektor myndlistar-
akademíunnar í Düsseldorf og með
þekktustu listmálurum Þýskalands.
„Við erum ólíkir myndlistarmenn
en við náum mjög vel saman sem
manneskjur og erum góðir vinir.
Við sýndum saman á samsýningu
núna í júní ásamt fleirum í nám-
inu,“ segir Jóhanna, sem er for-
maður ARTgallery GÁTTAR, sem
áður hét Gallerí Anarkía. „Ég hafði
tök á að leyfa þeim að koma og við
erum voðalega spennt að sýna það
sem við höfum verið að gera. Við í
galleríinu viljum opna á að fólk
komi að utan og sýni verkin sín hjá
okkur svo þetta er ofboðslega gam-
an.“
Jóhanna segir Becker líka hafa
verið í námi hjá Hermann Nitsch og
kveður hana undir miklum áhrifum
frá honum. „Hún málar líka mikið
með höndunum, nuddar og kastar.
Meyer er með annars konar tækni
en við. Hann notast við ljósmyndir,
bæði gamlar og nýjar. Áður var
hann í einhvers konar tölvulist sem
kallast „New Media“ en hann sakn-
aði þess að vinna með liti og
striga.“
Úr tónlist í myndlist
„Þótt við séum ólíkir myndlist-
armenn erum við öll kraftmikil. Við
erum orkuríkt fólk og það myndast
sérstök orka þegar við vinnum
saman. Við vorum saman í náminu
og unnum í sama rýminu, þó að við
höfum verið hvert í sínu lagi að
gera okkar verk,“ segir hún.
Jóhanna er hvað þekktust fyrir
tónlistarstarf sitt en hún söng bæði
sjálf og stjórnaði kórum. Nú hefur
hún nánast alfarið snúið sér að
myndlistinni og kveðst vera eins
konar expressjónisti. „Allt í einu
var ég farin að mála, þetta var ein-
hver þörf sem ég hafði. Mér finnst
ofboðslega skemmtilegt að mála, en
málverkið er ákveðinn söngur,“
segir hún. Hún er þó ekki alfarið
hætt að syngja og segist syngja
með vinkonum sínum annað slagið.
„Mér heyrist þær ætla að taka lagið
með mér þarna á opnuninni,“ segir
hún að lokum.
Morgunblaðið/Ófeigur
Orkurík „Við vorum saman í náminu og unnum í sama rýminu, þó að við höf-
um verið hvert í sínu lagi að gera okkar verk,“ segir Jóhanna.
Ólíkir en kraftmiklir
myndlistarmenn
Þreföld orka í ARTgallery GÁTT
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Hljómsveitin Casio Fatso hefur verið
að gera það gott innanlands sem utan
upp á síðkastið en nú hefur hún hafn-
að efst á vinsældalista áströlsku út-
varpsstöðvarinnar Undiscovered
Rock Radio. Casio Fatso er íslensk
rokkhljómsveit
stofnuð árið 2012 í
anda hljómsveita
á borð við Smash-
ing Pumpkins og
Pixies. Stefna
hljómsveitarinnar
er svokallað
„modnine“, stytting á „modern nine-
ties“, og er rokk innblásið af tónlistar-
hefðum tíunda áratugar síðustu ald-
ar.
Lítilmagnar á sviðinu
„Við ólumst upp á tíunda áratugn-
um tónlistarlega séð,“ segir Sigur-
steinn Ingvar Rúnarsson, söngvari
hljómsveitarinnar. „Við erum hálf-
gerðir lítilmagnar á íslenska tónlist-
arsviðinu því fólk hlustar frekar á
rapp en rokk í dag. Þetta er samt
gaman. Ég sem öll lögin og textana
en ber þau síðan undir strákana. Við
mótum þetta allt saman í rólegheit-
um.“ Casio Fatso gaf 1. júní sl. út
aðra hljómplötu sína, Echoes of the
nineties. Það voru lög af þeirri plötu
sem unnu hljómsveitinni svo mikið lof
í Ástralíu. „Þeir fengu þetta í gegn
um vinahljómsveit okkar í Englandi,
byrjuðu á að taka plötuna fyrir lag
fyrir lag og voru rosalega hrifnir,“
segir Sigursteinn. „Þeir gáfu okkur
hæstu einkunn sem hefur verið gefin í
mörg ár: 2,75/3. Skalinn hjá þeim er
helst til skrýtinn. Þeir eru núna að
vinna að þætti fyrir okkur þar sem
bandið verður enn frekar kynnt til
sögunnar. Þeir velja venjulega eitt
eða tvö lög af plötu til að spila á stöð-
inni en af þessari tíu laga plötu völdu
þeir fimm. Það er titillagið af plötunni
Echoes of the Nineties sem er komið
efst á topplistann þeirra. Það er eitt-
hvað við þetta nostalgíuskotna rokk
sem hreyfir við þeim þarna í Ástralíu.
Við höfum aldrei farið þangað og vit-
um svo sem ekki margt um landið.
Menn slógu því upp í gríni hvort það
væri ekki kominn tími á að fara í tón-
leikaferð þangað. Þáttastjórnend-
urnir göntuðust með að þeir myndu
glaðir taka á móti okkur, mæta á völl-
inn og bera töskurnar fyrir okkur.“
„Mesta hól sem við
höfum fengið“
Casio Fatso nýtur einnig hylli í
Póllandi þar sem þeir fengu ein-
kunnina 4,7 af 5 hjá tónlistargagnrýn-
inum Stacja Islandia sem einbeitir
sér að íslenskri tónlist.
Sigursteinn segir að hugsanlega sé
tónlistarstefna þeirra fremur í takt
við það sem tíðkast erlendis en á Ís-
landi nú á dögum. „Við höfum bara
spilað á Íslandi en dómar og umfjall-
anir hafa verið ívið jákvæðari úti. Við
fáum nú ekki mikið sviðsljós hérna
heima. Hér er rapp og hipphopp í fyr-
irrúmi, og auðvitað þungarokk og
Dimma, en við eigum ekkert skylt við
það. Svona venjulegt rokk eins og við
spilum virðist vera á undanhaldi. Fólk
úti í heimi virðist hlusta meira á
þannig tónlist og við höfðum aðeins
betur til þess,“ segir Sigursteinn.
Þó segir hann að uppáhalds-
dómurinn hans hafi verið á Íslandi.
„Það var gagnrýni sem Iceland Music
Export birti. Þau höfðu orð á því að
hérna væri platan sem Billy Corgan
hefði verið að reyna að gera í tuttugu
ár en ekki tekist. Það er mesta hól
sem við höfum fengið!“
Bergmál frá tíunda áratugnum
Plata Casio Fatso, Echoes of the
nineties, vekur lukku í Ástralíu KvartettHljómsveitin
Casio Fatso.
Djöflasystradú-
ettinn Madonna +
Child heldur sína
fyrstu tónleika í
Mengi í kvöld kl.
21. „Myrkir pí-
anó- og hljóð-
gervlatónar, bjöll-
ur, teknótaktar
og heillandi söng-
raddir fléttast
saman í spenn-
andi hljóðvef þar sem sungið er um
ketti og galdrakanínur, dauðalestir í
Tókýó og Madonnu hina svörtu,“ seg-
ir um dúettinn í tilkynningu en djöfla-
systurnar koma ávallt fram grímu-
klæddar.
Dularfullt djöfla-
systradúó í Mengi
Önnur djöflasystra
á tónleikum.
SÝND KL. 6, 9
SÝND KL. 4, 7, 10
SÝND KL. 10.20 SÝND KL. 8
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
ÍSL. 2D KL. 4, 6
ENSK. 2D KL. 4