Morgunblaðið - 25.07.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017
Sendu okkur fimm toppa af Merrild umbúðum og þú gætir
unnið gjafabréf fyrir utanlandsferð að upphæð 100.000 kr.
Að auki verða dregnar út 10 kaffikörfur á tímabilinu.
Dregið verður í júní, júlí og ágúst.
Gildir fyrir alla Merrild pakka.
Toppar af öllum Merrild umbúðum gilda. Þátttökuumslög er að
finna í öllum verslunum. Úrslit verða birt á Facebook-síðu Merrild
á Íslandi, og þar er einnig að finna nánari upplýsingar um leikinn.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samtök iðnaðarins hafa komið á
framfæri formlegum kvörtunum
yfir framgöngu byggingarfulltrúa í
Reykjavík. Fundið er að fjölda at-
riða varðandi málsmeðferð og fram-
komu starfsfólks byggingarfulltrúa.
Verktakar og veitingamenn sem
Morgunblaðið ræddi við sögðu sömu
sögu. Framganga embættismanna
hefði kostað fyrirtæki mikið fé.
Fjöldi verkefna hefði tafist.
Samtök iðnaðarins sendu form-
lega kvörtun vegna þessa með
tölvubréfi til Péturs Ólafssonar,
aðstoðarmanns Dags B. Eggerts-
sonar, borgarstjóra Reykjavíkur,
22. maí sl. Niðurstaðan er að
fulltrúum samtakanna verður boðið
til fundar um málið í síðari hluta
ágústmánaðar, eða um einum árs-
fjórðungi síðar.
Samtökin finna að ýmsu í störfum
byggingarfulltrúa. „Samskipti við
embætti byggingarfulltrúans í
Reykjavík skipta félagsmenn Sam-
taka iðnaðarins í byggingariðnaði
miklu máli. Fyrirtækin spanna allt
svið byggingargreinarinnar frá
hönnun til framkvæmdar. Að und-
anförnu hefur borið æ meir á
óánægju með samskipti við embætti
byggingarfulltrúa,“ sagði í bréfinu
til borgarstjóra.
Þverrandi þjónustulund
Síðan eru talin upp dæmi: Erf-
iðara sé að ná sambandi við starfs-
menn, afgreiðsla mála taki lengri
tíma, þjónustulund fari þverrandi,
framkoma starfsmanna í garð
þeirra sem þjónustu þurfa sé nei-
kvæð, flækjustig hafi verið aukið,
málum sé frestað vegna óviðeigandi
athugasemda, viðvarandi óljós og
margræð skilaboð séu gefin þegar
málum sé frestað; þar sé jafnvel á
ferð breytileg afstaða sem byggist á
persónulegri afstöðu viðkomandi
starfsmanns.
Máli sínu til stuðnings benda
Samtök iðnaðarins á tölfræði um af-
greiðslu mála hjá byggingarfulltrúa
árið 2015. Vísað er til skýrslu bygg-
ingarfulltrúa um afdrif mála á 48 af-
greiðslufundum árið 2015.
Samkvæmt henni voru samtals
3.352 dagskrárliðir teknir fyrir árið
2015. Þar af var 1.759 dagskrárlið-
um frestað, eða um 52% dagskrár-
liða.
Samtökunum reiknast til að beinn
kostnaður vegna þessara frestana
hafi verið allt að 165 milljónir króna
árið 2015. Við þá útreikninga er
horft til beins kostnaðar. Við það
bætist kostnaður við tafir. Þær er
erfiðara að meta til fjár. Til dæmis
var fjöldi hótelherbergja tekinn síð-
ar í notkun en ætlað var.
Með þetta í huga óskuðu sam-
tökin eftir greiningu borgarinnar á
„þessari óásættanlega lélegu skil-
virkni“. Í öðru lagi þurfi að leggja
mat á að „hve miklu leyti megi
rekja þetta ástand til slakra vinnu-
bragða viðskiptavina embættisins“.
Í þriðja lagi þurfi að „krefjast end-
urskilgreiningar á hlutverki emb-
ættisins frá því að vera í regluvörslu
í það að vera þjónustu- og ráðgjafa-
stofnanir í þágu borgaranna“. Í
fjórða lagi þurfi að „stórbæta ráð-
gjöfina og samskiptin, ekki aðeins
með útgáfu leiðbeininga heldur og
með námskeiðum og kynningar-
fundum um það sem betur má fara“.
Taki jafnvel margar vikur
Meðal þess sem Samtökin gagn-
rýna er hversu langan tíma það taki
að fá afgreidd leyfi vegna afnota af
borgarlandi. Tekið er dæmi af því
að ef verk taki tvo daga, þá þurfi
„framkvæmdaaðilar að bíða í allt að
30 daga eftir leyfi; leyfi sem áður
voru afgreidd nánast yfir borðið
meðan beðið var“. „Við höfum skiln-
ing á því að það þurfa að vera regl-
ur, t.d. varðandi lokanir þar sem al-
menningsfarartæki fara um, en ef
þetta á að taka svona langan tíma
þá veigra menn sér við að fá leyfi og
reyna heldur að gera þetta í leyf-
isleysi. Leyfi getur svo verið veitt
ákveðinn dag en þann dag viðrar ef
til vill ekki til verksins, t.d. að
skipta um rúðu, og þá þurfa menn
að fara aftur í biðröðina. Það hlýtur
að vera hægt að stytta og einfalda
þetta ferli,“ segir í bréfinu.
Verktakar sem Morgunblaðið
ræddi við í trausti nafnleyndar til-
tóku ýmis dæmi um það sem þeir
álíta slæm vinnubrögð byggingar-
fulltrúa. Tekið var dæmi af verki
sem skipulagsyfirvöld óskuðu eftir.
Að beiðni þeirra hefði verið lagt í
hönnun og annan undirbúning fram-
kvæmda. Þegar á hólminn var kom-
ið hefði framkvæmdin ekki verið
leyfð. Fyrir vikið hefði verktakinn
tapað tugmilljónum króna. „Þetta
eru geðþóttaákvarðanir oftast nær.
Stór hluti af starfsfólkinu ræður
ekki við sína vinnu. Þetta er sér-
trúarflokkur. Það eru dæmi um að
menn neiti að taka út byggingar,“
sagði verktaki um starfsmenn bygg-
ingarfulltrúa. Hefur hann því
ákveðið að leita í önnur sveitarfélög
varðandi næstu verkefni. „Menn
nenna ekki orðið að eiga við borg-
ina. Oft á tíðum eru menn að mis-
fara með vald sitt. “
Leiddi til mikilla tafa
Annar verktaki tók annað dæmi.
Sótt hafi verið um byggingarleyfi í
miðborginni. Við afgreiðslu um-
sóknarinnar hafi starfsmaður
byggingarfulltrúa sett út á fyrir-
komulag sorphirðu. Það fyrirkomu-
lag hafi hins vegar verið í samræmi
við reglur. Þrátt fyrir það hafi málið
verið látið bíða í borgarkerfinu í
hálft ár.
„Starfsmenn borgarinnar finna til
valds síns. Þeir vita að tíminn er
dýrmætur. Þess vegna geta þeir lát-
ið verktaka bíða þar til þeir gefa
eftir,“ sagði verktaki sem hefur
mikla reynslu af framkvæmdum í
borginni.
Nokkrir viðmælendur blaðsins
tóku dæmi af fyrirhugaðri „Mat-
höll“ við Hlemmtorg í Reykjavík.
Það verk borgarinnar hefði dregist
úr hömlu vegna hægagangs.
Sagt var frá því 1. mars í fyrra að
Sjávarklasinn og Reykjavíkurborg
hefðu skrifað undir samninga varð-
andi Mathöllina. Fram kom í fjöl-
miðlum að stefnt væri að opnun
haustið 2016. Verkefnið hefði verið í
undirbúningi um nokkurt skeið.
Mathöllin hefur ekki verið opnuð og
er nú rætt um að opna í ágúst.
Segja starfsmenn misnota valdið
Samtök iðnaðarins gagnrýna framgöngu skipulagsyfirvalda í Reykjavík Miklu fé sé sóað til einskis
Persónuleg afstaða starfsmanna ráði jafnvel för Verktaki gafst upp á framkvæmdum í miðborginni
Afgreiðslur byggingarfulltrúans í Reykjavík 2015
Afdrif mála á 48 afgreiðslufundum Kostnaður við 1.759 frestanir 2015
Samkvæmt áætlun Samtaka iðnaðarins
Fjöldi Hlutfall
Samþykktar umsóknir
um byggingarleyfi 981 29,3%
Ýmis mál 187 5,6%
Frestaðar umsóknir
milli funda 1.759 52,5%
Synjaðar umsóknir 48 1,4%
Fyrirspurnir 377 11,2%
Samtals 3.352
x Kostnaður á
einingu/tíma
x =
Kostn. í m. kr.
Aðgerð
Fjöldi
frestana
Eining
/tími
að lág-
marki
að há-
marki
Endurprentun teikninga 1,759 1–2.000 kr. 3,5 3,5
Ráðgjöf vegna frestunar 1,759 12.000 kr. 3–5 klst. 63,3 105
Fundir embættismanna
vegna frestunar 1,759 6.000 kr. 3–5 klst. 31,7 53
Akstur vegna
afhendingar gagna 1,759 130 kr./km 15 km 3,5 3,5
Samtals milljónir króna 102 165
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á Hlemmi Svona leit áformuð „Mathöll“ út í gær. Hana átti að opna í fyrra.
Veitingamaður sem ræddi við
Morgunblaðið í trausti nafn-
leyndar sagðist mundu vera
orðinn gjaldþrota ef hann væri
einn um rekstur tiltekins veit-
ingastaðar í Reykjavík. Hann
hefði enda ekki ráðið einn við
kostnaðinn sem fylgdi töfum
við að fá tilskilin leyfi.
Til að tryggja nafnleynd
verður hér ekki farið út í smá-
atriði málsins. Verður það því
rakið í grófum dráttum.
Þegar undirbúningur að
opnun veitingastaðar var langt
kominn kom í ljós að gleymst
hefði að skila teikningum af
einu herbergi til byggingar-
fulltrúa. Þegar úr því var bætt
tók við margra vikna bið. Taf-
irnar voru ófyrirséðar og var
starfsfólk á fullum launum á
meðan beðið var. Við eftir-
grennslan kom í ljós að gerð
var athugasemd við atriði sem
viðmælandinn taldi engu máli
skipta. Rökstuddi viðmæl-
andinn það með því að vísa til
áratuga reynslu sinnar sem
kokkur. Þegar allt kapp var
lagt á að greiða úr meintu
vandamáli kom á daginn að
umræddur embættismaður var
farinn í frí. Það væri enginn til
að taka við keflinu í milli-
tíðinni.
Hefði orðið
gjaldþrota
REYNSLUSAGA
Miklar tafir
» Fyrirhugðari opnun Iceland
Parliament Hotel við Austur-
völl seinkar um a.m.k. ár.
» Bygging Icelandair-hótels í
Hafnarstræti hefur líka tafist.