Morgunblaðið - 21.07.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Hlíðarsmára 6, 201 Kópavogi – S. 564 6464 – fasthof.is að f m viðskiptum Elsa Alexandersdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala Evert Guðmundsson Nemi til löggildingar fasteignasala Guðmundur Hoffmann Steinþórsson lögg. fasteignasali Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Björgunar- og lögreglumenn leituðu í gær árangurslaust að karlmanni sem fór í Gullfoss sl. miðvikudag. Alls tóku um sextíu björgunarsveit- armenn Landsbjargar þátt í aðgerð- inni, sem hófst um klukkan 9 í gær- morgun, en leitað var fram á kvöld. Leitarmenn á jörðu niðri fengu aðstoð frá þyrlusveit Landhelgis- gæslu Íslands og fór þyrlan TF- GNA í loftið frá Reykjavíkurflugvelli laust eftir klukkan hálffjögur. Sam- kvæmt upplýsingum frá Landsbjörg verður leit haldið áfram í dag, hefst að líkindum eftir hádegi, og verður hún líklegast umfangsminni en fyrri daga. „Við vorum með sextíu manns að leita. Við notuðum dróna til leitar í gljúfrum og báta sem voru á ánni. Svo vorum við með kajaka og straumvatnsbát sem sigldu niður ána, auk svifnökkva sem var að leita við sandeyrar. Síðan vorum við einn- ig með gönguhópa meðfram ánni,“ segir Gunnar Ingi Widnes Friðriks- son, stjórnandi aðgerða björgunar- sveita á vettvangi. Hann segir björgunarsveitir hafa fengið góða aðstoð frá ferðaþjón- ustuaðilum á svæðinu, meðal annars í formi kajaka og báta, sem hafi gert þeim kleift að leita á stærra svæði en ella. Leitarsvæði gærdagsins var um þrjátíu kílómetra niður með ánni, allt niður að Bræðratungubrú, sem liggur á milli Reykholts og Flúða, þar sem net hefur verið strengt upp. Netið var vaktað í nótt og áfram verður fylgst með því á morgun. Hafði sótt um hæli hér á landi Maðurinn sem leitað hefur verið að er hælisleitandi hér á landi. Lög- regla vinnur nú að því að hafa uppi á ættingjum hans erlendis, en að því loknu verður unnt að veita fjölmiðl- um og almenningi nánari upplýsing- ar. „Við erum að bíða eftir því að vin- ir hans, sem eru að hjálpa okkur, klári samskiptamál við ættingja hans. Við lofuðum þeim að það færi ekkert frá okkur fyrr en það væri klárt,“ sagði Sveinn Rúnar Krist- jánsson, yfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni á Suðurlandi, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Lögregla gat komist að því hver maðurinn er með því að tengja hann við yfirgefinn bíl sem fannst á efra bílastæðinu við Gullfoss sl. miðviku- dagskvöld. Eigendur bílsins eru vin- ir mannsins og hafði hann fengið bif- reiðina að láni hjá þeim. Þá rakti sporhundur lögreglunnar slóð mannsins að bökkum Hvítár, of- an við efri fossinn, þar sem talið er að hann hafi farið ofan í ána. Enginn sá manninn fara í ána, en vitni sáu hann hins vegar fljóta í ánni við efri fossinn. Málið er rannsakað sem slys. Óvíst hvort hann finnst Sveinn Rúnar segir söguna sýna að allur gangur sé á því hvort þeir menn sem fara í fossinn finnist nokkurn tímann. „Það hefur komið fyrir að menn færu í ána og ef hún skilar þá hefur það tekið allt að níu mánuði. Við gerum jafnvel ráð fyrir því að finna ekkert í bráð,“ segir Sveinn Rúnar. Davíð Már Bjarnason, upplýs- ingafulltrúi Landsbjargar, segir erf- itt að segja til um hvort maðurinn finnist fljótt eður ei. „Það er mikill straumur þarna og það er óútreikn- anlegt hvað gerist í þessum straum- um. Það geta verið gildrur víða við steina og aðrar fyrirstöður í ánni,“ segir Davíð Már. Björgunarmenn leituðu árangurslaust við Gullfoss Ljósmynd/Sverrir Styrkár Gestsson Gljúfraleit Þyrla Landhelgisgæslunnar sveimar yfir gljúfrum Hvítár í von um að finna manninn sem fór í Gullfoss.  Dregið hefur úr umfangi leitar  Eftirlit haft með neti við Bræðratungubrú „Íbúasamtökin fylgjast grannt með og við er- um áhyggjufull yfir þessu, sér- staklega þar sem sjótengd útivera er orð- in miklu al- gengari en hún var,“ segir Árni Guð- mundsson, varaformaður íbúa- samtaka Grafarvogs, og vísar í máli sínu til olíulekans í Grafar- læk. Hann segir samtökin leggja þunga áherslu á að borgaryf- irvöld bregðist við. „Okkur finnst skrítið að það sé ekki búið að finna út hvaðan mengunin kemur,“ segir hann og bætir við að samtökin skori nú á fólk sem mögulega veit hvaðan mengunin kemur að tjá sig. „Þetta snýst ekki um að hengja einhvern heldur að bæta ástand- ið, segir Árni, en unnið hefur verið að hreinsun Grafarlækjar undanfarna daga. Snýst ekki um að hengja einhvern Slökkvilið við hreinsunarstarf. Þrír borgar- fulltrúar minni- hlutans í Reykjavík vilja að fram- kvæmdir á reitnum við Landsímahúsið verði endur- skoðaðar í ljósi fornleifafunda á svæðinu, en þar var Víkurgarður, elsti kirkjugarð- ur Reykjavíkur. Kjartan Magnússon, einn flutn- ingsmanna tillögunnar í borg- arráði, segir ekki ofmælt að stað- urinn sé einn sá helgasti á Íslandi. „Erlendis eru menn ekkert að flýta sér og kasta til höndum þeg- ar þeir skipuleggja á þannig stöð- um. Fornleifarannsóknin stendur enn yfir, en það liggur samt rosa- mikið á að koma upp enn einu hótelinu,“ sagði Kjartan Magn- ússon. Vilja varðveita sögu Víkurgarðs Kjartan Magnússon Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Seðlabanki Íslands hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að fella úr gildi ákvörðun Seðlabank- ans um að beita útgerðarfélagið Samherja 15 milljóna króna stjórn- valdssekt. Kemur það fram á vefsíðu Hæstaréttar. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi vonast til að þessu ömurlega máli væri lokið, en að ákvörðun Seðlabankans komi ekki á óvart. „Ég hef sagt að fanta- skapur seðlabankastjóra hafi engin mörk. Það hefur reynst rétt. Dæmi- gert um slík vinnubrögð í dag er það að Seðlabankinn hafði níutíu daga til að áfrýja málinu. Er liðnir voru átta- tíu og níu dagar fæ ég upplýsingar, gegnum fjölmiðla, um að dómnum hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar,“ segir Þorsteinn. Enn fremur segir Þorsteinn að seðlabankastjóri hafi gefið honum það loforð í apríl að honum yrði til- kynnt ákvörðun Seðlabankans er varðar áfrýjun dómsins áður en hún yrði birt opinberlega. „Hann sveik það loforð,“ segir Þorsteinn, og segir málið vera enn eina staðfestingu á illvilja seðlabankastjóra í garð Sam- herja og hlutaðeigandi einstaklinga. Þorsteinn segir að miðað við dóm Héraðsdóms í málinu, sem liggur fyrir, og lögmenn hafi skoðað, sé ekki hægt að búast við neinu öðru en að niðurstaðan verði sú sama í Hæstarétti „Það er ekkert sem rétt- lætir það að áfrýja málinu til Hæsta- réttar. Gagnvart okkur, sem höfum staðið í þessu máli í fimm og hálft ár er þetta óskiljanlegt,“ segir Þor- steinn. Segist hann standa varnar- laus gagnvart yfirgangi þess stjórn- valds sem Seðlabanki Íslands sé. Hæstiréttur Seðlabankinn áfrýjaði dómi héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun bankans um að beita Samherja 15 milljón króna stjórnvaldssekt. Seðlabanki Íslands áfrýj- ar dómi til Hæstaréttar Morgunblaðið/Þórður  Forstjóri Samherja segir ekkert réttlæta áfrýjun málsins Ekki er enn búið að endurræsa ofn kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík eftir að 1.600 gráða heit- ur kísilmálmur lak út á gólf verk- smiðjunnar úr yfirfullu keri. Kristleifur Andrésson, yfirmaður öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, segist vonast til að geta endurræst ofninn og hafið framleiðslu „upp úr helginni“. Spurður út í fjárhagslegt tap fyrir- tækisins vegna framleiðslustopps- ins svarar hann einfaldlega: „Á meðan ofninn er ekki í gangi þá framleiðum við ekkert.“ Þá hafa sumarleyfi einnig sett strik í reikninginn og tafið fyrir viðgerðum og endurhönnun. Ofn United Silicon í Helguvík enn stopp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.