Morgunblaðið - 25.07.2017, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.07.2017, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Útsöluverð 98 8.995 y 52 oof fort o 4 30-70% afsláttur Útsalan í fullum gangi 9.4 1 e ur ater r Nýjir toppar Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Kr. 4.990 Str. S-XXL 3 litir Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Strætó BS hefur uppfært verkferil fyrir vagnstjóra sem ætlað er að skerpa á viðbragði þeirra við ósæmilegri hegðun og áreitni gagn- vart farþegum í strætisvögnum. Vinna við viðbragðsáætlunina er hluti úttektar á öryggismálum í vögnum Strætó sem stjórn fyrir- tækisins ákvað að ráðist yrði í nú síðsumars. Einnig verður farið yfir myndavélakerfi í vögnunum auk eftirfylgni mála af þessum toga hjá Strætó og öryggisráðstafana fyrir vagnstjóra. Úttektinni lýkur í haust. Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, segir að aukin fjölmiðlaum- fjöllun um áreitni í vögnum strætó sé meðal ástæðna fyrir úttektinni. Skýrari fyrirmæli Þegar hefur verið farið yfir málin með vagnstjórunum að sögn Guð- mundar Heiðars. „Við fórum yfir þessi mál með deildarstjóra akstursdeild hjá okk- ur, sendum skýr skilaboð á alla vagnstjóra um viðbrögð við óæski- legri hegðun. Við höfum skerpt mjög mikið á þeim viðbrögðum,“ segir hann. „Í fyrsta lagi á vagnstjórinn að stoppa vagninn á næstu biðstöð ef hann verður var við óæskilega hegðun. Hann opnar allar dyr á vagninum og biður viðkomandi að yfirgefa vagninn. Ef hann neitar því, þá hringir vagnstjórinn á neyð- arlínuna og bíður eftir lögreglu,“ segir Guðmundur Heiðar, en hver vagn er búinn neyðarhnappi sem er beintengdur Neyðarlínunni og tal- stöð. „Ef viðkomandi er að ógna öðrum farþegum þarf vagnstjórinn að hvetja alla farþegana til að yfirgefa vagninn þar til lögreglan kemur og tilkynna svo atvikið til stjórnstöðvar hjá okkur á meðan lögregla tekur yfir vettvang. Þetta er línan sem þeir eiga að vinna eftir.“ Opin fyrir ráðgjöf frá Stígamótum Líkt og áður sagði er heildar- úttektinni ekki lokið, en Guð- mundur Heiðar segir að forsvars- menn Strætó hafi lýst áhuga á því að leita ráðgjafar sérhæfðra samtaka og annarra hvað viðbrögð við áreitni varðar. „Við erum líka opin fyrir því að leita til samtaka á borð við Stígamót upp á frekari ráðgjöf og eiga nú aukið samband við neyðarlínu og lögreglu,“ segir hann. Spurður hvort ósæmileg hegðun í vögnum Strætó hafi aukist, segir hann að svo þurfi ekki að vera. „Þetta er bara meira uppi á yf- irborðinu. Þjóðfélagið er bara með- vitaðra um þessi mál og hefur hærra um þau nú en áður,“ segir hann. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Strætó Umræða um áreitni í vögnum Strætó hefur verið háværari í ár en áður. Uppfæra reglur fyrir vagnstjórana  Skýrir ferlar um áreitni í vögnum Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ráðast þarf í viðamiklar viðgerðir á steindu gluggunum eftir Gerði Helgadóttur sem prýða Skálholts- dómkirkju, að sögn Jóns Sigurðsson- ar, formanns Verndarsjóðs Skál- holtsdómkirkju, sem Skálholts- félagið hið nýja stofnaði í fyrra. Einnig þarf að ráðast í sprungu- viðgerðir á sjálfri kirkjunni en sprungur hafa komið í ljós sem rekja má til jarð- skjálftanna sem urðu árin 2000 og 2008. Þær hafa orsakað að sprungur eru komnar í mósaík altaristöflu Nínu Tryggvadóttur. „Það er brýn þörf á því að ráðast í viðgerðir á steindu gluggunum hennar Gerðar. Við sem endurvökt- um fyrir fjórum árum Skálholts- félagið, fyrir frumkvæði Karls Sig- urbjörnssonar, fyrrverandi biskups, og Kristjáns Vals Ingólfssonar vígslubiskups ákváðum í fyrra að stofna þennan sjóð, sem á að safna fyrir viðgerðunum, bæði á gluggum Gerðar og altaristöflu Nínu Tryggvadóttur,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið í gær. Karl Sigurbjörnsson er formaður Skálholtsfélagsins. Hann tók við for- mennskunni af Jóni í fyrra, sem ákvað að einhenda sér í það að safna sem mestu fé í Verndarsjóðinn, enda er áætlað að kostnaður við viðgerð- irnar á gluggunum verði ekki undir 70 milljónum króna. Fyrirheit um 11 milljónir Aðspurður hvernig fjársöfnunin gengi sagði Jón: „Við byrjuðum um síðustu jól og við erum búin að fá fyr- irheit fyrir ellefu milljónum króna. Það er myndarlegt og sýnir að við fáum viðbrögð. En vitanlega er það aðeins brot af þeim fjármunum sem við þurfum á að halda til þess að ráð- ast í þessi miklu og kostnaðarsömu viðhaldsverkefni.“ Jón segir að næsta vetur muni þeir í Verndarsjóðnum halda áfram að leita eftir fjárframlögum. „Við erum að vonast til þess að ná að safna 15 milljónum króna næsta vetur og þá gætum við hafið viðgerð- irnar, sem líklega verða að vera í áföngum, þótt ódýrast væri að ráðast í allar viðgerðir í einu,“ sagði Jón. Hann segir að á síðari stigum hugsi þeir í stjórn sjóðsins um að efna til samskota fyrir Skálholtsdómkirkju, leita eftir framlagi frá ríkisstjórn Ís- lands, Kirkjumálasjóði og mögulega fleiri aðilum. „Ég reikna með að Kirkjumála- sjóður og Kirkjuráð komi með ein- hverjum hætti að fjármögnun við- gerðanna. Þá munum við ugglaust leita eftir því við Agnesi Sigurðar- dóttur, biskup Íslands, að hún fari á fund forsætisráðherra og leiti eftir stuðningi við þetta afskaplega brýna verkefni,“ sagði Jón. „Gluggar Gerðar, 43 talsins eru einstök listaverk. Þeir liggja undir skemmdum og sumir þeirra eru orðnir skemmdir. Gluggana þarf að senda til Oithmann-fyrirtækisins í Linnich í Þýskalandi til viðgerða. Sömuleiðis þarf að gera við tré- rammana umhverfis gluggana,“ sagði Jón. Hann segir ljóst að tími sé kominn á stórfelldar viðgerðir á Skálholts- dómkirkju og ætti ekki að koma á óvart, því engar meiri háttar við- gerðir hafi farið fram á kirkjunni allt frá vígslu hennar 1963. Viðgerðir á gluggun- um í Skálholti dýrar  Einnig þarf að gera við sprunguskemmdir í kirkjunni Morgunblaðið/RAX Skálholt Senda þarf steinda glugga Gerðar Helgadóttur í Skálholts- dómkirkju til viðgerða í Þýskalandi. Kostnaður er ekki undir 70 milljónum. Frádráttarbær » Á heimasíðu þjóðkirkjunnar kemur fram að Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju tekur á móti frjálsum fjárframlögum, sem með kvittun eru frádrátt- arbær frá skatti. » Verkefni sjóðsins „eru varð- veisla og viðgerðir á þjóð- argersemum á Skálholtsstað, meðal annars listgluggum Gerðar Helgadóttur“, segir orðrétt á heimasíðu þjóðkirkj- unnar. Jón Sigurðsson Starfsmaður sundlaugarinnar á Sauðárkróki er nú til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um að hafa tekið ljósmyndir af kvenkyns gest- um laugarinnar án þeirra vitundar. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stef- ánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðár- króki. „Við erum með svona mál í rannsókn hjá okkur,“ segir Stefán Vagn og bendir á að það hafi komið inn á borð lögreglu í síðustu viku. Stefán Vagn vill ekki gefa upp hvort umræddar myndir hafi verið teknar af gestum er þeir voru inni í fataklefum sundlaugarinnar eða við bakka laugarinnar. Lögreglan á Sauðárkróki nýtur aðstoðar lögreglunnar á Akureyri við rannsókn málsins, en gerð hefur verið húsleit hjá hinum grunaða vegna málsins. „Við erum búin að leggja hald á tölvur og annan tækja- búnað í tengslum við rannsóknina,“ segir Stefán Vagn og bendir á að þau gögn hafi verið send til Ak- ureyrar til rannsóknar. Þá er starfs- maðurinn ekki starfandi við laugina lengur. Gestir laug- arinnar fest- ir á filmu  Málið til rann- sóknar hjá lögreglu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.