Morgunblaðið - 21.07.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2017
Það var heldur betur líf og fjör þegar Þórður
Arnar Marteinsson dró fram nikkuna á hinu ár-
lega Nikkuballi Ungmennaráðs Seltjarnarness
sem haldið var við smábátahöfnina á Nesinu.
Að vanda var vel mætt og gátu viðstaddir,
ungir sem aldnir, dillað sér við ljúfa tóna harm-
onikkunnar, en Þórði Arnari til aðstoðar var
hljómsveitin Stjúpmæður og tók hún nokkur vel
valin lög á skemmtuninni.
Hið árlega Nikkuball Ungmennaráðs Seltjarnarness
Morgunblaðið/Hanna
Nikkan dregin fram við sjávarsíðuna
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Framkvæmdum á Bakka við Húsa-
vík við kísilmálmverksmiðju PCC
Bakka Silicon hf. miðar samkvæmt
áætlun, að sögn Snæbjörns Sigurðs-
sonar, verkefnisstjóra Norðurþings.
„Það er ótrúlegur gangur þessa
dagana og liggur við að hægt sé að
sjá mun frá degi til dags. Það má
segja að verkefnið sé á lokametr-
unum,“ sagði Snæbjörn í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Hann segir að á fimmta hundrað
manns starfi á Bakka núna í upp-
byggingunni. Stefnt sé að gangsetn-
ingu verksmiðjunnar í desember á
þessu ári og ekkert bendi til annars
en þær áætlanir PCC muni stand-
ast. Einhverjir verkhlutar gætu
orðið eitthvað á eftir áætlun en aðr-
ir á undan, en þegar allt er sam-
antekið eigi áætlanir að geta stað-
ist.
„Nú er verið að vinna jarðvinnu;
það er verið að reisa stálgrindar-
hús; það er verið að steypa und-
irstöður undir hús; það er verið að
setja saman ofnana sjálfa sem verða
í verksmiðjunni og það er verið að
setja upp reykræstikerfið. Það má
því segja að verið sé að vinna á öll-
um vígstöðvum,“ sagði Snæbjörn.
Lengja einn hafnarkantinn
Aðspurður um framkvæmdir við
höfnina á Bakka og gangagerðina
sagði Snæbjörn: „Göngin eru klár
að því undanskildu að einhverri raf-
magnsvinnu í þeim er ólokið. Það er
búið að leggja malbik á allan veginn
alveg frá Bakkalóð og niður að
hafnarkanti. Nú er verið að vinna í
því að klára að steypa þekju til þess
að lengja einn hafnarkantinn og það
er töluverð vinna eftir í þeim efn-
um. Svo er hafin vinna við frágang á
hafnarsvæðinu, gámasvæðum og at-
hafnasvæðum. Þessari vinnu á að
vera meira og minna lokið í október,
samkvæmt áætlunum eins og þær
líta út nú.“
Snæbjörn sagði að jarðvinna
vegna raðhúsanna sem reisa á fyrir
starfsfólk PCC væri mjög langt
komin. Þar væru ljósastaurar og
allar lagnir komnar, auk þess sem
vegagerð væri langt komin. „Þar
gætu farið að birtast húsgrunnar á
allra næstu dögum og því fyllsta
ástæða til bjartsýni hér í sólinni og
blíðunni,“ sagði Snæbjörn að lokum.
Framkvæmdir á Bakka á áætlun
Snæbjörn Sigurðsson, verkefnisstjóri Norðurþings, telur
að áform um gangsetningu fyrir áramót muni standast
Bakki Kísilmálmverksmiðja PCC á Bakka er langt komin og framkvæmdin á áætlun.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Barnavernd Reykjavíkur hefur lokið
könnun á máli stuðningsfulltrúa og
skólastjóra Barnaskólans í Reykja-
vík, á vegum Hjallastefnunnar, á
grundvelli tilkynninga um að mögu-
lega hafi viðkomandi starfsmenn ekki
brugðist rétt við börnum í erfiðum að-
stæðum innan skólans. Barnavernd-
arnefnd ákvað ekki að senda málið
áfram til lögreglu.
Athuga réttarstöðu sína
Stuðningsfulltrúi skólans mun ekki
koma aftur til starfa að sögn Mar-
grétar Pálu Ólafsdóttur, stofnanda
Hjallastefnunnar. Í niðurstöðum
Barnaverndar kom í ljós að ásakanir
gagnvart skólastjóranum voru ekki á
rökum reistar. Málið gegn skólastjór-
anum var fellt niður og hefur skóla-
stjórinn hafið störf að nýju. Aðspurð
hvort skólastjórinn muni skoða rétt-
arstöðu sína segir Margrét að allir
eigi rétt á að skoða sín mál. „Núna
hafa allir þriggja mánaða ráðrúm til
að meta hvort þeir kæri á einhvern
hátt niðurstöðu Barnaverndar. Allir
hafa rétt á að skoða sín mál. Bæði for-
eldrarnir sem tilkynntu viðkomandi
sem og starfsfólk sem hefur jafnvel
fyrir misskilning verið á síðum fjöl-
miðla og öldum ljósvakans.“
Miður að málið fór í fjölmiðla
Margrét harmar að málið hafi farið
í fjölmiðla áður en niðurstaða Barna-
verndarnefndar lá fyrir.
„Ég harma það, því það er réttast
að bíða eftir könnun barnaverndar-
nefndar. Það er barnavernd sem met-
ur hvort málið sé kæranlegt til lög-
reglunnar,“ segir Margrét en hún
telur að málið gæti opnað á umræðu
meðal skólafólks. „Ég held að þetta
mál opni fyrir það hvað við skólafólk,
alls staðar í öllum skólum, erum ber-
skjölduð og í erfiðri stöðu þegar
svona mál koma upp.“
Mál Barnaskólans lagt niður
Ásakanir gegn
skólastjóranum ekki
á rökum reistar
Morgunblaðið/Ómar
Frumkvöðull Margrét Pála stofnaði
Hjallastefnuna ehf. árið 2000.
„Það er þónokk-
ur straumur
þarna og þótt áin
virðist lygn á
þessari mynd
leynir hún á sér,“
segir Sigurjón
Valgeir Haf-
steinsson, sem sá
tvo ferðamenn
baða sig við
Hrefnutanga í
Ölfusá um níuleytið í gærmorgun.
Sigurjón var við veiðar í ánni ásamt
frænda sínum er þeir sáu ferða-
mennina vaða út í ána.
„Þeir voru ofan í ánni í næstum
því mínútu,“ segir Sigurjón, sem
myndi síður mæla með því að menn
böðuðu sig í Ölfusánni, sem er vatns-
mesta fljót á Íslandi og víða straum-
hörð. Baðferð mannanna tveggja
verður því að teljast stórvarasöm.
Sigurjón og frændi hans íhuguðu
að tilkynna athæfi mannanna til lög-
reglunnar, en baðinu lauk þó snögg-
lega, þar sem vatnið virtist of kalt
fyrir ferðamennina.
Ferðamenn fóru í
morgunbað í Ölfusá
Ölfusá Tveir menn
baða sig í ánni.
Maðurinn sem lést í vinnuslysi í
Hafnarfirði á mánudag hét Einar
Ólafur Steinsson.
Í tilkynningu frá lögreglunni seg-
ir að Einar Ólafur, sem var 56 ára,
láti eftir sig eiginkonu og fjögur
uppkomin börn.
Einar Ólafur lést eftir fall úr
byggingarkrana á vinnusvæði í
Hafnarfirði.
Nafn mannsins sem
lést í vinnuslysi
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
GENUINE SINCE 1937