Morgunblaðið - 21.07.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.07.2017, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2017 ✝ Heiðar Orri Þor-leifsson fæddist 14. júlí 1986. Hann lést 14. júlí 2017. Foreldrar Heiðars eru Þorleifur Ingi Einarsson frá Felli í Breiðdal, f. 1961, og Hulda Linda Stef- ánsdóttir, f. 1960. Heiðar lætur eftir sig soninn Stefán Bent, f. 9. ágúst 2013. Móðir hans er Arna Ýr Arnardóttir, f. 1983. Systir Heiðars er Arna Rut, f. 7. júlí 1981. Sambýlismaður hennar er Bjarki Magnúsarson, f. 1979. Börn þeirra eru Ari, f. 2013 og Silva, f. 2015. Fyrstu æviár Heiðars bjó fjöl- skyldan á Fáskrúðsfirði en flutti til Reykjavíkur árið 1989 þar sem hún bjó síðan. Heiðar hóf grunn- skólagöngu sína í Árbæjarskóla en fjölskyldan flutti síðar í Grafarvog- inn í Reykjavík. Hugur Heiðars stóð til frekara náms í hesta- mennsku eða garð- yrkju en hann hafði áhuga á hvoru tveggja. Hann átti um tíma nokkur hross og bjó yfir natni og lagni við hvers kyns ræktun. Heiðar stundaði ýmis störf, meðal annars vöruútkeyrslu hjá Víf- ilfelli, lagerstörf og við dyra- vörslu. Síðustu vikurnar vann hann á vélaverkstæði í Grímsey. Útför Heiðars Orra fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 21. júlí 2017, og hefst athöfnin kl. 11. Hann Heiðar Orri er týndur. Ákall sem fyrst berst til fjölskyldu og vina, svo á samskiptamiðlum, loks með formlegum hætti frá lög- reglu. Hvernig getur ungur mað- ur nánast horfið af yfirborði jarð- ar? Við tekur tími vonar og ótta. Dagarnir líða en vonin lifir. Svo kemur höggið; hann er fundinn, en látinn. Við tekur vanmáttur gagnvart hinu óafturkræfa og sorgin sem nagar. Fjölskyldan þjappar sér saman. Það er vissu- lega huggun í samkenndinni, en tómið er myrkt. Já, hann Heiðar Orri bróður- sonur minn týndist, ekki síst sjálf- um sér. Fyrst hægt og hljótt þeg- ar brestir komu í sálina, svo komu fíkniefnin til sögunnar. Þetta tvennt er erfitt föruneyti þegar saman spinnst. Að því kom að lífið bar hann ofurliði og hann kaus að hverfa að fullu. Svo sárt, af því allt virtist á góðri leið síðustu mánuð- ina. Það verður ekki séð á ungum dreng hvaða vef skapanornirnar munu spinna honum og hvernig honum nýtast vöggugjafirnar. Dreng sem nýtur áhyggjuleysis bernskunnar og ástar og um- hyggju foreldra. Áræðið, uppá- tækjasemin, ákafinn í því sem hann tók sér fyrir hendur, hesta- mennskunni, mótorhjólatíma- bilinu, ljósmyndatímabilinu eða gæludýra- og ræktunaráhuga- num. Allt var teygt til hins ýtr- asta. Handlagnin sem kom svo vel í ljós þegar fjölskyldan tók íbúðina í Unufelli í gegn í vetur; þúsund- þjalasmiður sem gat gengið í öll verk og dró ekki af sér. Hugur okkar er hjá Tolla bróð- ur mínum og Huldu. Aðdáun á henni sem hefur sýnt ómældan styrk í ýmsum erfiðleikum í lífinu. Við vitum hvað í þau er spunnið. En nú reynir á sem aldrei fyrr. Foreldrar eiga ekki að þurfa að sæta þeim þungbæru örlögum að standa yfir moldum barna sinna. Það er því miður samt hlutskipti þeirra sumra. Hugurinn er líka hjá Örnu Rut, sem sér á bak eina systkininu, og fjölskyldu hennar. Stefáni Bent sem mun einungis muna föður sinn á fjölskyldumyndum og í fjöl- skyldusögum. En hann á góða að og verður umvafinn ást og um- hyggju. Hjá Oddnýju sem kveður barnabarn sitt. Þeirra bíður að ná tökum á sorginni og læra að lifa með henni. Glíma við knýjandi spurningarnar sem engin svör fást við; skilnings- leysið sem verður að viðurkenna og hina endanlegu niðurstöðu sem verður að virða. Þeirra bíður líka að vinna bug á biturðinni yfir getuleysi og úrræðaleysi geðheil- brigðiskerfisins sem brást Heiðari Orra eins og mörgum fleirum. Það reyndi á foreldra hans og systur í glímu hans við sálina og fíknina. Ávallt stóðu þau samt við bakið á honum og reyndu hvað þau gátu til þess að útvega aðstoð sem ekki var auðfengin. Minningarnar verða ekki teknar frá þeim, sumar sárar, aðrar ljúfar. Þær ljúfu munu taka yfir og varða veginn framundan. Það var kátt hjá Heiðari Orra og frændsystkinum hans í að- ventusamkvæmi fjölskyldunnar á síðasta ári hjá okkur á Torginu þar sem hópmyndatakan í jóla- peysunum varð að meiriháttar skemmtiatriði. Í þeim hópi gat hann notið sín þótt það væri hon- um oft erfitt, stundum ofviða, að vera úti á meðal fólks. Næst verð- ur sætið hans autt en þá munum við hve gott var að sjá hann glaðan og sáttan með hópnum síðast. Árni Einarsson. Elsku dýrmæti Heiðar Orri, föstudaginn 14. júlí, á 31 árs af- mælisdaginn þinn, féllust mér hendur. Ég er enn að reyna að átta mig á þessu og hef hugsað mikið um seinustu skipti sem ég hitti þig. Það er erfitt að sætta sig við það að eitt af seinustu skipt- unum sem ég hitti þig gekk ég með dóttir mína, ég var þreytt og ólétt og utan við mig og náði að- eins að spjalla við þig í stutta stund. Mér finnst eins og við eig- um eftir að ræða svo margt og deila svo miklu um seinustu árin, börnin okkar og allt það sem lífið hefur upp á að bjóða. Í dag er orðið allt of langt síðan ég sá þig og talaði við þig og ég trúi ekki að ég eigi aldrei eftir að gera það aftur. Í kjölfar frétta sem fylltu mig af sorg og óteljandi spurningum heyrði ég í yndislegu fólki sem deilir með mér fallegum minningum um þig og tíma þar sem við vorum bara vitlausir ung- lingar og krakkakjánar. Þegar ég kynntist þér fannst mér þú vera svo ótrúlega hug- rakkur, svona manneskja sem væri ekki hrædd við neitt. Ég var varkár og hrædd við flesta hluti, þótt ég reyndi mikið að láta það líta öðruvísi út. En þú, þú óðst áfram tilbúinn að prufa allt og sjá allt, mér þykir það enn í dag virki- lega aðdáunarverður kostur. Ég lærði margt af þér og hef enn ekki kynnst neinum sem á jafn mörg áhugamál og þú. Það tók mig bara nokkur ár en 28 ára fékk ég loks- ins bílpróf, þú hefðir verið stoltur af mér að þora loksins að keyra bíl. Enda oft búinn að reyna að sanna fyrir mér skemmtanagildi þess að keyra bíla, krossara og allt annað með mótor. Seinustu daga hef ég rifjað upp minningar um tíma sem við áttum saman og hlustað á aðra gera slíkt hið sama. Það sem mér þykir hvað merkilegast og lýsandi fyrir þig er að flestir sem ég hef talað við tala um þig sem besta vin sinn. Þú varst besti vinur allra, strákurinn sem dró hópinn saman, leyfðir öllum að vera með og passaðir upp á vini þína. Á mótandi tímum lífs míns varstu líka minn besti vinur. Þú varst góðhjartaður, stríðinn, sjarmerandi, opinn og skemmtileg- ur og svo ótrúlega uppátækjasam- ur að allir drógust að þér. Þú hafðir engan tíma fyrir vangaveltur og vesen, vildir bara hafa gaman og að allir væru vinir. Þannig hef ég allt- af og mun alltaf hugsa til þín. Lífið leiddi okkur í ólíkar áttir en alltaf þegar maður rakst á þig fékk maður risaknús. Þú varst sannur vinur sem var alltaf gaman að sjá og þegar við hittumst var eins og þú hefðir alltaf verið þarna. Elsku Heiðar minn, maður hitt- ir alls konar fólk á lífsleiðinni en sumir skilja eitthvað mikilvægt eftir sem oft er erfitt að útskýra. Það er svo mikilvægt að muna og minna á hversu dýrmætt fólkið manns er. Fyrir mér varst þú dýr- mætur. Ég vona að þú finnir það og vitir að þú átt alltaf sérstakan stað í hjarta mínu og svo margra. Ég næ ekki utan um það að ég muni aldrei hitta þig aftur en ég vona að þú sért á góðum stað hvar sem þú ert. Elsku Hulda, Þorleifur, Arna Rut, Stefán Bent og aðrir að- standendur, ég votta innilega samúð um leið og ég vil segja takk fyrir mig elsku Heiðar. Þín vinkona Hafdís. Heiðar Orri Þorleifsson ✝ GuðmundurÞórhallsson bókbindari fæddist á Akureyri 2. des- ember 1926. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 8. júlí 2017. Foreldrar hans voru Þórhallur Bjarnason prentari, fæddur í Hléskóg- um á Grýtubakka í S-Þing. 21. júlí 1881, d. 27. ágúst 1961, og Jónína Eyþóra Guð- mundsdóttir, fædd í Tjarnarkoti á Miðnesi 3. júní 1893, d. 30. mars 1986. Systkini Guðmundar voru: Sigurleif, f. 1917, d. 1984, Svein- björn, f. 1922, d. 1983, og Guð- ríður, f. 1930, d. 2016. Guð- mundur giftist Björk Guðjónsdóttur, f. 25. júlí 1930, d. urbjörg, f. 1958, gift Þorgrími Guðmundssyni, f. 1955, þeirra börn eru: a) Guðmundur Bjarki, f. 1982, b) Björk, f. 1984, c) Davíð Þór, f. 1992. 3) Þórhallur, f. 1961. Fyrir átti Guðmundur Magneu, f. 1951, móðir hennar var Erla Hjördís Gísladóttir, f. 1926, d. 1983. Magnea er gift Kjartani Ólafssyni, f. 1949, þeirra börn eru: a) Sverrir, f. 1969, d. 1989, b) Erla Hjördís, f. 1974, d. 1975, c) Ólafur, f. 1977, eiginkona hans er Hugrún Ösp Reynisdóttir, f. 1978, og eru börn þeirra Sverrir Ragnar, f. 2010, Karitas Erla, f. 2012, og Elín Hulda, f. 2015. d) Hjördís, f. 1982, d. 2004. Guð- mundur hóf bókbandsnám í Bók- felli 1943, og fékk meistarabréf 1953. Hann fór í framhaldsnám til Kaupmannahafnar og vann þar einnig hjá Petersen & Pet- ersen. Lengst af sínum starfsferli vann hann í Bókfelli, en síðustu starfsárin vann hann í prent- skiladeild Landsbókasafnsins. Útför Guðmundar fer fram frá Garðakirkju í dag, 21. júlí 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. 9. mars 2017, þann 29. maí 1954. For- eldrar hennar voru Guðjón Baldvins- son, fæddur á Grund í Svarf- aðardal 7. mars 1892, d. 24. desem- ber 1947, og Snjó- laug Jóhann- esdóttir, fædd á Göngustöðum í Svarfaðardal 16. mars 1888, d. 13. febrúar 1974. Börn Bjarkar og Guðmundar eru: 1) Guðjón, f. 1954, kvæntur Elísabetu Sigurðardóttur, f. 1955, sonur þeirra er Sigurður, f. 1978, í sambúð með Jónínu Að- alsteinsdóttur, f. 1984, þeirra dóttir er óskírð, f. 25. júní 2017, fyrir á Jónína Evu Rut Tryggva- dóttur, f. 2006. 2) Rannveig Sig- Veturinn 1995 bjó ég um nokk- urra mánaða skeið hjá afa og ömmu í Gnoðarvogi. Sá tími er mér dýrmætur þar sem ég fékk að kynnast þeim á annan og nánari hátt en áður. Sambúðin gekk vel þó umgengni unglingsins hefði ekki alltaf verið til fyrirmyndar. Þau skutu svo aftur yfir mig skjól- húsi nokkrum árum síðar þegar ég las fyrir stúdentsprófin í Gnoðarvoginum. Þegar ég var í menntaskóla var afi að vinna á Landsbókasafninu á Hverfisgötu eftir áratugastarf sem bókbindari. Ég heimsótti hann oft eftir skóla og fékk þá að heyra margar skemmtilegar sög- ur milli þess sem afi spurði frétta af mér og náminu og grúskað var í mismerkilegum prentskilum. Afi hafði gaman af að segja sög- ur og var góður sögumaður. Hann hafði farið víða og það kom skemmtilegt blik í augun þegar hann rifjaði upp ferðir, hvort sem var frá strætum stórborga eða af háskaför um Siglufjarðarskarð. Afi var af kynslóð sem hrósaði ekki mikið. Hann fylgdist hins vegar vel með og gladdist innilega yfir afrekum og sigrum afkom- enda með sínum hætti. Hin síð- ustu ár fylgdist hann stoltur með langafabörnunum dafna. Í síðustu heimsókn fjölskyldunnar prúttaði hann við elsta langafabarnið um tanngjald milli þess að hann gauk- aði að þeim smá sælgæti og gladd- ist yfir atlæti ungviðisins. Í lok síðasta árs ágerðust veik- indi ömmu og í kjölfarið fór afi á Hrafnistu. Honum líkaði vistin vel en eftir að amma dó í mars var hann dapur og blikið í augunum var horfið. Söknuðurinn leyndi sér ekki og núna hefur hann fylgt í kjölfar hennar. Ég kveð með þakklæti. Minn- ing um góðan afa lifir. Ólafur Kjartansson. Hann hefur farið höndum um síðustu bókina. Strokið kápu, skoðað áferð, efnisval, kjöl og lím- ingu, handleikið af næmni. Lífs- bókinni er nú lokið aftur, um- fangsmikið verk að baki, gott handbragð, vandað band. Líf vinar míns, Guðmundar Þórhallssonar, var vandað. Hann var bókbindari af lífi og sál, metnaðarfullur fag- maður. Hann og föðursystir mín, Björk Guðjónsdóttir, og fjölskyld- an öll skipaði stóran sess í lífi okk- ar systkinanna á Akureyri. Þetta var fjölskylda okkar í Reykjavík, þeim ókunna ævintýraheimi sem borgin var á æskuárunum. Þau leiddu okkur fyrst inn í þennan heim og kynntu okkur borgina, sýndu okkur það markverðasta og fræddu. Þau fylgdust síðan óslitið með vegferð okkar allra og sýndu okkur mikla alúð og umhyggju. Fyrir það verð ég alltaf þakklátur. Guðmundur var borgarmaður, menningarlega þenkjandi og fylgdist vel með straumum og stefnum sem og í stjórnmálum, en hann hafði róttækar skoðanir á samfélagsmálum og var verka- lýðssinni. Fjölskyldufyrirtækið Bókfell varð hans starfsvettvang- ur og það var upplifun fyrir ungan dreng og jafnan síðar að koma þar í heimsókn. Þjóðkunn ritverk urðu þar að bókum og virðingin fyrir bókinni, bæði innihaldi og hand- verki, lá í loftinu. Ósjaldan áskotn- aðist mér eintak úr hendi Guð- mundar með hvatningu um að lesa. Allt þetta jók mér heldur víð- sýni og þekkingu á veröldinni. Guðmundur unni lífinu og fegurð- inni, hann hafði yndi af að um- gangast fólk, var kíminn. Glettið og stríðnislegt augnaráð lifir í huganum. Þau hjónin voru sam- hent, lifðu í fallegu og kærleiks- ríku hjónabandi alla tíð. Þær eru dýrmætar í minningunni sumar- heimsóknir þeirra norður, þau höfðu mikið að gefa af fróðleik og frásögnum. Guðmundur komst oft á ágætt flug í aristókratískri um- ræðu, ekki síst ef búið var að dreypa á gullnum veigum kvöld- stund. Það lýsir eiginleikum Guð- mundar vel að allt frá því að þau hjónin kynntust opnaði hann dyr fyrir ömmu sem bjó hjá þeim á efri árum. Hann sagði sjálfur að það hefði ekki í eitt einasta sinn fallið styggðaryrði þeirra á milli. Ég minnist þess að Guðmundur var sá fyrsti sem ræddi alvarlega við mig um erfið mál eins og fullorðinn mann, jafningja. Minningin er skýr og lifandi þegar við tveir stóðum um bjarta, stillta sumar- nótt á bökkum Eyjafjarðarár við fjölskyldubústað okkar í Vaðla- heiði, töluðum og þögðum, veiði- stöng var með og rauðvínskútur í tágakörfu. Hann fór þá með fal- legt ljóð eftir Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti sem ég mun ævin- lega tileinka honum: Sól stattu kyrr þó að kalli þig sær til hvílu. Ég elska þig heitar. Þú blindar mín augu, en þú ert mér svo kær. Og eins hvort þú skín eða bæn minni neitar. Ég sæki þér nær, þótt þú færir þig fjær. Þótt þú fallir í djúpið mitt hjarta til geisl- anna leitar. Engin sól stendur kyrr og sól míns trausta vinar og velgjörðar- manns er hnigin til viðar. Björk frænka mín lést fyrir fjórum mán- uðum og hver veit nema hann flytji henni ljóðið góða við kæra endurfundi. Blessuð sé minning þeirra beggja. Við Dýrfinna send- um fjölskyldunni, okkar kæru vin- um innilegustu samúðarkveðjur. Guðjón Svarfdal Brjánsson. Rétt fyrir miðja síðustu öld varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að komast á námssamning í bók- bandi hjá Aðalsteini Sigurðssyni bókbandsmeistara í Bókfelli í Reykjavík. Guðmundur Þórhalls- son sem hér er kvaddur í dag var þá að ljúka sínu bókbandsnámi þar, en hann var mágur Aðal- steins, en systir Guðmundar var Sigurleif Þórhallsdóttir, Bjarnar- sonar prentara. Síðan eru liðin 70 ár. Á þessum tíma var erfitt að komast í iðnnám og það giltu viss- ar reglur um töku nema. Það fór eftir sveinafjölda hvað nemarnir máttu vera margir. Ég var búin að reyna mikið til að komast að ann- ars staðar en öll sund virtust lok- uð. Þá opnaðist allt í einu þessi möguleiki, feður okkar Guðmund- ar voru gamlir vinir og þetta ein- hvern veginn small saman. Guð- mundur lauk námi í október 1947 og ég byrjaði í nóvember. Þetta voru skemmtilegir tímar, mikill uppgangur í bókaútgáfunni og mikil vinna, sérstaklega fyrir jólin. Bókfell var á þessum árum lík- lega stærsta og nýtískulegasta bókbandið á landinu og þar unnu um 30 manns. Guðmundur var fyrsti lærlingurinn í Bókfelli, en ég var sá þriðji. Helgi Hrafn Helgason var á milli okkar Mumma en hann lést fyrir aldur fram 48 ára gamall. Guðmundur gerðist brátt meðeigandi mágs síns Aðalsteins og tók við verk- stjórastarfinu af honum og seinna varð hann formaður stjórnar fyr- irtækisins og aðalstjórnandi þess ásamt Kristjáni, syni Aðalsteins, sem varð framkvæmdastjóri 1969 þegar faðir hans lést. Á öllum þessum uppgangs- og umbrotatímum störfuðum við Guð- mundur mjög náið saman. Hann var skemmtilegur félagi og gott að vinna með honum. Hann tók mjög fljótt að sér að vélgylla allt sem þurfti að gylla fyrir fyrirtækið og það var unun að fylgjast með hon- um leysa málin þegar vanda bar að höndum. Mér er minnisstætt þeg- ar Bókfell tók að sér að binda Guð- brandsbiblíu 1956, en hún er með stærstu bókum sem bundnar hafa verið hér á landi. Þá kom það í hans hlut að gylla og þrykkja bindin sem voru eiginlega alltof stór fyrir gyll- ingarvélina, en Guðmundur leysti það verk hugvitssamlega af hendi. Guðmundur átti því láni að fagna að giftast góðri konu, Björk Guð- jónsdóttur, frá Skáldalæk í Svarf- aðardal. Hún lést í mars á þessu ári. Þau byrjuðu búskap í heimabæ Bjarkar, Akureyri, þar sem Guð- mundur vann um tíma í bókbandi POB. Ein minning hefur lengi lifað í hugskoti mínu síðan þá. Sumarið 1954 gerðum við félagarnir Tryggvi Sveinbjörnsson og Skúli Alexandersson víðreist um landið og veiddum silung á heimleið í Mý- vatni, nema hvað. Þá fannst okkur upplagt að heimsækja nýgiftu hjónin og fá þau til að sjóða fyrir okkur þennan nýveidda silung sem þau og gerðu. Þetta varð eftir- minnileg máltíð sem seint gleym- ist. Blessuð sé minning þeirra allra. Ég vil að lokum þakka þeim hjónum, Guðmundi og Björk, fyrir samfylgdina á liðnum árum og all- ar skemmtilegu stundirnar. Við Ragna sendum öllum aðstandend- um samúðarkveðjur. Svanur Jóhannesson. Guðmundur Þórhallsson Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG RINGSTED viðskiptafræðingur, lést þriðjudaginn 18. júlí á heimili sínu í faðmi fjölskyldu. Valmundur Pétur Árnason Baldvin Ringsted Svandís Jóhannsdóttir Árni Már Valmundarson Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir Pétur Örn Valmundarson Hlín Ólafsdóttir Stefán Ernir Valmundarson Ragnheiður Emilía Auðunsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.