Morgunblaðið - 25.07.2017, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017
Fimmtudagur
18.00 Bleika hverfið
Bleiki bíllinn á ferðinni og hendir
mæru til barna sem eru úti við.
19.15 Húsvíkurvöllur
Völsungur - Höttur í 2. deild
karla
19:30 Appelsínugula hverfið
Garðatónleikar Sólbrekku 7
Frímann og Hafliði
20:00 Miðhvammur Dvalar-
heimili aldraðra
Hagyrðingakvöld
Harmonikkuleikur Kiddý og
Rúnar
20.30 Græna hverfið
Garðatónleikar í Grundargarði
Elvar Braga, Einar Óli og Haf-
liði. Siggi Illuga og fleiri.
21.00 Bleika hverfið
Garðatónleikar Hólsaravöllur
Hljómsveitin „Það reddast“
Föstudagur
17.00 Hafnarsvæðið
Hoppukastalar, Tívolí, Vatna-
boltar
Hafnarstétt
Mærustemning
Borgarhólsskóli
Lasertag og bogfimi
Upphitun fyrir skrúðgöngu
17.30 Sundlaug
Appelsínugula hverfið
18.30 Hjarðarholtstún
Bleika hverfið
19.00 Skrúðgarður
Græna hvefið
19.30 Skrúðganga úr
hverfunum
Endar á Hafnarstétt.
20.00 Hafnarstétt
Litablöndun Mærudaga
Setning
Bryggjusöngur Biggi Sævars
Fjölskyldubryggjuball
Dansleikur Bylgja og Strákarnir
21.00 Skansinn við Hvala-
safnið
Hrútasýning Fjáreigendafélags
Húsavíkur, Karlakórinn Heimir,
Tískusýning Kaðlín.
Laugardagur
11:00 Botnsvatn
Botnsvatnshlaup Landsbankans
13:00 Hafnarsvæði
Hoppukastalar, Tívolí, Vatna-
boltar
Hafnarstétt
Mærustemning, Mærumark-
aður.
Borgarhólsskóli
Lasertag og bogfimi.
12.30 Skrúðgarður
Leikhópurinn Lotta sýnir Ljóta
andarungann.
13.00 Netagerðin
Viðar Breiðfjörð myndlistarsýn-
ing.
13:00 Orkuskálinn
Mótorhjólasýning Náttfara,
Hópferð Náttfara um bæinn.
14.00 Húsvíkurvöllur
Völsungur - Hvíti riddarinn 2.
deild kvenna.
14.00 Salka
Rúnar Eff
14.30 Íslandsbanki
Marimbatónlist - Barafu Ma-
rimba, Krakkahlaup Íslands-
banka 10 ára og yngri
115:00 Hátíðarsvið
Tónasmiðjan
Hafdís Inga
Hljómsveitin Atlantis, Alex-
andra Dögg
Zumba með Jóu
20.00 Hátíðarsvið
Mærutónleikar 2017
Söngvaborg
Aron Brink
Aron Can
The Hefners og leynigestur.
Flugeldasýning
Sunnudagur
11.00 Garðshorn, skrúðgarð-
ur við sjúkrahús
Harmonikkutónlist,
Mærumessa, kærleiksstund með
tónlist, hugvekju, bæn og bless-
un
15:00 Mæruhlaup
Börn yngri en 12 ára hlaupa í
hús merkt hvítri veifu og safna
mæru
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Hlöðuball með Birgittu Haukdal,
hrútasýning, garðatónleikar og
Mæruhlaup eru meðal þess sem í
boði er á Mærudögum á Húsavík
sem haldnir verða 27. til 30. júlí.
Hátíðin var fyrst haldin árið
1994 og hefur hún breyst í tímans
rás, en í dag eru Mærudagar bæj-
ar- og fjölskylduhátíð. Hátíðin hefst
á fimmtudag þegar bæjarbúar
skreyta bæinn í hverfalitum og
bjóða upp á garðatónleika í hverju
hverfi.
Guðni Bragason, hjá GB við-
burðum, sér um framkvæmd hátíð-
arinnar ásamt bænum. Hann segir
Mærudaga ekki vera útihátíð og
aldurstakmörk á tjaldsvæðinu 21
ár. Mæra þýðir á Húsavík sælgæti
og má því kalla hátíðina sælgæt-
isdaga.
Kristján Þór Magnússon, bæjar-
stjóri Norðurþings, segir að veðrið
hafi leikið við hátíðargesti á undan-
förnum árum og vonandi verður
framhald þar á. „Mærudagar eru
krúttleg lítil bæjarhátíð þar sem
heimamenn skemmta sér og öðr-
um. Síðustu tvö árin höfum við
fengið til okkar landsþekkta
skemmtikrafta. Það er líf og fjör á
stéttinni niður á bryggju. Á laugar-
dagskvöldinu er dagskráin skipu-
lögð fyrir fjölskyldur og ungt fólk
þar sem allir geta skemmt sér
saman. Við endum kvöldið með
flugeldasýningu,“ segir Kristján
Þór.
Ósanngjarnir dómarar
Mesta spennan á Mærudögum
tengist að sögn Kristjáns Þórs
hrútasýningu sem Aðalsteinn Bald-
ursson, formaður stéttarfélagsins
Framsýnar og formaður frístunda-
bænda, stendur fyrir. Hrútasýn-
ingin fer fram á Skansinum.
„Þar koma færustu hrúta-
sérfræðingar sýslunnar til þess að
meta hrútana og finna þann besta.
Það er mikið undir að eiga besta
hrútinn. Samkeppni er mikil og
dómar iðulega ósanngjarnir að
mati keppenda. Sá sem vinnur er
sá eini sem er sáttur við dómana,“
segir bæjarstjóri Norðurbyggðar
sem hlakkar til Mærudaga þar sem
heimamenn, brottfluttir og gestir
skemmta sér og öðrum. 2.300
manns búa á Húsavík og reiknar
bæjarstjórinn með því að íbúafjöld-
inn tvöfaldist að minnsta kosti á
meðan á Mærudögum stendur.
Ljósmynd/Hafþór Heiðarsson
Litablöndun Mærudaga Íbúar bleika hverfisins ganga fylktu liði til móts við græna og appelsínugula hverfið í sameiginlega skrúðgöngu. Hvert hverfi býð-
ur uppá garðatónleika með tónlistarmönnum úr hverfinu. Mærudagar eru fjölskylduvæn útihátíð með bryggjusöng og bryggjuballi fyrir alla fjölskylduna.
Krúttleg lítil bæjarhátíð
á Mærudögum á Húsavík
Hrútasýning Mest spennandi viðburður Mærudaga er þegar dómur um besta
hrútinn er kveðinn upp. Flestir ósáttir við dómarana nema vinningshafinn.
Samheldni Bænum skipt í þrjú litahverfi sem sameinast á Hafnarstéttinni.
Mæra þýðir sælgæti Garðatónleikar í lituðum hverfum Alltaf gott veður
Bæjarhátíðir sumarið 2017
Fimmtudagur
22.00 Fjaran
Frímann og Hafliði
22.00 Hvalbakur
Barsvar
Föstudagur
22.00 Fjaran
Sigríður Thorlacius og
Sigurður Guðmundsson
01.00 Fjaran
DJ MiMi
22.00 Naustið
Karlakórinn
Hreimur
23.00 Hvalbakur
Bóas og Lilja
00.00 Reiðhöllin Saltvík
Hlöðuball með ’76 Mafíunni og
gesti þeirra Birgittu Haukdal.
Sýningar á Mærudögum
Hlynur Málverkasýning Ingv-
ars Þorvaldssonar
Netagerðin Málverkasýning
Viðars Breiðfjörð
Verbúðir Ljós-
myndasýning Haf-
þórs Hreiðarssonar
og Höllu Marínar
Hafþórsdóttur
Aðrir viðburðir Mærudaga
Birgitta Haukdal
Dagskrá Mærudaga