Morgunblaðið - 25.07.2017, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017
Heildarlausnir
Fyrir hótel, gistiheimili, dvalarheimili,
veitingahús, veisluþjónustur,
heilsugæslustofnanir o.fl.
Sími 788-2070 / 787-2070 | hotelrekstur@hotelrekstur.is | hotelrekstur.is
HOTELREKSTUR
ALLT Á EINUM STAÐ
Ný bryggja er í smíðum við Fá-
skrúðsfjarðarhöfn og er ráðgert að
byggingu hennar ljúki í september
nk. Bryggjan er 90 metra löng og
um tíu metra dýpi er við hana.
Bryggjan er við nýbyggingu
Loðnuvinnslunnar sem hýsir nýja
frystiklefa fyrirtækisins. „Þetta er
dálítið sérstök bryggja að því leyti
að hún er úr steyptum einingum.
Þetta er staurabryggja, en þó ekki
úr timbri. Það eru stálstaurar og
svo er steypt í þá,“ segir Steinþór
Pétursson, framkvæmdastjóri
Fjarðabyggðarhafnar. Er þessi leið
farin vegna dýptar hafnarinnar.
Áætlaður kostnaður við fram-
kvæmdirnar er á bilinu 230 til 250
milljónir króna. Steinþór segir að
bryggja af þessari gerð þurfi ekki
að vera dýrari en bryggja með stál-
þili.
„Það er talað um að þetta sé
heldur dýrara, en ég er ekki viss
um að það verði. Það er orðinn um-
talsverður kostnaður við að taka
efni í fyllingu sem þarf á bak við
stálþil, þannig ég er ekki viss um að
þetta sé dýrari kostur,“ segir hann.
Byggja nýja bryggju við
Fáskrúðsfjarðarhöfn
Áætlaður kostn-
aður 230 til 250
milljónir króna
Morgunblaðið/Albert Kemp
Bryggjan Það er sérstakt við bryggjuna að hún er saman sett úr steyptum
einingum. Dýpt hafnarinnar gerir að verkum að ákveðið var að fara þá leið.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Íbúðahótelið Reykjavík Residence hef-
ur tekið tvö uppgerð íbúðarhús í notk-
un í sumar í miðborg Reykjavíkur. Fé-
lagið er nú alls með 47 hótelíbúðir.
Félagið tók 11 nýjar hótelíbúðir í
notkun á Lindargötu 11 í júní. Þær eru
í friðuðu húsi sem var lyft upp um hæð
með steyptum kjallara. Þá var byggð-
ur stigagangur við nyrðri enda húss-
ins.
Um miðjan júlí tók félagið svo í
notkun 9 hótelíbúðir í bakhúsi á Veg-
húsastíg 9a. Fyrir var félagið með út-
leigu á Veghúsastíg 7 og 9.
Við gististaðina á Veghúsastíg er
vínbar, Port 9, sem var opnaður í nóv-
ember sl. Vínbarinn er í bakhúsi sem
hýsti áður svið Söngskólans í Reykja-
vík. Ragnar Jónsson, jafnan kenndur
við Smára, rak þar smjörlíkisgerð og
bókaútgáfuna Helgafell. Félagið Sút-
arinn ehf. rekur vínbarinn. Það heitir
eftir sútaraverkstæði Bergs sem var í
portinu á fyrri hluta síðustu aldar.
Með íbúðir í sex húsum
Þá er Reykjavík Residence með 20
hótelíbúðir í tveimur húsum á Hverfis-
götu 21 og 45, samtals 47 íbúðir í sex
húsum. Félagið hefur gert upp öll þessi
hús. Ein móttaka er fyrir allar íbúðir
RR á Hverfisgötu 45. Því er um að
ræða eitt íbúðahótel í mörgum húsum.
Þórður Birgir Bogason, fram-
kvæmdastjóri Reykjavík Residence,
segir félagið áforma að innrétta 20
hótelíbúðir á Hverfisgötu 78. Það verð-
ur í framhúsi og í nýju bakhúsi sem
verður sambyggt bakhlið Laugavegar
59, sem er verslunarhúsið Kjörgarður.
Austan við Hverfisgötu 78, eða í
portinu á bak við Kjörgarð, áformar fé-
lagið Vesturgarður, sem er að endur-
byggja Kjörgarð, að innrétta hótel-
íbúðir. Þá hyggst hótelkeðjan ION
Hotels byggja hótel vestan við fyrir-
hugað bakhús á Hverfisgötu 78.
Þórður Birgir segir aðspurður að
styrking krónu hafi haft þau áhrif að
gestir hótelsins dvelji skemur í borg-
inni og fari í ódýrari ferðir út á land.
Opnuðu tvo nýja gististaði í sumar
Íbúðahótelið Reykjavík Residence færir út kvíarnar í miðborg Reykjavíkur Er nú með 47 íbúðir
Félagið áformar nýtt hótel á Hverfisgötu 78 Þar er fyrirhugað að hafa 20 íbúðir í tveimur húsum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þaksvalir Gestir nýs íbúðahótels við Veghúsastíg geta notið útsýnis.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í miðborginni Vínbarinn Port 9 er í uppgerðu bakhúsi við Veghúsastíg.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á Veghúsastíg Bakhúsin hafa verið endurbyggð.
Morgunblaðið/RAX
Númer 9a Svona leit bakhúsið út í jan. 2016.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lindargata 11 Nýr gististaður á Lindargötu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Uppgert Veghúsastígur 7 er hvíta húsið en gula húsið er númer 9. Bakhús númer 9a var endurgert.
Morgunblaðið/Golli
Áform Hverfisgata 78 er í vinstra horninu.
Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um frekari leit að jarðneskum leifum
Nika Begadas, sem talinn er af eftir að hafa farið í Gullfoss sl. miðvikudag.
Björgunarsveitarmenn frá Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum munu þó
hafa eftirlit með nokkrum stöðum í Hvítá, samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Suðurlandi.
Leitað var á stóru svæði á laugardag, allt frá Laugarási og vel upp fyrir
Brattholt. Fengu leitarmenn á jörðu niðri meðal annars aðstoð frá þyrlu-
sveit Landhelgisgæslu Íslands sem sendi tvær þyrlur til leitar er fyrst var
tilkynnt um atvikið. Þá notuðu björgunarmenn einnig dróna, bifreiðar og
báta við leitina auk þess sem gönguhópar gengu meðfram ánni.
Engin ákvörðun tekin um frekari leit