Morgunblaðið - 21.07.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.07.2017, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2017 ✝ HalldórTryggvi Ólafs- son fæddist á Bakka í Bjarnarfirði á Ströndum 20. jan- úar 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofn- un Hólmavíkur 12. júlí 2017. Foreldrar hans voru Ólafur Jó- hannsson, f. 15. október 1908, d. 10. október 1964, og Kristjana Hall- dórsdóttir, f. 24. október 1905, d. 9. febrúar 1982. Systkini Hall- dórs eru Benjamín, f. 13 janúar 1934, d. 13. ágúst 1989, Lúðvík, f. 31. október 1937, Magndís Guð- rún, f. 7. maí 1939, Jóhann Karl, f. 2. september 1940, Guðrún, f. 27. október 1941, Guðlaug, f. 19. október 1943. Systkini Halldórs sammæðra eru Matthildur, f. 19. ágúst 1929, d. 22. apríl 2009, Halldór, f. 19. ágúst 1929, d. 1930. Systkini Halldórs samfeðra eru Snjólfur Fanndal, f. 4. maí 1940, Halldóra, f. 28.apríl 1948, Alda Jóna Ósk, f. 29. ágúst 1952, Ragnheiður, f. 15. febrúar 1955. Halldór ólst upp hjá ömmu þeirra eru Halldór, f. 4. sept- ember 1978, kvæntur Evu Maríu Hallgrímsdóttur, f. 1981, barn þeirra er Hilmir Freyr, f. 2009, dóttir Halldórs og Kristjönu Ey- steinsdóttur er Eyrún Björt, f. 1998. Aðalheiður, f. 26. júlí 1981, sambýlismaður Snorri Snorra- son, f. 1977, barn þeirra Snorri, f. 2015. Fyrir átti Fanney Dagnýju Svövu Júlíusdóttur, f. 11. desem- ber 1951. Dagný giftist Jóni Vil- hjálmssyni, f. 1949, þau slitu sam- vistum. Börn þeirra Hafdís, f. 11. desember 1969, dætur hennar eru Fanney Viktoría, f. 1988, Dagný, f. 1995. Sigurbjörn, f. 12. nóvember 1972, sambýliskona Bjarnrún Jónsdóttir, f. 1981. Barn þeirra Dagur Snær, f. 2014. Fyrir átti Sigurbjörn Jóhann Gunnar, f. 1991, sonur hans er Patrekur Dofri, f. 2016, Emil, f. 1995, Andreu, f. 2002. Snorri, f. 11. október 1977, sambýliskona María Mjöll Guðmundsdóttir, f. 1980. Börn þeirra eru Fannar Freyr, f. 1997, Guðmundur Ragn- ar, f. 2003, Arna Maren, f. 2009. Sonur Dagnýjar og Gunnars Jónssonar, f. 1964, er Jón Þór, f. 17. janúar 1988, sambýliskona Hjördís Inga Hjörleifsdóttir, f. 1989, börn þeirra Heiðrún Arna, f. 2014, Hilmar Gauti, f. 2017. Útför Halldórs fer fram frá Hólmavíkurkirkju í dag, 21. júlí 2017, og hefst athöfnin kl. 14. sinni Ragnheiði Benjamínsdóttur á Bakka í Bjarnar- firði. Hann byrjaði ungur að vinna á jarðýtu og á vörubíl sem hann átti. Hall- dór var góður gönguskíðamaður og stundaði skíðin langt fram á efri ár. Hann hafði gaman af hvers konar veiði og var grenjaskytta í mörg ár í Bjarnarfirði. Síðustu árin vann Halldór við Fiskvinnslu á Hólma- vík, fyrst hjá Kaupfélagi Stein- grímsfjarðar og síðan við Rækju- vinnslu Hólmadrangs. Árið 1956 kvæntist Halldór eftirlifandi eig- inkonu sinni, Fanneyju Björns- dóttur, f. 2. ágúst 1930, frá Göngustaðakoti í Svarfaðardal. Stunduðu þau búskap á Bakka til ársins 1971 er þau fluttu til Hólmavíkur og keyptu húsið að Kópnesbraut 11, þar sem þau bjuggu síðan alla tíð. Sonur Hall- dórs og Fanneyjar er Ólafur Björn, f. 18. desember 1957, sam- býliskona Elsa Björk Sigurð- ardóttir, f. 9. júní 1958, börn Elsku besti afi minn. Mér þykir það afskaplega sárt að skrifa þessi orð þar sem ég er að kveðja þann mann sem hefur verið mér allra kærastur í þau ár sem ég hef lifað. Frá því að ég fæddist sást þú ekki sólina fyrir mér. Og það máttu vita að ég sá heldur ekki sólina fyrir þér. Til þín gat ég alltaf leitað og fátt fannst mér betra en að kúra í faðmi þínum í litla sófanum í stof- unni á Kópnesbrautinni. Um- hyggja þín fyrir mér átti sér engin takmörk sem ég vona að ég hafi endurgoldið þér. Því þakklæti mitt til þín er ólýsanlega mikið. Þú hefur alltaf staðið með mér í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur, og sá stuðningur hefur verið mér ómetanlegur. Núna undanfarnar vikur hef ég mikið verið að hugsa um þig og hversu margar og góðar stundir við höfum átt saman. Al- veg frá barnæsku minni á Hólma- vík til síðustu stundanna sem við áttum saman á Landspítalanum í Reykjavík og á Sjúkrahúsinu á Hólmavík. Mér finnst það ómet- anlegt að hafa verið með þér þess- ar síðustu vikur og hafa átt góðar stundir með þér alveg til enda. Þegar ég hugsa til þín koma upp æði margar og góðar stundir sem við áttum saman. Allar stund- irnar á Kópnesbrautinni þegar ég var í pössun hjá þér og ömmu. Þú að koma labbandi heim í hádeg- ismat úr frystihúsinu og ég beið eftir þér í glugganum uppi á lofti og horfði á þig koma. Svo settumst við niður og borðuðum soðinn fisk og lögðum okkur eftir matinn. Stundirnar með ykkur ömmu eru nokkuð sem ég mun búa að alla ævi. Svo má nefna veiðiferðir í Staðará, allar ferðirnar í bústað- inn í Bjarnafirði á gula Volvoinum og ég gæti talið endalaust upp. Þú varst alltaf einstaklega hlýr. Alla tíð kysstir þú mig þegar við hittumst eða þegar þú kvaddir mig þegar ég var að fara aftur til Reykjavíkur eftir að hafa stoppað á Hólmavík í heimsókn. Ást þín á mér og mínum hafði aldrei nein takmörk. T.d. fyrir börnunum mínum tveimur, þeim Eyrúnu og Hilmi, þú elskaðir þau út í hið óendanlega. Þú varst alltaf að spyrja um þau og hvernig þau hefðu það og hrósa þeim fyrir hversu dugleg og klár þau væru. Einnig áttir þú einstaklega gott og ástríkt samband við Evu sem ég veit að hún kunni svo sannarlega að meta og elskaði þig rétt eins og þú værir hennar eigin afi. Elsku afi, það mun taka tíma að átta sig á því að þú sért farinn frá okkur. Það verður allt annað að koma til Hólmavíkur núna og kíkja í heimsókn á Kópnesbraut- ina og sjá þig ekki þar. Einnig verður skrýtið að vera hjá mömmu og pabba á Borgar- brautinni og sjá þig ekki koma í heimsókn og heilsa upp á okkur rétt eins og þú gerðir alltaf þegar við komum norður. Það tekur mig afskaplega sárt að kveðja þig í hinsta sinn. Minning þín mun allt- af lifa með mér og ég hugsa til allra góðu stundanna sem við átt- um saman með bros á vör. Ef mér tekst að vera helmingur af þeim manni sem þú varst tel ég að mér hafi tekist vel upp í lífinu. Ég mun ávallt elska þig elsku besti afi minn! Þinn elskandi nafni, Halldór Ólafsson. Elsku afi minn, þegar ég lít til baka og hugsa um þig fyllist hjarta mitt svo mikilli hlýju yfir öllum góðu minningunum. Þín skilyrðislausa og mikla ást til okk- ar fólksins þíns var svo stór partur af þér. Alltaf að hugsa um okkur og hvort við hefðum það nú ekki gott, öll gullin þín, tínandi fyrir okkur ber og setjandi niður kart- öflur fyrir okkur. Ég man svo sterkt hvernig ég hljóp í fangið á þér, dag eftir dag, í brekkunni fyr- ir neðan litla húsið ykkar ömmu þegar þú komst heim í hádegismat úr frystihúsinu. Þá var ég búin að vera að hafa það gott með elsku ömmu um morguninn, hún kannski búin að segja mér nokkr- ar Grýlusögur á meðan ég borðaði hafragrautinn, svo leið að hádegi og ég beið við hurðina, sá þig koma labbandi og hljóp svo í hlýja fangið þitt og þú hélst á mér rest- ina af leiðinni. Svo borðuðum við soðinn fisk með kartöflum og miklu smjöri, smá ávaxtagraut og svo lagðir þú þig eftir matinn, eða reyndir það því oftar en ekki lá ég hjá þér og var að fikta í andlitinu á þér, toga í nefið þitt og augabrún- irnar. Aldrei kom styggðaryrði frá þér þó að litla stelpan þín væri að trufla þig við hádegisblundinn. Þú varst alltaf svo þolinmóður við okkur systkinin, eins og til dæmis þegar þú komst heim til okkar að passa okkur að kvöldlagi. Þá lastu bók fyrir okkur og við lágum sitt hvorum megin við þig þangað til við sofnuðum örugg og áhyggju- laus og elskuð. Þú varst svo glaður þegar Snorri minn fæddist og varst allt- af að fylgjast með honum, og auð- vitað hafa þínar áhyggjur eins og alltaf og af okkur öllum. Og dugn- aðurinn í þér alla tíð er heldur bet- ur til eftirbreytni fyrir okkur hin og þrátt fyrir að þú værir orðinn veikur, miklu veikari en við viss- um þangað til undir lokin, þá varstu samt hlaupandi upp brekk- una léttur á fæti og að spila fót- bolta við elsku Hilmi þinn, langaf- astrák, alveg þangað til hjartað þitt sagði stopp. Ég er svo þakklát fyrir stundirnar okkar á sjúkra- húsinu fyrir sunnan og að hafa verið hjá þér síðustu dagana á sjúkrahúsinu á Hólmavík. Þú hélst að það væri ómak fyrir mig að koma til þín á Landspítalann og hugsa um þig og tala við lækna og hjúkkur, þú sagðir oft við mig: hvernig get ég nokkurn tímann borgað þetta til baka, og ég sagði við þig: þú ert svo margfalt búinn að gera það, allt frá því að ég fæddist. Elsku afi, ég er svo þakklát fyr- ir að hafa átt þig og alla þína ást og umhyggju, þvílíkt og annað eins ríkidæmi það eru og forréttindi að fá að eiga svona afa. Þú settir allt- af okkur fólkið þitt í fyrsta sæti, ég vildi nú samt að þú hefðir líka sett þig sjálfan þar, en þannig varst þú bara, dásamlegi þú. Takk fyrir allt, elsku afi, ég elska þig alltaf. Þín afastelpa, Aðalheiður (Heiða). Ég hrökk við þegar Svanur bróðir hringdi og sagði að Halli frá Bakka væri dáinn. Í síðustu skipti sem ég hitti þennan frænda minn fannst mér hann ekkert hafa elst. Alltaf jafn unglegur. En útlitið segir ekki allt. Hugurinn leitaði áratugi aftur til unglingsáranna og ýmsar minningar koma upp í Halldór Tryggvi Ólafsson ✝ Carl Möllerfæddist í Reykjavík 19. sept- ember 1942. Hann lést á Landspít- alanum af völdum krabbameins 9. júlí 2017. Foreldrar Carls voru Tage Möller, f. 15.1. 1898, d. 20.10. 1987, kaupmaður og tónlistarmaður í Reykjavík, og Margrét Jónsdóttir Möller, f. 6.1. 1911, d. 29.8. 1995, húsmóðir. Bróðir Carls er Jón Friðrik Möller tónlistarmaður og hálfbróðir hans Birgir Möller, hagfræðingur og forsetaritari, en hann lést árið 2012. Carl lætur eftir sig eiginkonu, Ólöfu Kristínu Magnúsdóttur, f. 24.4. 1943, og fósturdóttur, Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur, f. 14.5. 1967. Eiginmaður hennar er Magnús Jón Kristófersson og dætur þeirra þrjár eru Ólöf Karla, Sólveig Katla og Dagný Kára. Carl ólst upp í Reykjavík. Tónlistin átti hug hans alla tíð. Hann hóf sjö ára að aldri að læra á píanó hjá Sigursveini Krist- inssyni sem síðar stofnaði Tónskóla Sigursveins. Árið 1978 hóf hann nám í tónmenntakennara- deild Tónlistarskól- ans í Reykjavík og lauk tónmennta- kennaraprófi fimm árum síðar. Hann stundaði tónlistar- kennslu við Tónlist- arskóla FÍH og Tón- listarskóla Hafnarfjarðar sem og við Fellaskóla. Í hátt í tíu ár var hann organisti Fríkirkjunnar í Reykjavík. Carl var í hópi þekktustu djasspíanóleikara þjóðarinnar. Hann lék með mörgum af þekkt- ustu danssveitum landsins um langt árabil, meðal annars Hljómsveit Hauks Morthens og Sextett Ólafs Gauks, auk þess kom hann fram með flestum þekktustu íslensku djassleik- urunum. Þá tilheyrði hann hópn- um sem hélt uppi Sumargleðinni um allt land um árabil. Útför Carls fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 21. júlí 2017, og hefst athöfnin kl. 15. Afi var engum líkur, einstakt „undrabarn“ okkar Íslendinga í tónlist og þá einna helst í jazz- tónlist. Afi gerði góða tilraun til þess að ég, nafna hans, myndi feta í sömu spor og hann. Hann hvatti mig til að hefja tónlistar- nám, fyrst í forskóla Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar, þá um fimm ára gömul, og síðar píanónám, enda ekki furða þar sem hann sjálfur lifði fyrir tónlistina, píanó- ið, hljómborðið og síðar orgelið. Þið sem þekkið mig ættuð að vera fljót að fylla í eyðurnar, ég stopp- aði stutt við, einn vetur eða svo og valdi heldur kórsöng og að njóta þess að hlusta á tónlist frekar en að spila hana. Afi tók mér alltaf fagnandi, hvort sem það var í heimsókn í tónlistarskólann, þar sem ég fékk að sitja ófáa tíma og hlusta á nemendur hans á æfing- um, heim á Álftanesið, sumar- bústaðinn í Grímsnesi eða nú undir það síðasta á krabbameins- deild Landspítalans. Þó afi hafi verið minna fyrir knús og kossa þá skildi maður aldrei við hann nema gefa honum koss á kollinn, líkt og þegar leiðir okkar skildi í síðasta sinn. Afi hafði gott hjarta- lag, var algjör húmoristi og var einstaklega annt um menn og dýr. Heimili ömmu og afa var allt- af fullt af lífi enda tók því nú ekki að eiga hund nema þá a.m.k. þrjú til fjögur stykki. Mér eru minn- isstæðar gönguferðir okkar afa í æsku þar sem við fórum með alla hundana í göngu á Álftanesinu og ljúfar stundir í sumarbústaðnum þar sem prinsessan ég naut þess að hlúa að gróðrinum með afa og hundunum í kringum bústaðinn. Söknuðurinn er sár en minn- ingarnar ljúfar. Hvíldu í friði, elsku afi. Þangað til næst, þín nafna, Ólöf Karla Þórisdóttir. Kær vinur og skólafélagi, jafn- vel samstarfsfélagi sumra úr hópnum, Carl Möller, er látinn. Sá fyrsti úr okkar góða útskrift- arhópi 1983 frá tónmenntakenn- aradeild Tónlistarskólans í Reykjavík sem kveður þessa jarðvist. Minningar hrannast upp um einstakan listamann, gleðigjafa, húmorista og vin sem létti okkur svo oft lundina á námsárunum. Hann var eldri en við og kom inn sem sá reyndasti úr tónlistar- og menningarlífinu, þekktur af verk- um sínum í hljómsveitabransan- um. Við litum öll upp til hans. Hann kunni best alla hljóma í öll- um sínum fjölskrúðugu myndum. Auðmýkt hans við píanóið var okkur svo góð fyrirmynd. Það var unun að sjá þennan smávaxna, netta mann, sem minnti oft á Woody Allen, setjast við hljóð- færið og af varfærni og virðingu galdra fram fallegar og einhvern veginn nákvæmlega réttar út- setningar á fjölbreyttri tónlist frá ólíkum tímum. Útsetningar á barnalögum, sem við vorum mest að fást við í náminu okkar, léku í höndum hans. Hann skákaði gjarnan kennurum með tónlistar- legri kænsku sinni, var snjallari en allir á hljóðfærið og kunni að auðga einföldustu laglínur með hljómsetningu, auðmjúkri nálgun og glettni, einstakri möller-ísku. Það var ósjaldan hlegið yfir verkefnavinnu, þá gjarnan á heimili Kalla á Nesinu, og það var auðvelt að taka hlátursköstin með honum. Hópurinn okkar tengdist nánum vinaböndum og alla tíð frá því að við útskrifuðumst árið 1983 höfum við haldið sambandi inn- byrðis með einhverjum hætti og nokkrum sinnum á þessu tímabili höfum við hist og átt dásamlegar samverustundir. Ógleymanlegur er dagurinn okkar saman árið 2003 á heimili Ernu í Fossvogin- um. Þegar myndir eru skoðaðar frá þeim degi er augljóst hver var þar hrókur alls fagnaðar, hver var að segja skemmtilegustu sögurn- ar og öll munum við hver vildi leggja mest í kræsingar kvölds- ins. Það var Kalli. Við veltumst um af hlátri meira og minna allt kvöldið og augu allra voru jafnan á Kalla. Síðast þegar við hittumst öll til að fagna 30 ára útskriftarafmæli árið 2013 komst Kalli ekki. Þá var hann orðinn veikur. Elsku besti vinur, takk fyrir allar góðu samverustundirnar. Takk fyrir framlag þitt til ís- lenska tónlistarsviðsins. Takk fyrir samferðina í náminu. Megi músík þín lifa í handanheimum um alla eilífð. Blessuð sé minning Carls Möll- er. Hann var sannarlega einstak- ur. Ólöfu, eftirlifandi eiginkonu hans, öllum ástvinum og sam- ferðafólki í leik, starfi og einkalífi í gegnum tíðina vottum við inni- legustu samúð. Bára Grímsdóttir, Erna Guðmundsdóttir, Geirþrúður Fanney Bogadóttir, Hafdís Kristinsdóttir, Hilmar Örn Agnarsson, Mínerva Haralds- dóttir, Sigurlaug Margrét Bragadóttir og Soffía Vagnsdóttir. Vinur minn og félagi til margra ára, Carl Möller, er látinn. Hann var búinn að berjast við langvar- andi veikindi og fékk að lokum krabbamein sem dró hann til dauða. Kalli, eins og ég kallaði hann alltaf, var mjög sérstakur maður ásamt því að vera góður hljómlistarmaður. Hann talaði oft í bröndurum og fékk mann ósjaldan til að hlæja. Öll hans tilsvör voru þannig að maður gat ekki varist brosi. Hann spilaði oft undir hjá mér á skemmtunum og jólasveina- böllum. Þegar hann var með í ferð- um skemmti ég mér oft manna best. Kalli átti marga hunda og feng- um við, ég og konan mín, oft góð- ar ráðleggingar frá Kalla með okkar hund. Við unnum saman í Sumargleðinni í nokkur ár og fékkst hann stundum til að leika með okkur. Ég man í fyrstu Sum- argleðinni þá vorum við saman í gamanþætti; ég, Kalli og Stebbi, og lékum glasabörn en Stebbi lék pabbann. Við hlógum allir svo mikið í hvert skipti að við héldum vart vatni. Sumargleðin var svo skemmtilegur tími og húmorinn sem Raggi Bjarna og félagar höfðu fylgdi í skemmtiatriðin og þessi húmor hélt áfram í rútunni þegar við fórum á milli staða og átti Kalli mikinn þátt í því. Kalli og Stebbi voru mjög sam- rýndir og miklir vinir, en Stebbi lést fyrir nokkrum árum, langt um aldur fram. Ef ég ætti að minnast á allt sem við Kalli lent- um í gæti ég skrifað heila bók. En ég ætla að leyfa sjálfum mér að eiga allar þessar minningar um Kalla vin minn og votta öllum hans vinum og ættingjum samúð mína og þá sérstaklega Ólöfu konu hans. Guð veri með ykkur öllum. Magnús Ólafsson. „Enginn stöðvar tímans þunga nið …“ segir í ljóðlínum skáldsins og nú er skammt stórra högga á milli í röðum þeirra manna, sem á árum áður fóru um landið í blóma lífsins til að miðla hljómlist, gríni og gleði undir nafni Sumargleð- innar. Með nokkurra daga milli- bili eru tveir þeirra burtkallaðir héðan úr jarðlífi, fyrst Jón T. Ágústsson bílstjóri og síðan Carl Möller píanó- og hljómborðsleik- ari. Ekkert venjulegir menn, þótt þeir hefðu sig ekki mikið í frammi út á við, heldur óviðjafnanlegir húmoristar og lífskúnstnerar. Hugtökin fjör, gleði og húmor voru efst á lista hjá Sumargleð- inni og urðu þekkt einkunnarorð út á við, en hitt vita færri, að inn- an raða þessa hóps var líka haldið uppi gleði og húmor, bæði á ferð- unum og baksviðs, og að í því efni stóð enginn framar hljómborðs- leikaranum grannvaxna, Carli Möller. Þar naut hann þess að vera af dönskum ættum og hafa erft hinn þekkta danska húmor, sem hann ræktaði og miðlaði á sinn einstaka hátt, svo að ógleym- anlegt varð. Á ferðunum raðaði Kalli inn ótal smáum athuga- semdum og ummælum sem hann jós af óþrjótandi brunni húmors síns, svo að hann bókstaflega hélt uppi fjörinu. Sem lítið dæmi má nefna, að vikuna fyrir langt al- þjóðarall hafði móður eins keppi- nautar okkar bræðra, Jóns og mín, sem talin var óvenjulega skyggn og berdreymin og sjá bæði álfa, vættir og framliðna, dreymt að baráttan um forystuna í rallinu yrði á milli okkar og son- ar hennar, og að báðir bílarnir myndu lenda í sams konar hremmingum. Þegar rallinu lauk og við Jón komum í hóp Sum- argleðimanna sögðum við fé- lögum okkar frá því sem stór- merkilegum hlut að þessi forspá hinnar skyggnu konu hefði ræst; fyrstu tveir bílarnir hefðu lent ut- an í stórum steini sem vegagerð- armenn höfðu velt inn á leiðina og skemmdust bílarnir báðir, en komust þó beyglaðir áfram, – og Kalli bætti samstundis við: „En álfkonan, sem stóð í dyrunum á steininum, liggur nú á gjörgæslu- deild.“ Það verður aldrei ofmetið hve stórt hlutverk húmoristar eins og Kalli leika á sinn hljóðláta en leiftrandi hátt, í lífi allra í kringum þá. Þess vegna er sökn- uðurinn mikill og missirinn sár þegar þeir kveðja en jafnframt stór sú þökk, sem færð er á skiln- aðarstundu, og djúp samúð með hinum nánustu sem syrgja og trega. Ómar Ragnarsson. Um suma er sagt að hlutirnir leiki í höndunum á þeim. Um Carl Möller er örugglega hægt að segja að píanóið hafi leikið í hönd- um hans. Þegar Carl Möller sett- ist við hljóðfærið hafði hann á því það vald til að töfra fram tónlist- ina að engum gleymist sem varð þess aðnjótandi. Carl var kennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar til margra ára. Kalli, eins og við kölluðum hann alltaf, var natinn Carl Möller

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.