Morgunblaðið - 25.07.2017, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.07.2017, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Sigríður Jó-hanna Sigurðardóttir fæddist 30. desem- ber 1944 í Reykja- vík. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 12. júlí 2017. Foreldrar Jó- hönnu, eins og hún hefur alla tíð verið kölluð, voru El- ísabet Stefánsdóttir, ljósmóðir og húsfreyja í Kópavogi, f. 8. september 1917, d. 5. nóvember 1972, og Sigurður Ólafsson, skrifstofustjóri í Kópavogi, f. 8. janúar 1916, d. 1. júní 1974. Jó- hanna var næst elst fimm systk- ina og ólust þau upp í Kópa- vogi. Elst er 1) Ásthildur, f. 14. ágúst 1940. Sonur hennar er Sigurður Viðar Ottesen, hann er kvæntur Erlu Arnardóttur og eiga þau tvö börn. 2) Snorri, f. 26. nóvember 1947, kvæntur Sjöfn Friðriks- dóttur, þau eiga dótturina Sigrúnu og á hún tvö börn. 3) Jón, f. 19. des- ember 1949. Hann á soninn Sigurð Pétur sem er kvæntur Helgu Guðbrandsdóttur og eiga þau þrjú börn. 4) Arndís, f. 18. desember 1950, gift Benóný Benónýssyni. Þau eiga: a) Jóhann Brimi, kvæntur Lilju Rut Sæbjörnsdóttur, þau eiga þrjú börn og þrjú barna- börn; b) Elísabetu Katrínu í sambúð með Birni Braga Sverr- issyni, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn; c) Benóný kvæntur Þóreyju Friðbjarnardóttur og eiga þau tvö börn. Útför Jóhönnu fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 25. júlí 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Það er dapurt andrúmsloft hér í Skálahlíð 13 í Mosfellsbæ eftir að þú kvaddir elsku Jóhanna okk- ar. Enginn sem tekur hálfsofandi á móti okkur á morgnana eftir að hafa vakað fram á rauða nótt yfir sakamálamyndum á DR 1 og rek- ur svo söguþráðinn fyrir okkur. Óteljandi góðar minningar fylla hug okkar. Við lítum á það sem sérstakt lán að hafa kynnst þér, þú nefnilega lifðir lífinu lif- andi. Það var ekkert sem stopp- aði þig ef fjör var fram undan, hvort sem það voru ferðalög til útlanda, sumarbústaðaferðir, leikhús, tónleikar eða stuttir bíl- túrar, allt var þetta dásemd í þín- um augum. Á leiklistarnámskeið- unum var stjarna fædd. Það var mikið sem þú gast hlegið þegar þú sagðir okkur frá æfingunum, þar gerðist alltaf eitthvað skond- ið. Frásagnargleðin þín var mikil, allt sem þú vissir og staðirnir sem þú þekktir, já þú fræddir okkur um margt. Ekki má gleyma hvað þú varst ánægð með samveru þína með eldri borgurum, bæði í Gjábakka og svo Eirhömrum, þar eignaðist þú marga vini. Mikið höldum við að Dóri vinur þinn eigi eftir að sakna samverustund- anna ykkar. Fátt fannst honum betra en að setjast inn hjá þér í spjall og kaffi með prjónana sína, hlátrasköllin heyrðust um allt hús frá ykkur. Dýravinur varstu mikill, hver man ekki eftir Bigga páfagauk eða Tóta gullfiski sem þú áttir, og hvernig þú talaðir við skógar- þrestina sem gerðu sig heima- komna við gluggann þinn. Fjölskyldan var ætíð efst í huga þér. Þú talaðir um hana með stjörnur í augum og öll litlu börnin, það varð að prjóna eitt- hvað handa þeim og það gerðir þú svo vel. Helst áttu allir að fá jólagjafir og það gat nú tekið tíma að ganga frá því fjöldinn var mikill. Nú sjá þau á eftir systur, mágkonu og frænku og missir þeirra er mikill, engin Jóhanna sem hringir, segir fréttir dagsins og spyr hvernig aðrir hafi það. Æðruleysi þitt var mikið, sér- staklega þegar þú veiktist og lást inni á sjúkrahúsi, þakklát öllu starfsfólkinu sem annaðist þig svo vel þar til yfir lauk. Við í Skálahlíð 13 Mosfellsbæ kveðjum þig með þakklæti í huga fyrir allt sem þú veittir okkur. Hvíl þú í friði, kæra vinkona. Fjölskyldu Jóhönnu sendum við samúðarkveðjur. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Halldór, Guðlaug (Gulla), Margrét (Magga), Anna Kristín (Anna Stína), María Kristín, (Maja Stína), Guð- laug Ósk (Gulla), Kristín (Stína), Fjóla og Friðmey. Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir HINSTA KVEÐJA Jóhanna mín, það var gaman að kynn- ast þér í Auðarstræti 5, við borðuðum oft saman þar. Ég ætlaði ekki að trúa þessu að þú sért farin. Það var gaman að hitta þig í Skálatúni, þú varst alltaf svo ánægð og skemmtileg kona. Innilegar samúðarkveðj- ur til fjölskyldu og ætt- ingja. Guð veri með henni. Konráð Stefán Konráðsson, sendill. Þegar Kolla frænka hringdi til mín og sagði mér að Þóra, móðursystir mín, væri dáin, varð ég í fyrstu sorgmædd. En núna finnst mér svo miklu meira að gleðjast yfir en syrgja. Þóra var orðin níræð og hafði lifað góðu lífi alla tíð. Vissulega hrjáðu bólgnir fætur hana mjög undanfarin ár en góða skapið yfirvann þann heilsu- brest. Stebbi frændi, húmoristi af guðs náð, sagði: „Það er ekkert að henni mömmu, það eru bara ónýt- ir á henni fæturnir...“. Þóra brosti að þessu eins og öðru og tókst á við afar mikil óþægindi af sínu al- kunna æðruleysi og með húmor- inn að vopni eins og öll hennar börn. Þau unnu móður sinni mjög og umhyggja þeirra fyrir Þóru var alla tíð alveg einstök og samheldni fjölskyldunnar mikil. Þóra bjó á Laugalæk 46 stærst- an hluta ævi sinnar ásamt Óla og dætrunum Öddu, Kollu, Sigrúnu, Sollu og syninum, Stebba frænda. Þessi fjölskylda var samofin minni sem bjó á Laugalæk 44. Það var hrein tilviljun að móðir mín Ás- laug og Þóra völdust hlið við hlið þegar dregið var um búsetu. En þannig var það og þannig átti það að vera. Alla tíð var samgangur mikill á milli þeirra systra og fjöl- skyldna. Skotist var út sunnan í móti, dyrnar alltaf opnar fram á kvöld. Þóra sat við að sauma, prjóna, hekla, hanna eða taka upp snið úr Burda. Mamma var að ves- enast í kringum okkur systur og frænkur, að baka og stússa, stundum að prjóna. Oft varð hún þó að skjótast yfir til Þóru t.d. með úrtöku á peysu, hún reddaði öllu sem óx mömmu í augum. Mamma bakaði svampbotna eða skonsur í staðinn og skutlaði yfir til Þóru. Magga og Bergur, Dúna og Dóri, Dúna og Gunnar, Inga og Bóbó ætluðu jafnvel að líta við síðdegis eða að kvöldi til Þóru og Óla og þá varð að vera til bakkelsi. En Þóra var reyndar líka flink í bakstri og matargerð en saumaskapurinn átti hug hennar allan ef friður var. Svona gekk lífið sinn vanagang og oft var ég að kvöldi til hinu- megin hjá Sigrúnu frænku og hlátrasköllin ómuðu. Í minning- unni var alltaf líf og fjör á Lauga- læknum. Svo voru það síðar Adda Þóra Guðrún Stefánsdóttir ✝ Þóra GuðrúnStefánsdóttir fæddist 27. nóv- ember 1927. Þóra lést 14. júlí 2017. Útför Þóru fór fram 24. júlí 2017. og Halli sem kíktu við með strákana, Kolla og Maggi með sína stráka og koll af kolli, allir voru vel- komnir til Þóru og Óla. Endalaust var hellt upp á kaffi og bætt á borðið, alltaf pláss fyrir alla og við nutum góðs af fjör- inu, systurnar þrjár á Laugalæk 44. Það sem einkenndi Þóru alla tíð var umhyggja fyrir allri fjölskyld- unni, ættingjum og vinum ásamt hjálpsemi, reglusemi, staðfestu og óbilandi dugnaði. Þóra hafði ástríðu fyrir öllu sem viðkom handverki og var með á prjónun- um fram undir nírætt og saumaði líka af miklum móð. Ég man hve glöð hún varð í fyrra þegar ég færði henni bútasaumslöber úr Ljósinu, hún sat með hann í fang- inu í Lazy boy stólnum sínum og dáðist að litavalinu og hve vel hann væri saumaður. Áður hafði hún sjálf gert fjölmarga fallega bútasaumsmuni sem hafa varð- veist. Í fyrra gaf Þóra mér litla efnisbúta og ég fór að spreyta mig, það fannst henni svo gaman og fylgdist með framvindu en myndarskapur minn var fremur lítill. Svona var Þóra hugfangin af handverki alla tíð. Síðustu árin bjó Þóra á Dal- brautinni, ég kom þar ansi oft og líka ásamt dóttur minni og barna- barni og alltaf jafn hlýjar mót- tökur. Þóra var einstök kona, ég ásamt Sóleyju dóttur minni og hennar fjölskyldu, minnumst hennar með mikilli hlýju og sökn- uði. En lífið heldur áfram og Þóra hefði ekki viljað að neinn dveldi við sorg og sút. Blessuð sé minn- ing yndislegrar móðursystur minnar, Þóru Stefánsdóttur. Meira: mbl.is/minningar Þórdís Leifsdóttir. Elsku Þóra Stefánsdóttir, móð- ursystir mín, er borin til grafar í dag. Með örfáum fátæklegum orð- um reyni ég að minnast hennar. Hægt er að rifja svo fjölmargt upp að fingur þvælast fyrir á litlu lyklaborði, þá er margt að þakka, allmargt bæði skemmtilegt og ljúft. Ég minnist atorkukonu sem átti farsæla ævi, viðburðaríka með stóran barnahóp og síðar fjöl- skyldur þeirra. Ég minnist móður sem ekki féll verk úr hendi þó hún ynni líka „úti“. Þóra var alla tíð mikil hannyrðakona. Hún sem átti svo fátt eitt sé nefnt bæði prjóna- og saumavél, og það fyrir 40 árum síðan. Enda allt saumað á krakka- skarana (báða). Síðar þegar börn- in uxu úr grasi tóku við önnur áhugamál, sundferðir, siglingar, veiðar, sumarbústaðaferðir og ferðalög, hún var með „punga- próf“. Fjölskylda mín og Þóra og Óli með sín börn bjuggu hlið við hlið í „raðhúsinu“ í áratugi. Var stutt fyrir systurnar (allar) að skjótast á milli, skreppa yfir með köku, ber, blóm, buxur eða krakka. Jafnvel setja í rúllur eða setjast í hárþurrkuna svo fátt eitt sé nefnt. Stundum var slegið á létta, hlegið og rabbað. Samfélagið í raðhúsinu á Laugalæk 36-48 samanstóð af hópi vina sem byggðu lengjuna saman upphaflega, hefur vináttan við frumbyggja og afkomendur þeirra haldist fram á þennan dag. Er móðir mín, Áslaug Sólveig, lést 2001 var Þóra orðin ein eftir af sínum systrum en þær voru upp- haflega þrjár. Er mér það ógleym- anlegt og dýrmætt, þegar Þóra sagði við okkur systurnar eftir andlát systur sinnar að nú yrði hún að vera móðir okkar líka. Við vorum sjálfar þarna fullorðnar, orðnar mæður, en þetta er lýsandi hvað hún var stórhuga og sköru- leg. Þóra varð okkur ákveðin miðja, stoð og stytta sem alltaf var gott að leita til, kíkja í kaffi og heyra fréttir af fjölskyldunni, og jafnvel hitta aðra fjölskyldumeð- limi, verður hennar og þessara stunda sárt saknað. Þóra bjó við góða heilsu fram yfir nírætt, hún var með stálminni og gott skaplyndi og voru börnin og barnabörnin henni allt hin síð- ari ár, enda sinntu þau henni vel. Þreyttist hún ekki á að segja margvíslegar sögur af þeim enda af nægu af taka. Síðustu vikur hrakaði heilsu hennar og lést hún eftir stutta legu á Vífilsstöðum. Ég votta Öddu, Stebba, Kollu, Sigrúnu og Sollu og barnabörnum mína dýpstu samúð og þakka sam- fylgdina. Gerður Leifsdóttir. Það sem ég tók fyrst eftir við Þóru voru augu hennar. Stór og falleg, leiftrandi af kátínu og bjuggu yfir djúpri visku. Þeirri visku fékk ég að kynnast í mörg- um og löngum samtölum okkar. Okkur fannst báðum gaman að tala og þökk sé símanum þegar veikindi hömluðu för milli heimila okkar. Þegar ég kynntist Þóru fyrir um 14 árum var yndislegur eig- inmaður hennar enn á lífi. Ólafur Bergsson var vandaður maður, glæsilegur á velli, bráðskemmti- legur og fróður. Engin furða að þau féllu hvort fyrir öðru. Ólafur og Þóra eiga fimm mannvænleg börn, fjórar dætur og einn son, sem þau komu vel til manns. Þetta eru gáfaðir og glaðir „krakkar“ sem þau eiga. Ólafur lést árið 2008 og saknaði Þóra hans alla daga. Þóru áskotnuðust af og til glæsilegar flíkur sem hún var beð- in að koma til einhverra sem þurftu fatnað. Tvisvar hringdi hún í mig mjög laumuleg og bað mig að koma sem fyrst, hún væri með ítalska kápu á mig. Kápan var eins og sérsniðin á mig og hana hef ég notað mikið. Hitt símtalið var enn laumulegra, Þóra hvíslaði í sím- ann að ég yrði að koma strax. Þá hafði hún verið beðin að gefa leik- húskápu úr flaueli, einhverja fal- legustu flík sem ég hef séð og Þóru fannst endilega að ég ætti að eignast hana. Þóru og Elínu móður minni kom líka mjög vel saman og þær notuðu símann óspart. Fyrir nokkrum mánuðum dvöldu þær á sömu legudeild á Landspítalanum og eitt kvöldið fundust þær frammi á gangi, búnar að koma sér vel fyrir og voru að spjalla um heima og geima. Klukkan var þá að ganga eitt að nóttu! Þær voru líkar um margt og mér finnst sorglegt að hafa ekki getað verið viðstödd brúðkaup Ingu systur minnar og Stefáns þar sem mæð- ur okkar voru svaramenn. Ein krúttlegasta hugmynd sem ég hef heyrt. Þóra var mikil hannyrðakona og nokkra fallega trefla frá henni á ég, fyrir utan öll fötin sem hún lagaði á augabragði. Það var Þóru líkt að þegar ég dvaldi á Grens- ásdeildinni á aðventunni 2014 sendi hún mér heklaðar jólabjöll- ur með ljósaperum í og gerðu þær stofuna mína að einni jólalegustu stofunni á Grensás. Börnum, tengdabörnum og barnabörnum Þóru vottum við mamma djúpa samúð. Þau geta alltaf huggað sig við að betur um eina móður hefur sjálfsagt enginn hugsað þar sem alltaf einhver af- komendanna var hjá henni. Ég er viss um að ég hitti Þóru aftur, það getur bara ekki verið að svona gáfuð og góð kona sé tekin og maður eigi aldrei aftur eftir að eiga samtal við hana. Ég þakka þér, Þóra mín, fyrir að hafa eign- ast hann Stebba okkar. Þvílíkur gleðigjafi og gullmoli. Ég kveð þig í bili, elsku Þóra, með fallegu ljóði: Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér gáðu - ég dó ei - ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir.) Anna Kristine. Guðríður Ólafía Vestmann Nikulás- dóttir, eða Gurrý eins og hún var alltaf kölluð, kvaddi þessa tilveru þann 1. júlí, en hún hafði átt við veikindi að stríða um nokkurt skeið. Alltaf er maður óundirbúinn að fá andlátsfréttir af þeim sem eiga sess í hjarta okkar, jafnvel þótt búast hefði mátt við því. Þegar Guðný dóttir Gurrýjar hringdi á laugardagsmorgninum með þær fregnir að móðir hennar hefði andast fyrr um nóttina þá var erfitt að meðtaka það. Guðríður Ólafía Vestmann Nikulásdóttir ✝ Guðríður ÓlafíaVestmann Nikulásdóttir fædd- ist 26. september 1946. Hún lést 1. júlí 2017. Guðríður var jarðsungin 15. júlí 2017. Kynni mín af Gurrýju hófust fyrir tæpum 17 árum í gegnum dóttur hennar sem er ein af mínum bestu vin- konum. Þegar hug- urinn reikar til þess sem liðið er þá koma helst upp í kollinn fjögur orð sem ein- kenndu Gurrýju en það var hugulsemi, gjafmildi, búðarferðir og knúsið. Í erli lífsins verða stundirnar stundum ekki eins margar og maður vildi en þeim mun dýrmæt- ari eru þær og fara í minninga- bankann sem lagt var í eins og við varð komið. Þegar Gurrý var fyrir sunnan í heimsókn hjá Guðnýju þá var kíkt til þeirra mæðgna til að treysta böndin enn meir og auðvit- að að ræða um landsins gagn og nauðsynjar og oft var mikið hleg- ið. Minnisstæðar eru verslunar- ferðir þar sem margir fallegir hlutir hlutu náð fyrir augum okk- ar og út var gengið með fullar hendur poka og gert grín að því að nú væru kaupmennirnir heldur betur kátir. Einnig man ég eftir samtölunum okkar í símanum þar sem spjallað var um allt á milli himins og jarðar. Gurrý var með fallegt hjarta og vildi öllum vel og ef eitthvað bját- aði á hjá öðrum sýndi hún þeim mikla hluttekningu. Hún var ótrú- lega gjafmild manneskja og vildi helst gefa allan heiminn og það öll- um og einnig bar hún hag fólks fyrir brjósti og hafði áhuga á vel- ferð þess. Ætíð verður munað eft- ir hlýja knúsinu sem fólk fékk frá henni þegar það hitti hana eða kvaddi, sem sagði svo margt um hana. Þegar mæðgurnar komu í heimsókn til mömmu síðastliðið haust reyndist það vera síðasta skiptið sem við sáum Gurrý í lif- anda lífi. Það verður skrýtið að fá ekki aftur svona Gurrýjarknús. Nokkrir ættingja minna kynnt- ust Gurrýju í tímans rás og þegar því varð við komið var komið á hittingi annaðhvort hjá mér, mömmu eða Imbu frænku og þökkum við fyrir heimsóknirnar til okkar sem alltaf voru mjög ánægjulegar. Með þessum fáu orðum er ekki allt sagt, en við munum ætíð minn- ast Gurrýjar með þakklæti og söknuði. Guð blessi minningu hennar. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína, englar hjá guði þig geymi við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Elsku Guðný og Einar og aðrir ættingjar. Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Sigrún, Kristín og Ingibjörg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.