Morgunblaðið - 25.07.2017, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 5. J Ú L Í 2 0 1 7
Stofnað 1913 177. tölublað 105. árgangur
KAREN BAKAR
ÆVINTÝRAHETJUR
FYRIR VEISLUR
HANCOCK
GOÐSÖGN Í
LIFANDA LÍFI
TRYGGVI SNÆR
HLINASON BESTI
MIÐHERJINN
AF LISTUM 31 EM U20 ÁRA Í KÖRFU ÍÞRÓTTIRGLAÐNINGUR 12
Morgunblaðið/Golli
Kjörgarður Svæðið er eftirsótt.
Þrjú hótel eru áformuð við Kjör-
garð á Laugavegi 59 í Reykjavík.
Íbúðahótelið Reykjavík Resi-
dence hyggst opna hótel á Hverfis-
götu 78. Það verður að hluta í nýju
bakhúsi sem snýr að Kjörgarði.
Félagið Vesturgarður, sem er að
endurbyggja Kjörgarð, áformar
líka hótelíbúðir í nýbyggingu í
portinu við Kjörgarð. Þá er félagið
að skoða að leigja íbúðir í Kjör-
garði til ferðamanna. Loks áforma
eigendur ION hótelkeðjunnar að
byggja hótel vestan við Kjörgarð.
Reykjavík Residence hefur opn-
að tvo nýja gististaði í miðborg
Reykjavíkur í sumar. »6
Þrjú hótel áformuð
við hlið Kjörgarðs
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Dæmi eru um að verktakar hafi gefist
upp á skipulagsyfirvöldum í Reykja-
vík og tekið ákvörðun um að hætta
uppbyggingu í miðborginni.
Ástæðan er miklar og ítrekaðar taf-
ir á afgreiðslu mála. Geðþótti starfs-
manna hafi valdið fyrirtækjum miklu
fjárhagslegu tjóni.
Þessi óánægja birtist í bréfi Sam-
taka iðnaðarins til aðstoðarmanns
Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í
maí. Þar var óskað eftir fundi og er
fundarboðs enn beðið.
Samtök iðnaðarins benda á að rúm-
lega helmingi mála hafi verið frestað
hjá byggingarfulltrúa í Reykjavík
2015. Það hafi aftur kostað fjölda
fyrirtækja mikið fé.
Samtökin gagnrýna „óviðeigandi
athugasemdir“ sem tefji mál. Þá finna
þau að því að ákvarðanir skuli jafnvel
byggjast „á persónulegri afstöðu við-
komandi starfsmanns“.
Tekur nú jafnvel 30 daga
Samtökin taka dæmi af því hvernig
það taki nú jafnvel 30 daga að fá leyfi
vegna afnota á borgarlandi. Til sam-
anburðar hafi leyfið áður fengist „yfir
borðið meðan beðið var“. Fara sam-
tökin þess jafnframt á leit að borgin
starfi „í þágu borgaranna“.
Veitingamaður sem ræddi við
Morgunblaðið í trausti nafnleyndar
sagðist mundu vera orðinn gjaldþrota
ef hann ætti ekki öfluga bakhjarla.
Vegna athugasemda um atriði sem
engu máli skipta hafi fyrirtæki hans
tapað tugmilljóna veltu.
Umsvifamikill verktaki, sem ræddi
við blaðið gegn því að koma ekki fram
undir nafni, sagðist hættur að byggja
í miðborginni. „Stór hluti af starfs-
fólkinu [hjá byggingarfulltrúa] ræður
ekki við sína vinnu. Oft og tíðum eru
menn að misfara með vald sitt,“ sagði
verktakinn m.a. um ástandið.
Annar verktaki, sem er að byggja í
miðborginni, sagði hægagang í borg-
arkerfinu og óþarfar athugasemdir
hafa hækkað byggingarkostnað um-
talsvert. Uppbygging hefði tafist.
Verktakar flýja borgina
Samtök iðnaðarins gagnrýna byggingarfulltrúa harðlega í bréfi til borgarstjóra
Geðþótti ráði ákvörðunum Verktaki hyggst hætta að byggja í miðborginni
Morgunblaðið/Ómar
Byggt í borginni Borgarkerfið er
sagt vera afar þungt í vöfum. MSegja starfsmenn … »10
„Það hefur verið gott ár núna hjá uglunni,“ segir
Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur, en
Gaukur Hjartarson, fuglaáhugamaður á Húsa-
vík, náði nýverið meðfylgjandi mynd af þessari
branduglu við Laxamýri.
Var hún með jaðrakansunga í kjaftinum sem
hún skildi síðan eftir hjá unganum sínum. Jó-
hann Óli segir óvenjulegt að uglan skuli hafa
tekið svo stóra bráð en mýs eru helsta æti brand-
uglunnar. Branduglur (Asio flammeus) eru 37-39
cm að lengd og að meðaltali 320 g að þyngd.
Stofninn er lítill, líklega ekki nema 100-200
varppör en 200-500 fuglar yfir vetrartímann, en
varp uglunnar stendur frá miðjum maí og fram í
miðjan júní.
Gaukur er sammála Jóhanni Óla um að uglan
hafi það óvenjugott í ár. „Fjöldi brandugla er
breytilegur milli ára en óvenjumikið er um þær
þetta árið, allavega í mínu nágrenni. Almennt er
fremur mikið um branduglur í Þingeyjarsýslum.
Þeim virðist reyndar hafa fjölgað nokkuð frá
fyrri tíð, sem gæti einfaldlega verið tengt hlýn-
andi sumrum og þar með betri afkomu flestra
mófugla,“ segir Gaukur.
Ljósmynd/Gaukur Hjartarson
Flogið heim með björg í bú
Branduglum hefur fjölgað nokkuð hér á landi frá fyrri tíð
Óvenjumikið um branduglur Fjölgun gæti verið tengd hlýnandi sumrum
„Það virðist
stefna í að allt
eigi að vera
ókeypis fyrir
alla,“ segir Hall-
dór Halldórsson,
formaður Sam-
bands sveitar-
félaga, og vísar
til þess að bæj-
arráð Mosfells-
bæjar, fræðsluráð Hafnarfjarðar og
grunnskóli Snæfellsbæjar hafa nú
samþykkt að framvegis verði
grunnskólabörnum í sveitarfélög-
unum veittur nauðsynlegur hluti
ritfanga og námsgagna þeim að
kostnaðarlausu. »18
Námsgögn barna
verði án endurgjalds
Nám Það er oft
gaman í skólanum.
Starfsemi Val-
itor hefur gjör-
breyst undan-
farin ár og er
fyrirtækið nú
meðal stærstu-
hugbúnaðarhúsa
landsins. Fyrir-
tækið hefur stór-
aukið umsvif sín
erlendis og hefur
erlend velta auk-
ist úr 18% af heildarveltu í byrjun
árs 2013 í um 70% í dag.
Fyrirtækið er í samstarfi við ým-
is erlend félög, en meðal þeirra er
breska félagið Caxton FX sem selur
og markaðssetur gjaldeyriskort í
Bretlandi. Félögin hófu samstarf
fyrir tæpum fjórum árum og hefur
Valitor gefið út hátt í hálfa milljón
slíkra greiðslukorta síðan þá. Hér-
lendis er einungis boðið upp á
gjaldeyriskort í Leifsstöð. »16
Hugbúnaðarlausnir
Valitor í sókn á er-
lendum mörkuðum
Starfsemi Valitor
hefur þróast mikið.