Morgunblaðið - 25.07.2017, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ásdís Krist-jáns-dóttir,
forstöðumaður
efnahagssviðs
Samtaka at-
vinnulífsins, skrifaði í nýj-
asta tölublað Þjóðmála um
stöðu efnahagsmála. Þar
tekur hún fyrir nokkur at-
riði þar sem hægt er að
læra af fyrri reynslu og af
reynslu annarra þjóða.
Eitt af því er ríkisfjármál
og skattheimta og segir
Ásdís mikilvægt á tímum
góðæris að hið opinbera
dragi úr umsvifum sínum,
vinni þannig gegn spennu
og búi í haginn fyrir það
þegar hagvaxtarskeið taki
enda. Hún telur vanta mik-
ið upp á þetta nú og bendir
jafnframt á að skattheimta
sé of há hér á landi. Um
þetta segir Ásdís: „Eitt af
því sem stjórnvöld hafa
leyft sér í skjóli mikils hag-
vaxtar er að auka verulega
opinber útgjöld. Umsvif
hins opinbera eru nánast
hvergi meiri meðal þróaðra
ríkja en á Íslandi skv. sam-
anburði frá OECD.
Fyrir hverjar 100 krónur
sem verða til í hagkerfinu
er 42 krónum ráðstafað af
hinu opinbera. Það er
áhyggjuefni í ljósi þess að
slík umsvif þarf eðli máls
samkvæmt að fjármagna
og hefur það verið gert
með aukinni skattheimtu.
Nú er svo komið að Ís-
land er háskattaland í al-
þjóðlegum samanburði,
staðfest með tölulegum
upplýsingum frá OECD
Það er því áhyggjuefni að í
langtímaáætlun stjórn-
valda er ekki gert ráð fyrir
að dregið verði úr um-
svifum hins opinbera held-
ur er gert ráð fyrir að þau
haldist svipuð fram til árs-
ins 2022. Ekki verður því
betur séð en að núverandi
stefna stjórnvalda sé stað-
festing þess efnis að festa
eigi í sessi skattahækkanir
sem áttu sér stað hér á ár-
unum 2009-2013. Vörðuðu
þær á sínum tíma leiðina að
hallalausum rekstri rík-
issjóðs en nú þegar tekju-
stofnar bólgna út á ný eru
þær meginástæða þess að
Ísland hefur tekið fram úr
öðrum ríkjum í skatt-
heimtu. Það er
spurning hvaða
leið skal farin
þegar til bak-
slags kemur
næst. Það er
ekkert svigrúm til skatta-
hækkana í hagkerfinu.
Annað áhyggjuefni er
hversu lítill afgangur er á
rekstri hins opinbera þrátt
fyrir að núverandi góðæri
hafi staðið yfir í sjö ár. Af-
gangurinn er það lítill að ef
hagvaxtarforsendur breyt-
ast þá gætum við hæglega
séð halla á rekstri hins op-
inbera á komandi árum. Er
áætlaður afgangur ekki
svipur hjá sjón miðað við
þann rekstrarafgang sem
skilað var á síðasta þenslu-
skeiði þegar skuldir rík-
issjóðs voru helmingaðar.
Var þá búið í haginn fyrir
niðursveifluna sem svo
sannarlega mætti okkur af
fullum þunga árið 2008 og
skildi þar milli feigs og
ófeigs að ríkissjóður var
ekki skuldsettari en raun
bar vitni. Sá lærdómur
virðist því miður hafa
gleymst.“
Þetta er mikill áfell-
isdómur yfir stefnunni í
ríkisfjármálum á liðnum
árum en því miður eru þær
áhyggjur sem þarna er lýst
ekki ástæðulausar. Skatt-
arnir sem vinstristjórnin
hækkaði meira en eitt
hundrað sinnum, auk þess
að leggja á nýja, hafa að
mestu leyti fengið að halda
sér. Þetta er óskiljanlegt
og verður að breytast eigi
ekki illa að fara.
Þetta eru hagkvæmn-
isrökin fyrir því að lækka
skattana og þau eru út af
fyrir sig nægjanleg, en fyr-
ir skattalækkun eru einnig
réttlætisrök. Hið opinbera
á ekki að taka meira til sín
af því sem almenningur
aflar en það nauðsynlega
þarf. Og það getur ekki
gengið að ríki og sveit-
arfélög séu stöðugt að auka
hlut sinn af því sem fram-
leitt er í þjóðfélaginu. Það
er fyrir löngu kominn tími
til að ríkisvaldið og sveit-
arfélögin hætti að líta á al-
menning sem endalausa
uppsprettu skattfjár og
fari að lækka skatta og
skera niður útgjöld.
Ríkið þarf að taka
hressilega til í fjár-
málum sínum og
losa um skattaklóna}
Of háir skattar og
of lítill afgangur
U
m miðjan 10. áratug síðustu aldar
starfaði eiginkona mín við sund-
laug í heimabæ okkar, og hafði
gaman af enda á keppnisárum
sínum krýnd sunddrottning
Hafnarfjarðar og þar af leiðandi heldur betur á
heimavelli. Það er önnur saga og enn betri. En
hún gat þó ekki að því gert að sumt í fari fasta-
gesta laugarinnar kom henni þónokkuð spánskt
fyrir sjónir. Margt af því þótti mér skondið og
sumt svo kostulegt að ég taldi það hljóta að vera
alger undantekningartilfelli; slíkt gæti vart ver-
ið dagleg hegðun fólks? Ójú, á minn sann. Það
fékk ég nýverið að reyna á eigin skinni – og það
aðeins íklæddur sundskýlunni.
Fyrr á þessu ári réðumst við hjónin í tíma-
bæra yfirhalningu á baðherbergi voru og þó
að gerlegt væri að sinna kalli náttúrunnar á
litla salerninu heima var engin baðaðstaðan á meðan, svo
fjölskyldan fór þess oftar í sund. Sjálfur kom ég næstum
daglega við í indælis laug á leiðinni í vinnuna snemma dags
og það er þá sem fastagestirnir eru á ferðinni. Þessi sér-
staki heimur sem morgunsundið er verðskuldar refjalausa
atferlisrannsókn frá hendi þess mikla náttúruskoðara
David Attenborough því fastheldni fastakúnnanna eru
engin takmörk sett. Sjáið hér til að mynda – eða heyrið –
fyrir ykkur rödd Attenboroughs:
„Fastakúnninn kemur hér til að vitja kjörlendis síns,
skáps númer 101. Sé annar einstaklingur sömu tegundar
þar fyrir, í óðaönn við að marka sér tímabundinn bústað
með því að tína af sér spjarirnar, ókyrrist fasta-
kúnninn gríðarlega, tvístígur, fnæsir og spyr
loks frekjulega hvort skápur 101 sé ekki hérna
einhvers staðar, jafnvel þó að hann viti mætavel
hvar skápinn er að finna; hann hefur jú notað
hann í meira en 20 ár.“ Sönn saga.
Ekki batnar það í sturtunni eða heitu pott-
unum. Vei þeim vanhugsandi vesalingi sem vog-
ar sér að setjast á eftirlætisstað fastakúnnans.
Áfram með Attenborough:
„Fastakúnninn stendur yfir einstaklingnum í
pottinum, jafnvel þó að hann sé auður að öðru
leyti, hvessir á hann augun og spyr hvort hann
komi oft hingað. Ljóst er að fastakúnnanum
þykir hinn ókunnugi hafa komið alla vega einu
sinni of oft í laugina og gerir honum lífið þannig
leitt með þrúgandi nærveru sinni uns ekki verð-
ur lengur við unað og nýgræðingurinn hörfar á
brott. Fastakúnninn hefur þar með varið sitt heimaþing
og kemur sér ánægður fyrir á sínum stað, hvar hann hasl-
aði sér völl er Vigdís var ennþá forseti lýðveldisins.“
Fastakúnnarnir eru nefnilega ekki lambið að leika sér
við, ef þeirra daglega viðkomustað er ógnað af einhverjum
aðkomudýrum. Sá sem býður þeim byrginn á hreint ekki
sjö dagana sæla því eftirlætisstaðir fastakúnnanna eru dá-
lítið eins og kríuvarp; í hæfilegri fjarlægð er þér engin
háski búinn en hættirðu þér of nálægt færðu yfirsveim-
andi ógn, hávaðagarg og gogg í skallann, hver veit? Þessa
tegund er alltént réttast að reita ekki til reiði og vissara að
fara varlega í morgunsundinu. jonagnar@mbl.is
Jón Agnar
Ólason
Pistill
Morgunsund í greipum óttans
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Bæjarráð Mosfellsbæjar,fræðsluráð Hafnarfjarðarog Grunnskóli Snæfells-bæjar hafa nú samþykkt
að framvegis verði grunnskólabörn-
um í sveitarfélögunum veittur nauð-
synlegur hluti ritfanga og náms-
gagna þeim að kostnaðarlausu. Áður
höfðu Ísafjarðarbær og Sandgerði
riðið á vaðið með ókeypis námsgögn.
Einnig munu Borgarbyggð og
Reykjanesbær bjóða upp á ókeypis
námsgögn frá og með haustinu.
Magninnkaup ódýrari
Mosfellsbær ætlar að leggja til
nauðsynleg ritföng sem keypt verða
í gegnum örútboð Ríkiskaupa.
„Við vildum bara gera hagstæð
innkaup fyrir börnin og fjölskyld-
urnar, en við teljum okkur ná fram
góðum sparnaði í innkaupum á
námsgögnum í gegnum örútboð Rík-
iskaupa,“ segir Haraldur Sverrisson,
bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
„Þetta er stefna sem bæjar-
stjórn er að móta sér, til að jafna
stöðu barna til náms. Fræðsluráðið
sammæltist um þessa ákvörðun og
samstaðan var þvert á flokkana,“
segir Haraldur L. Haraldsson,
bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar.
Haraldur segir að Hafnarfjarðarbær
muni kaupa ritföng og námsgögn, en
að auki verði keyptar spjaldtölvur.
Rósa Guðbjartsdóttir, formaður
bæjarráðs Hafnarfjarðar og formað-
ur fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar,
sagðist afar ánægð með ákvörð-
unina, eins að boðið yrði upp á
ókeypis frístundaakstur fyrir börn-
in. Spurð hvort einkareknir skólar
muni einnig fá námsgögn og frí-
stundaakstur ókeypis sagði Rósa
það mál vera í skoðun, „Auðvitað
þarf að gæta jafnræðis,“ sagði hún.
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Snæfellsbæjar, segir að ákveðið hafi
verið að auka þjónustu við nemendur
með því að grunnskólinn kaupi
námsgögnin fyrir börnin. „Þetta er
svo ódýrt og í samræmi við tíðarand-
ann að jafna stöðu barnanna,“ segir
Kristinn.
Til eftirbreytni
„Ókeypis námsgögn hjá þessum
skólum eru til eftirbreytni fyrir aðra
skóla því þetta er það sem koma
skal,“ segir Anna Margrét Sigurðar-
dóttir, formaður Heimilis og skóla -
landssamtaka foreldra. „Við hjá
Heimili og skóla höfum keyrt þetta
áfram og talað fyrir þessu lengi.
Þetta er framtíðin,“ segir Anna Mar-
grét, sem er sannfærð um að gengið
verði betur um námsgögnin og vonar
að skólatöskur verði þar með óþarf-
ar, ef skólinn útvegar öll námsgögn.
„Það er mikilvægt að öll börnin séu
með sömu námsgögnin, slæmt ef
sum börnin koma ekki með það sem
þarf í kennsluna,“ segir Anna Mar-
grét og bætir við að hún vonist til
þess að félagslegur aðstöðumunur
barna jafnist út.
Á allt að vera ókeypis?
„Það virðist stefna í að allt eigi
að vera ókeypis fyrir alla. Þetta er
svipuð þróun og með leikskólagjöld-
in, sem áttu að greiðast að þriðjungi
af foreldrum, en eru komin niður í
12-16%, og það á vakt Sjálfstæðis-
flokksins í meirihluta hjá sveit-
arstjórnunum. Maður veltir
því hreinlega fyrir sér hvort
þessar ákvarðanir séu í sam-
ræmi við grunnstefnu
flokksins,“ segir Halldór
Halldórsson, formaður Sam-
bands sveitarfélaga, sem
mundi ekki til þess að um-
ræðan um ókeypis ritföng
og skólabækur hefði verið
lögð fyrir stjórnina.
Námsgögn ókeypis
fyrir börn í skóla
Áslandsskóli Námsgögn verði útveguð og jafnvel geymd í skólunum.
Í 31. gr. laga nr. 91/2008 um
grunnskóla segir m.a.:
„Kennsla í skyldunámi í op-
inberum grunnskólum skal
veitt nemendum að kostn-
aðarlausu og er óheimilt að
krefja nemendur eða foreldra
þeirra um greiðslu fyrir
kennslu, þjónustu, námsgögn
eða annað efni sem nem-
endum er gert skylt að nota í
námi sínu og samrýmist
ákvæðum laga þessara og
aðalnámskrá. Sama á við um
nám grunnskólanemenda í
framhaldsskólaáföngum, enda
sé námið skilgreint sem
hluti náms í grunnskóla.
Þó er opinberum að-
ilum ekki skylt að
leggja nemendum til
gögn til persónulegra
nota, svo sem rit-
föng og pappír.“
Fyrirmæli
laganna
NÁMSGÖGN ÓKEYPIS Í
OPINBERUM SKÓLUM
Anna Margrét
Sigurðardóttir