Morgunblaðið - 21.07.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.07.2017, Blaðsíða 12
Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Þ ótt systkinin Freyja og Fróði hafi svolítið stolið senunni síðustu þrjú árin og einkaspæjarinn Fjóli Fífils og ferðafrömuður- inn Ólafía Arndís þar af leiðandi fallið í skuggann, fullyrðir skapari þeirra, Kristjana Friðbjörnsdóttir, að þau síðarnefndu muni stíga aftur fram á sjónarsviðið. „Þeirra tími mun koma,“ lofar barnabókahöfundurinn. Eldri lesendum sínum, 8 til 13 ára, efalítið til mikillar gleði. Ævintýri meistara í fótspora- fræðum og aðstoðarmanna hans, hamstursins Pedró Almarilló og of- vitans Fornfríðar Filippusdóttur, eru enda efni í fleiri en þrjár bækur. Þá er líka ástæðulaust að sleppa hend- inni af Ólafíu Arndísi, sem flækst hefur um landið með rótlausum for- eldrum sínum og lent í ýmsum æv- intýrum. Þessi óforbetranlega stelpa, sem færði Kristjönu Barnabóka- verðlaun Menntaráðs Reykjavíkur- borgar árið 2011 og þremur árum síðar tilnefningu Íslandsdeildar IBBY-samtakanna á heiðurslista al- þjóðlegu IBBY-samtakanna, á efalít- ið eftir að leggja í fleiri söguleg ferðalög. Ásamt Ólafíu Arndísi lét Fjóli Fífils heldur ekki sitt eftir liggja því árið 2013 fékk Kristjana Vorvindaviðurkenningu IBBY á Ís- landi fyrir störf sín að barnamenn- ingu. Þrjár bækur um spæj- arann og jafnmargar um reisur Ólafíu Arndísar voru lagðar til grundvallar. Síðan hefur fjórða bókin um Ólafíu Arndísi litið dagsins ljós, en í henni er sögu- hetjan stödd við Heklurætur. Ævintýri í hvunndeginum En víkjum að senuþjófunum nú um stundir, Freyju og Fróða, sem skáka fyrrnefndum söguhetjum hvað fjölda bóka áhrærir. „Nýjustu tvær bækurnar af sex, sem komu út í vor, nefnast Freyja og Fróði eru lasin og Freyja og Fróði fara í búðir. Áður þótti okkur Bergrúnu Írisi Sævars- dóttur, myndskreyti, í frásögur fær- andi þegar þau systkinin voru hjá tannlækni, fóru í sund, létu klippa sig og gátu ekki sofnað,“ segir Kristjana og lýsir hvernig fæðingu krílanna bar að. „Við Bergrún Íris, sem vel að merkja á jafn mikið í þeim Freyju og Fróða og ég, vorum á fundi með Sigþrúði Gunnarsdóttur, ritstjóra okkar hjá Forlaginu, og fór- um að tala um að það vantaði bækur fyrir minnstu krakkana. Við vorum sammála um að bókaflokkarnir um Emmu og Tuma, sem lesnir höfðu verið fyrir krakka í áratugi, væru að mörgu leyti ekki lengur í takti við veruleika íslenskra barna. Til dæmis var allt öðruvísi í leikskólunum þeirra, tækin hjá lækninum, sem þau fóru til, gamaldags, tölvur ekki komnar til sögunnar og fleira í þeim dúr,“ segir Kristjana og dregur ekki fjöður yfir að Freyja og Fróði eigi sér fyrirmyndir í öðrum bókmennta- persónum. Bækurnar snúast í grunninn um tilhlýðilega hegðun barna við ýmsar aðstæður, hvunndagslegar mestan- part, og hvernig foreldrar geti brugðist við óæskilegu háttalagi þeirra á skemmtilegan og upp- byggilegan hátt. Hugmyndirnar fá þær stöllur hjá vinum og ættingjum sem og úr eigin reynslubanka. „Bergrún Íris á litla krakka, en þótt mínir séu orðnir unglingar hef ég engu gleymt og nota meira að segja sum trixin ennþá,“ segir Kristjana kankvíslega. Búðarferð verður leikur einn „Krökkum finnst til dæmis óskaplega leiðinlegt að fara í búðir. Þeir byrja yfirleitt að suða um nammi og allir verða fljótlega óskap- lega þreyttir og pirraðir. Við sýnum hvernig mamma og pabbi geta snúið þessu við og gert búðarferðina að hreinustu skemmtiferð,“ segir Krist- jana og nefnir líka þá raun foreldra að koma börnum sínum í klippingu. „Þriðja aðalpersónan í bókinni Freyja og Fróði fara í klippingu, heitir eftir Báru, hársnyrtinum mín- um til margra ára, enda kallaði hún eftir svona bók einhverju sinni þegar ég sat í stólnum hjá henni. Bókin liggur frammi á hárgreiðslustofunni og núna á Bára ekki í nokkrum vand- ræðum með krakkana sem koma til hennar í klippingu. Þeir hlaupa að minnsta kosti ekki lengur gargandi út með hálfklippt hár.“ Kristjana segir að Freyja og Fróði séu venjulegir krakkar, sprell- fjörug og stundum óþæg, en taki vel tilsögn. „Mamma þeirra og pabbi eru skynsemdarfólk en þó ekki full- komin. Þau eru bara týpískir, ís- lenskir foreldrar, sem ekki hafa alltaf ráð undir rifi hverju og glíma við sömu vandamál í uppeldinu og flestir Gott mál fyrir smáfólkið Íslenska og barnamenning eru hjartans mál Krist- jönu Friðbjörnsdóttur barnabókahöfundar. Úr smiðju hennar hafa komið spæjarinn knái Fjóli Fíf- ils, hin uppátækjasama Ólafía Arndís og systkinin Freyja og Fróði, hálfgerðir óvitar sem eiga margt ólært í lífinu. Aukinheldur stendur Kristjana ásamt nokkrum kennurum að námsefnisvef og er ásamt Ásu Marin, rithöfundi og kennara, höfundur að Orðspori 1, 2 og 3. Lasin Systkinin eiga við krankleika að stríða og langafi styttir þeim stundirnar í bókinni Freyja og Fróði eru lasin. Bækurnar um Freyju og Fróða snúast í grunninn um hegðun barna við ýmsar aðstæður í hvers- dagsleikanum. Höfundurinn Kristjana Friðbjörnsdóttir segir kennarastarfið skemmti- legasta starf í heimi. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2017 Um daginn furðaði vinkonamín sig á því að ég vildiekki að allir vinir mínirværu stöðugt upplýstir um hvar ég er á Snapchat. Það sat í mér enda skildi ég ekki af hverju fólk ætti sífellt að vita hvar ég er. Auðvitað vildi ég líka viðhalda blekkingunni að líf mitt sé alltaf spennandi en ég sé til dæmis ekki bara heima að horfa á Ríkissjón- varpið. Í dag erum við svo heppin að vera margtengd umheiminum. Fréttir flæða eins og í æðalegg fólks. Aldrei hefur verið jafn auðvelt að fylgjast með og fyrir aðra að fylgjast með þér. Ég get talað við hvern sem er, hvenær sem er. Amma er meira að segja virk á Facebook! Þessi gríðarlega sítenging er tvíeggjað sverð. Stöðugt flæða fréttir frá nær- umhverfinu sem og heims- fréttirnar. Morðin í Mósúl, tíst Trumps og svo mætti lengi telja. Allt kemur manni við enda ótækt að vita ekki. Með myndum úr ferðalögum og af fallegum mat þarf maður sjálfur að birta hið fullkomna líf, því fólk fylgist með þér sömuleiðis. Þú þarft aldeilis að sannfæra fyrrverandi kennara um að í dag sértu hamingjusamur einstaklingur í fullkomnu jafnvægi. En gleymir maður ekki að njóta ef maður er stöðugt að færa sönnur á eigin ánægju? Í amstri dagsins hanga geðorðin tíu á ísskápnum. Eitt þeirra starir á mig: „Flæktu ekki líf þitt að óþörfu“. Undanfarið hef ég reynt að fjar- lægja mig frá samfélagsmiðlum og mæla ekki hamingju og velgengni í færslum og myndum. Ég vil ekki deila öllu með öllum, Jón úr Hagaskóla þarf til dæmis ekki að vita nákvæmlega hvar ég er. Ég verð ekki ham- ingjusöm af því einu að aðrir haldi að ég sé glöð. Liggur ekki ham- ingjan bara stundum í því að slaka á og njóta? Það er list að kunna stundum að vera hjartanlega sama. Er ekki ein- mitt sumarið tím- inn fyrir það? »En gleymir maðurekki að njóta ef maður er stöðugt að færa sönnur á eigin ánægju? Heimur Ragnheiðar Ragnheiður Davíðsdóttir ragnheidur@mbl.is Loftpressur - stórar sem smáar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.