Morgunblaðið - 25.07.2017, Side 27
Hrönn vann síðan stuttar heim-
ildamyndir, vann m.a. Silicon-
þættina og Íslenska kjötsúpu, með
Erpi Eyvindarsyni. Hún gerði heim-
ildarmyndina, Í skóm drekans, sem
var gerð um fegurðarsamkeppnina
Ungfrú Ísland sem var tekin upp ár-
ið 2000, gerð af Hrönn og Árna, en
móðir þeirra var tökumaðurinn.
Myndina átti að frumsýna árið 2002
en fékk þá á sig lögbann. Á endanum
var samið um sýningarrétt á mynd-
inni. Myndin fékk mikla aðsókn og
umtal, fékk Edduverðlaun sem besta
heimildarmyndin og hefur farið á
fjölda erlendra kvikmyndahátíða.
Hrönn flutti til New York 2003,
lærði stjórnmálafræði og kvik-
myndafræði við Brooklin College í
New York. Hún lauk BA-prófi í
greinunum 2006. Með náminu var
hún aðstoðarmaður við lögmanns-
stofu í New York. Um þær mundir
kynntist hún eiginmanninum sínum
en þau fluttu til Íslands 2007.
Hrönn var siðameistari við banda-
ríska sendiráðið í Reykjavík 2008-
2011, en þar tók hún m.a. á móti
Condoleezzu Rice og skipulagði við-
burði í tilefni af 70 ára stjórnmála-
sambandi Íslands og Bandaríkjanna.
Hrönn hefur frá ársbyrjun 2012
verið framkvæmdastjóri Bíós Para-
dísar við Hverfisgötu, þar sem áður
var Regnboginn. Bíó Pardís er sjálf-
eignastofnun í eigu Fagfélaga kvik-
myndagerðarmanna: „Bíó Paradís
er ekki rekin af Reykjavíkurborg
eins og margir halda. Við fáum
stuðning frá borg og ríki en höldum
sýningar og kennum grunnskóla-
börnum kvikmyndalæsi og tökum þá
á móti um 8.000 börnum á ári. Um
80% af okkar rekstrarfé er sjálfs-
aflafé. Okkar styrkjahlutfall er því
óvenjulágt miðað við önnur menn-
ingarhús en reksturinn gengur ætíð
betur og sýningarhópurinn okkar
stækkar stöðugt.“
Fjölskyldan
Eiginmaður Hrannar er Steven
Reid Meyers, f. 9.10. 1965, handrits-
ráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöðinni,
prófarkalesari og kennari við Kvik-
myndaskólann.
Dætur Hrannar og Steven eru
Nína Þyri, f. 16.11. 2007; Úrsúla Sig-
rún, f. 9.3. 2010, og Mía Margrét, f.
4.9. 2014.
Systir Hrannar, sammæðra, er
Ragna Björg Sigrúnardóttir, f. 3.7.
1964, myndlistarkona í Seattle í
Bandaríkjunum.
Alsystkini Hrannar eru Árni
Sveinsson, f. 9.5. 1976, kvikmynda-
gerðarmaður í Reykjavík, og Marta
María Sveinsdóttir, f. 11.4. 1980, sér-
hæfður starfsmaður á Landspít-
alanum í Fossvogi.
Foreldrar Hrannar eru Sveinn
Aðalsteinsson, f. 5.7. 1946, viðskipta-
fræðingur og leiðsögumaður, og k.h.,
Sigrún Hermannsdóttir, f. 28.12.
1944, fyrrv. bóksali. Þau búa í
Reykjavík.
Úr frændgarði Hrannar Sveinsdóttur
Hrönn
Sveinsdóttir
Guðbjörg Gunnlaugsdóttir
ljósm. og húsfr. í Hafnarfirði
Bjarni Hermann Guðmundur Pálmason
skipstj. í Rvík
Ragna Bjarnadóttir
prentsmiðju- og
bíóstarfsmaður Rvík
Hermann Sigurðsson
sjóm. í. Rvík
Sigrún Hermannsdóttir
bóksali í Rvík
Guðrún Gísladóttir
húsfr. í Holti í Norðfirði,
og í Mjóafirði, í S-Múl.
Sigurður Jónsson
verkam. á. Norðfirði
Hallgrímur Níelsson
b. á Grímsstöðum
Haraldur Níels-
son guðfræðipró-
fessor og forseti
Sálarrannsóknar-
félas Íslands
María Níelsdóttir
húsfr. í Rvík
Þuríður Níelsdóttir
húsfr. í Rvík
Jónas Haralz
bankastj.
Sveinn Valfells forstjóri
Hallgrímur Helgason tónskáld í Rvík
Leifur Sveinsson lögfræðingur
Ólafur Guðmundsson kristniboði
Sesselja Níelsdóttir húsfr. í Rvik
Sturla Friðriksson
erfðafræðingur
Helgi Hallgríms-
son kennari í Rvík
Sveinn Sveinsson
forstj. Völundar
Guðrún Guðmundsdóttir
húsfr. á Glæsistöðum
Sigurður Sveinsson
fyrrv. handboltakempa
Soffía Har-
aldsdóttir
húsfr. í Rvík
Níels H.P. Dungal forstöðulæknir,
prófessor og rektor HÍ í Rvík
Sigurður Helgason fyrrv.
stjórnarform. Loftleiða
Haraldur Sveinsson fyrrv. framkv.stj. Árvakurs
Sigurður Antonsson
b. á Glæsistöðum
Júlíus Guðmundsson skólastj., prestur
og forstöðum. aðventista á Íslandi
Sigríður Bjarnadóttir
húsfr. á Glæsistöðum
Guðmundur Gíslason
b. á Glæsistöðum í
Vestur-Landeyjum
Guðný Guðmundsdóttir
húsfr. í Rvík
Jón Aðalsteinn Sveinsson
vélstj. í Rvík
Sveinn Aðalsteinsson
viðskiptafr. og leiðsögum. í Rvík
Sigurlín Þorbjörg
Sigurðardóttir
húsfr. á Lambastöðum
Sveinn Níelsson
b. á Lambastöðum áMýrum, systursonur Hallgríms Sveinssonar biskups,
og Elísabetar Sveinsdóttur,móður Sveins Björnssonar forseta
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017
Matthías Ólafsson alþing-ismaður fæddist í Hauka-dal í Dýrafirði 25.7. 1857.
Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson,
bóndi þar og kona hans, Ingibjörg
Jónsdóttir húsfreyja. Langfeðgar
Ólafs höfðu búið tvær aldir eða leng-
ur í Haukadal, mann fram af manni,
en Ingibjörg var afkomandi Jóns
Arnórssonar, sýslumanns í Arnardal
við Ísafjarðardjúp, og er því af Arn-
ardalsætt.
Kona Matthíasar var Marsibil
Ólafsdóttir húsfreyja. Foreldrar
hennar voru Ólafur Pétursson, skip-
stjóri á Þingeyri, og kona hans, Þór-
dís Ólafsdóttir húsfreyja.
Matthías tók gagnfræðapróf á
Möðruvöllum 1882, vann versl-
unarstörf í Haukadal 1882-1889 og á
Flateyri 1889-1890 og stundaði jafn-
framt kennslu. Hann stofnaði með
öðrum í Haukadal, fyrsta barnaskól-
ann í Vestur-Ísafjarðarsýslu árið
1885 og kenndi sjálfur við skólann til
1889.
Matthías var kaupmaður í Hauka-
dal 1892-1897, verslunarstjóri þar
1897-1908 og kaupmaður að nýju
1908-1914.
Matthías flutti til Reykjavíkur
1914 og gerðist erindreki Fiskifélags
Íslands. Hann var alþingismaður
Vestur-Ísafjarðarsýslu 1911-1919.
Matthías ferðaðist í markaðsleit á
vegum Fiskifélagsins og ríkisstjórn-
arinnar um Bandaríkin 1917-1918 og
1918-1919, um Ítalíu og Spán 1919-
1920. til að kynna sér markaðshorfur
og verkunaraðferðir. Árið 1921 lagð-
ist þetta starf niður og hafði Matt-
hías þá um tíma forstöðu fyrir
matvælaskömmtunarstofu rík-
isstjórnarinnar 1920-1921 og varð
síðan gjaldkeri Landsverslunar
1920-1928. Þegar hún hætti varð
hann starfsmaður hjá Olíuverslun
Íslands 1928-1936. Hann
var jafnframt yfirskoðunarmaður
landsreikninganna 1914-1921.
Þegar Matthías hætti störfum
flutti hann ásamt konu sinni til dótt-
ur þeirra, Hlífar, í Borgarnes.
Matthías Ólafsson lést 8.2. 1942.
Merkir Íslendingar
Matthías
Ólafsson
95 ára
Helgi Jóhannesson
85 ára
Guðmundur Kristjánsson
80 ára
Bára Rebekka
Sigurjónsdóttir
Eggert N. Bjarnason
Hólmfríður Jónsdóttir
Hulda Reykjalín
Víkingsdóttir
Karl Sigurður Jakobsson
75 ára
Hulda Björk Kolbeinsdóttir
Margrét Njálsdóttir
Petter Amandus Tafjord
Sigrún Jónasdóttir
Sveinbjörn Guðmundsson
Sveinn Scheving
Þorsteinn Hallgrímsson
70 ára
Baldur H. Baldursson
Ísleifur Haraldsson
Leifur Magnússon
60 ára
Erla Ingólfsdóttir
Flosi Gunnarsson
Hermann Kristjánsson
Jóhanna Björg
Guðmundsdóttir
Kolbrún Bergþórsdóttir
Margrét Pálsdóttir
Rafn Haraldsson
Teresa Halina Frydrysiak
Viktoría Áskelsdóttir
50 ára
Ástríður Emma
Hjörleifsdóttir
Björn Ævar Sigurbergsson
Búi Bjarnason
Erna Rós Magnúsdóttir
Halldór Friðrik
Þorsteinsson
Hallgrímur Þráinsson
Oddný Halldórsdóttir
Ramir Castillo de Luna
Rögnvaldur Bergþórsson
Saulius Umbrasevicius
Snorri Sigurfinnsson
Sverrir Jónsson
40 ára
Davíð Jakobsson
Davor Lucic
Elísabet Stefánsdóttir
Erna Þorsteinsdóttir
Gunnlaug Ruth
Guðmundsdóttir
Hrafnhildur Valdimarsdóttir
Hrefna Dögg
Þorsteinsdóttir
Hrönn Sveinsdóttir
Iwona Luiza Matyszczyk
Páll Ragnar Pálsson
Shuchi Mandloi
Sigurjón Magnús Ólafsson
Vilhjálmur Ómar Sverrisson
30 ára
Anton Bjarnason
Arnór Ingason
Harpa Sif Arnarsdóttir
Hjalti Gylfason
Kristín Sólnes
Simona Simkeviciute
Telma Halldórsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Thelma býr á Sel-
fossi og er í fæðing-
arorlofi.
Maki: Ágúst Hjálm-
arsson, f. 1985, bóndi og
starfsmaður hjá Slát-
urfélagi Suðurlands.
Börn: Júlía Mjöll; f. 2012;
Þórhildur María, f. 2013;
Ágúst Helgi, f. 2016, d. s.
ár, og óskírð, f. 2017.
Foreldrar: Jenný Stein-
dórsdóttir, f. 1947, og
Halldór Guðmundsson, f.
1952.
Telma
Halldórsdóttir
40 ára Sigurjón ólst upp í
Vestmannaeyjum, býr í
Hafnarfirði og er sendibíl-
stjóri hjá Icelandair
Cargo.
Maki: Guðrún Sunna
Egonsdóttir, f. 1982, starf-
ar við bókhald.
Börn: Ólafur Darri, f.
2005; Anna Rakel, f.
2010, og Ísak Daði, f.
2015.
Foreldrar: Ólafur Sigur-
jónsson, f. 1953, og Rut
Sigurðardóttir, f. 1954.
Sigurjón M.
Ólafsson
40 ára Páll ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
Ph.D.-prófi í tónsmíðum
frá Tónlistarakademíunni í
Tallinn í Eistlandi og vinn-
ur að tónsmíðum og er
aðjunkt við LHÍ.
Maki: Tui Hirv, f. 1984,
söngkona, tónlistarfræð-
ingur og rithöfundur.
Sonur: Eiríkur, f. 2009.
Foreldrar: Páll Ólafur
Bergsson, f. 1942, og Lilja
Magnúsdóttir, f. 1943, bú-
sett í Reykjavík.
Páll Ragnar
Pálsson
Hægt er að senda
mynd og texta af
nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
Börn og
brúðhjón
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum
auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu
fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Við hjálpum þér
að bæta lífsgæðin
R
og
og