Morgunblaðið - 25.07.2017, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.07.2017, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Flugmaður, sem var á dögunum að ferja flug- vél vísindaleiðangurs frá Íslandi til Monterey í Kaliforníu, náði mynd sem sýnir gufubólstra upp úr Grænlandsjökli. Um bandarískan leið- angur var að ræða, sem Hafliði Helgi Jóns- son, prófessor við veðurfræðideild Flotahá- skólans í Monterey, fór fyrir og greint var frá í Morgunblaðinu 27. apríl sl., þar sem stund- aðar voru rannsóknir á samspili hafíssins og lofthjúpsins á Grænlandssundi. Björn Erlingsson hafeðlisfræðingur, sem aðstoðaði leiðangurinn, fékk myndina senda frá Hafliða. „Þeir voru með beina línu milli staða frá Syðri-Straumsfirði yfir til Kúlúsúk. Þá sá annar flugmaðurinn reyk sem kom upp úr Grænlandsjökli og hann hélt fyrst að hann væri að verða vitni að flugslysi,“ sagði Björn í samtali við Morgunblaðið í gær. Flugmað- urinn hafi fljótt áttað sig á því að ekki hafði orðið flugslys og því telji hann að þetta hafi verið gufubólstrar. Björn segir að á því svæði þar sem gufu- bólstrarnir sáust sé jökullinn yfir eins kíló- metra þykkur, jafnvel 2 kílómetrar að þykkt, þannig að það þurfi gríðarlega mikið til undir jöklinum til að þess sjáist merki á yfirborði hans. „Það var nú bara vegna þessa sem ég vildi vekja athygli á þessari mynd frá ferjuflug- manninum. Flugmaðurinn var snöggur að taka mynd- ina sem ég fékk senda, en hann missti af fyrsta bólstrinum. Hafliði sagði mér í tölvu- pósti að Jon flugmaður hefði sagt sér að fyrsti gufubólsturinn sem hann sá, og missti af að mynda, hefði verið mun stærri en þeir tveir sem hann náði á mynd. Myndin var tek- in í um 13 þúsund feta hæð,“ sagði Björn. Björn segir að forvitni sín hafi verið vakin, þegar hann skoðaði myndina, því hann hafi aldrei heyrt að mögulega væri jarðhiti undir Grænlandsjökli. „Ég er ekki fagmaður á þessu sviði, því ég er hafeðlisfræðingur, svo ég sendi myndina áfram á Harald Sigurðsson eldfjalla- fræðing. Þessir ferjuflugmenn eru mjög sjóað- ir og hafa flogið mikið. Þeir gera sér alveg grein fyrir á hvað þeir eru að horfa, og í þeirra augum var þetta mjög óvenjuleg sjón, og ég vil endilega að þar til bærir sérfræðingar rannsaki frekar hvaða fyrirbæri þessir gufu- bólstrar eru,“ sagði Björn. Eitthvað að gerast þarna Björn segir að eftir að Haraldur Sigurðsson bloggaði um fyrirbærið á Grænlandsjökli hafi skapast heilmikil umræða um málið. Haraldur sagði m.a. á heimasíðu sinni, eftir að hann fékk myndina frá Birni: „Menn hafa ekki tekið eftir þessu fyrr en núna. Það er eitthvað að gerast þarna. Við vitum bara ekki hvað það er.“ „Ég lít þannig á að mínu hlutverki sé í raun lokið, því mér og Hafliða tókst að vekja at- hygli á fyrirbærinu og við vonum auðvitað að það verði rannsakað nánar og teljum fyllstu ástæðu til þess,“ sagði Björn. Er jarðhiti undir Grænlandsjökli?  Ferjuflugmaður myndaði fyrirbæri á jöklinum sem gæti verið gufubólstrar  Björn Erlingsson haf- eðlisfræðingur telur fyllstu ástæðu til að rannsaka bólstrana  Jökullinn jafnvel 2 kílómetrar að þykkt Ljósmynd/wings.jon Grænlandsjökull Myndin vekur spurningar um það hvort jarðvarmi sé undir jöklinum. Grágæsir hafa gert sig heimakomnar á gatnamótum við Stekkjarbakka í Reykjavík. Þær rölta þar sultuslakar yfir veginn til að komast í tjörn þar rétt hjá og aftur til baka. Kan- ína hafði lætt sér í hópinn í gær án þess að gæsirnar kipptu sér upp við það. Ökumenn sætta sig við sambýlið við gæsirnar að mestu leyti, en þó leggjast stundum einhverjir á flaut- urnar. Það raskar ekki ró gæsanna sem ganga á sínum hraða yfir veginn. Að sögn Þóru Jónsdóttur, aðstoðaryfirlög- regluþjóns á lögreglustöð 3 við Dalveg, hafa kvartanir ekki borist vegna gæsanna á þessum stað. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar, segir aftan- ákeyrslur við Tjörnina í Reykjavík mega rekja til gæsagangs. Sambýli gæsa og manna í höfuðborginni getur tekið á sig ýmsar myndir Morgunblaðið/Hanna Gæsir á gatnamótum taka sér þann tíma sem þær þurfa koma úr sumarfríi. Það er best að allt viðhald fari fram þegar það er ekki starfsemi í skólanum, en fyrst þurfum við að fá að vita hvernig eigi að for- gangsraða og hvort það sé vilji til að fara í endurbætur,“ segir hún. Vilja að viðhaldi sé sinnt Kristín Ólafsdóttir, sem situr í stjórn félags foreldra leikskólabarna í Reykjavík, segir ástandið á leikskól- unum í Reykjavík vera áhyggjuefni og gagnrýnir forgangsröðun Reykja- víkurborgar í þeim málum. „Okkur finnst þetta áhyggjuefni og höfum bent á að það þurfi meira fjár- magn í þennan í geira,“ segir Kristín og bætir við að foreldrafélagið var á móti þeirri forgangsröðun að lækka leikskólagjöldin. „Við vorum ekki með því lækka leikskólagjöldin, það var ekki forgangsmál hjá okkur. Reykjavíkurborg var með eitt af lægstu gjöldunum fyrir þannig að Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Það er alveg ljóst og vitað að ástand leikskólabygginga er mjög slæmt og við höfum fengið ábendingar um slæmt viðhald bæði frá leikskólastjór- um og eins frá foreldrum,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en fulltrúar flokksins í borginni óskuðu eftir upp- lýsingum um ástand og viðhald á leik- skólum Reykjavíkurborgar á síðasta fundi borgarráðs. „Við fulltrúar í Sjálfstæðisflokkn- um í skóla- og frístundaráði höfum verið að heimsækja leikskóla borgar- innar og fengið ábendingar um van- rækt viðhald og mjög slæmt ástand víða,“ segir Marta, en hún vonast eftir því að fá svör frá Reykjavíkurborg á næsta fundi borgarráðs. „Ég vona að þetta taki ekki langan tíma því nú fara allir leikskólarnir að okkur fannst það ekki það brýnasta. Við hefðum frekar vilja að eðlilegu viðhaldi væri sinnt,“ segir hún. Þörf á nýrri stefnu í Reykjavík „Það er búið að leka hjá okkur lengi og það var alveg vitað. Það er almennt skortur á viðhaldi á leikskólum hjá Reykjavíkurborg,“ segir Guðrún Gunnarsdóttir, leikskólastjóri leik- skólans Kvistaborgar, en nýverið komst upp um myglu í leikskólanum. „Það var vitað um lekann hjá okkur í mörg ár, en þeir [Reykjavíkurborg] hafa ekki haft nein úrræði eða fjár- magn til að fara í almennilegt við- hald,“ segir Guðrún, en viðgerðir vegna myglunni fóru fram nú í sumar. Aðspurð segir hún að leikskólastjórar hafa rætt málið við borgina lengi. „Við tölum alveg um þetta á leik- skólastjórafundum, þar sem okkar yf- irmenn eru, um hvað viðhaldi er ábótavant. Því því er mjög ábóta- vant,“ segir Guðrún. Hún segir að svörin frá Reykjavíkurborg hafa ver- ið dræm, en málið snúist um pólitík og forgangsröðun. „Á sama tíma og borgin telur svig- rúm til lækkana leikskólagjalda vita allir að leikskólinn er sveltur, þar vantar bæði leikskólakennara, fjár- magn í annan rekstur og viðhald og endurnýjun á lóðum, húsum og bún- aði er í sögulegu lágmarki. Ég hefði viljað sjá stjórnmálamennina þora að breyta yfirlýstri stefnu sinni í þessu máli,“ segir Guðrún. Viðhald á leikskólum óviðunandi  Ábendingar um slæmt viðhald á leikskólum frá foreldrum og leikskólastjórum  Reykjavíkurborg vanrækt viðhald lengi  Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík gagnrýnir forgangsröðun borgarinnar Mygla Myndirnar sýna myglu í veggjum leikskólans Kvistaborgar í Reykja- vík. Leikskólastjóri segir að vitað hafi verið um leka á leikskólanum lengi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.