Morgunblaðið - 21.07.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.07.2017, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2017 Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma EM KVENNA Í FÓTBOLTA 2017 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Treyjusalan hefur aukist mjög, bæði í aðdraganda mótsins og núna þegar það er farið í gang,“ segir Þorvaldur Ólafsson, eigandi Errea á Íslandi, um treyjusölu í kringum Evrópumót kvenna. Þegar Morg- unblaðið spjallaði við Þorvald var hann önnum kafinn við það að út- búa búninga fyrir íslenska stuðn- ingsmenn á leið til Hollands. „Það er búið að vera alveg brjálað að gera hjá okkur, sumrin eru auðvitað okkar vertíð enda sumarmótin og EM í gangi. Þetta er bara fjör, okkur finnst þetta mjög skemmtilegt.“ Salan hefur dreifst jafnt Hann segir söluna ekki jafn- mikla og í kringum Evrópumót karla síðasta sumar en hún sé talsvert meiri en í kringum fyrri stórmót stelpnanna. „Það er ekki hægt að líkja þessu við söluna í kringum karlaliðið í fyrra enda var æðið alveg svakalegt þá. Salan hefur þó verið miklu betri en á síðustu stórmótum stelpnanna og aukist mjög mikið.“ Spurður hvaða merking hafi selst best aftan á treyjurnar segir Þorvaldur það hafa dreifst jafnt. „Þetta eru aðallega hópar og fjöl- skyldur sem hafa keypt treyjur en ég get ekki sagt að einhver ein standi upp úr. Ég held að á heild- ina litið sé þetta nokkuð jafnt.“ Þorvaldur segir að Errea á Ís- landi selji allan varning sem teng- ist íslenska landsliðinu. „Við erum með allt sem tengist landsliðinu; markmannsbúninga, landsliðs- treyjur, háskólapeysur, derhúfur og margt fleira,“ segir Þorvaldur og bætir við að auk þess að selja varning sjái fyrirtækið landsliðinu fyrir búnaði meðan á Evrópu- mótinu stendur. „Við sjáum um búnað hjá öllum landsliðum Ís- lands. Evrópumótið í sumar er engin undantekning, við sjáum um allt frá undirfatnaði til vind- jakka,“ segir hann en á mótið í ár tók landsliðið með sér um 7.000 hluti. Þorvaldur segir að þegar haldið er á eins stórt mót og Evrópumót kvenna er séu teknar með að lág- marki 138 keppnistreyjur. Treyj- urnar eru allar sérmerktar og teknar með í handfarangri starfs- manna KSÍ. „Við dreifðum þessu á þrjár flugferðir. Starfsmenn KSÍ tóku með sér treyjurnar í handfarangri svo þær kæmust örugglega á áfangastað enda mjög mikilvægt að þær komist þangað. Treyjurnar eru allar sérmerktar hverjum leik og leikmanni. Þetta gekk allt mjög vel og treyjurnar komust örugg- lega til Hollands,“ sagði Þorvaldur að lokum. Salan aukist frá fyrri stórmótum  Sala á búnaði tengdum landsliðinu hefur aukist mikið í aðdraganda EM og eftir að mótið hófst  Sérmerktar treyjur landsliðsins teknar með í handfarangri  Stelpurnar tóku 7.000 hluti með sér Morgunblaðið/Kjartan Þorbjörnsson Þorvaldur Eigandi Errea á Íslandi segir sölu á búnaði tengdum landsliðinu hafa aukist mikið í kringum EM kvenna. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Emil Atlason, knattspyrnumaður og bróðir Sifjar Atladóttur, er á leiðinni til Hollands og mun styðja stelpurnar það sem eftir lifir móts. „Fjölskyldan er að fara út og ég ætla mér að fara ásamt henni til Hollands,“ segir Emil sem hefur leikið 12 landsleiki fyrir U21 árs landslið Íslands ásamt því að vinna fjölda Íslands- og bikarmeistaratitla hér á landi. Hann segir mikla spennu ríkja innan fjölskyldunnar fyrir mótinu í sumar. „Það er mikil tilhlökkun hjá okkur fjölskyldunni en stelpurnar hafa nú þegar sýnt það og sannað hversu góðar þær eru. Nú er bara spurning um að njóta þess að spila og vinna Sviss og Austurríki,“ segir Emil og bætir við að hann hafi mikla trú á að stelp- urnar komist langt í mótinu þrátt fyrir erfiða byrjun. „Ég held að þær vinni til einhverra verðlauna. Þær hafa alveg klárlega viljann og getuna í það.“ Sif er mikill sprellari Þegar Emil er beðinn að rifja upp sögu af þeim systkinum segir hann eina sögu frá æskuárum þeirra standa upp úr. „Ég man eftir einu atviki, þegar ég fór í klippingu til Sifjar á mínum yngri árum. Ég var kominn með mikið hár og var búinn að þurfa að fara í klippingu í dágóðan tíma, Sif bauðst til þess að klippa mig sem ég þáði. Ég get ekki sagt að ég hafi verið mjög ánægður með klippinguna því hún heppnaðist ekki betur en svo að ég leit út eins og Susan Boyle,“ segir Emil og bætir við að að margar skemmtilegar sögur séu til af Sif. „Sif er mikill sprellari og dansari, ég man eftir því að þegar hún var yngri tók hún alltaf upp MTV myndböndin hjá Backstreet Boys. Hún horfði síðan á myndböndin og dansaði með, til þess eins að reyna að læra dansa hljómsveitarinnar,“ segir Emil. Stuðningsnet systkinanna mjög sterkt Sif hefur undanfarin ár leikið með sænska liðinu Kristinstad í Svíþjóð en á sama tíma hef- ur Emil leikið með liðum á Íslandi. Emil segir að þrátt fyrir að hafa búið í mismunandi lönd- um heyrist þau reglulega og gefi hvort öðru góð ráð. „Við systkinin tölum saman vikulega og höfum alltaf hjálpað hvort öðru, sama hvort það er í fótboltanum eða bara lífinu. Mér finnst alltaf rosalega þægilegt að tala við Sif enda erum við mjög lík.“ Hann segir Sif hafa stutt vel við bakið á hon- um í gegnum tíðina. „Stuðningsnet okkar systkinanna er mjög sterkt og við stöndum með hvort öðru í blíðu og stríðu.“ Spurður um helstu kosti Sifjar segir Emil að hún gefist aldrei upp. „Þegar Sif tekur að sér verkefni þá klárar hún það og gefst aldrei upp. Það skilar sér inn á völlinn enda er hún leikmaður sem fórnar sér fyrir liðið og er al- gjör leiðtogi inn á vellinum.“ Standa saman í blíðu og stríðu  Bróðir Sifjar Atladóttur segir kvennalandsliðið geta farið langt á EM Systkini Emil og Sif Atlabörn á góðri stund. Meðlimir Tólfunnar áttu í erfið- leikum með að fá leyfi fyrir því að taka trommu sveitarinnar með inn á völlinn í Tilburg þegar íslenska liðið mætti því franska á þriðjudag- inn. Arnar Friðriksson, trommari Tólfunnar, segir verði við völlinn hafa meinað þeim inngöngu með trommuna. „Þegar við mættum vissi enginn þeirra varða sem stóðu við hlið vallarins um leyfið sem heimilaði okkur að taka með trommur á völlinn. Við lágum í sím- anum og náðum á endanum í skott- ið á öryggisfulltrúa KSÍ sem kom okkur inn með dótið 20 mínútum fyrir leik. Tæpara mátti það ekki standa en allt fór þetta vel að lok- um.“ aronthordur@mbl.is Morgunblaðið/Golli Tólfan Sveitin stóð fyrir sínu á leiknum gegn Frökkum í Tilburg á þriðjudaginn. Vesen með trommu Tólfunnar í Tilburg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.