Morgunblaðið - 25.07.2017, Síða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017
Útlitið er dökkt fyrirbandamenn. Leiftur-sókn Þjóðverja gegnumArdenna-skóginn hefur
króað breska landherinn af og
megnið af þeim franska við borgina
Dunkirk í norðurhluta Frakklands.
Bretarnir bíða á ströndinni eftir að
breski sjóherinn bjargi þeim við
ægilegar aðstæður. Stuka-flugvélar
Þjóðverja gera reglulega árásir á
ströndina að degi til og þau skip
sem leggja af stað mega eiga von á
að þýskir kafbátar sendi tundur-
skeyti í síðuna á þeim.
Við þessar hrikalegu aðstæður
breytist það sem átti að vera sig-
urför í hræðilegan flótta og það
eina sem fer að skipta máli er að
lifa af. En hvernig ætla menn að
fara að því, þegar allar bjargir virð-
ast bannaðar og allt stefnir í að
seinni heimsstyrjöldinni verði senn
lokið með bitrum ósigri?
Það er ekki margt að segja um
Dunkirk, nýjustu mynd Christ-
ophers Nolans (The Dark Knight,
Inception, Interstellar), þar sem
þessir atburðir eru teknir fyrir,
annað en að þar er á ferðinni enn
eitt stórvirkið úr smiðju þessa hæfi-
leikaríka leikstjóra.
Í Dunkirk fléttar Nolan sögu
hermannanna sem fastir eru á
ströndinni saman við frásagnir af
smábátaeiganda, sem neyddur er til
að sigla til Dunkirk, sem og orr-
ustuflugmanna á Spitfire sem send-
ir eru til þess að veita mönnunum á
ströndinni smávernd, þó ekki væri
nema í örstutta stund, frá hinum
stanslausu loftárásum þýska flug-
hersins.
Allar þessar sögur gerast á mis-
munandi hraða og tíma en eru
klipptar svo vel saman að áhorfand-
inn sogast inn í hringiðuna. Það,
auk þess sem Nolan dregur lítið
sem ekkert úr þeim hryllingi sem
fylgir stríði, myndar magnað sjón-
arspil og er Dunkirk enn ein rósin í
hnappagat þessa frábæra leikstjóra.
Myndin er mjög persónuleg og
Nolan forðast til dæmis alfarið að
sýna frá því þegar ákvörðunin um
að senda allt sem gat flotið til
Dunkirk er tekin eða hvers kyns
hernaðarákvarðanir teknar af æðri
embættismönnum. Það er enginn
Churchill og enginn Hitler á skján-
um hér. Nei, hér snýst allt um
óbreyttu hermennina sem lifa og
deyja eftir duttlungum skriffinn-
anna í London.
Á sama tíma eru atburðirnir nær
alfarið sýndir frá sjónarhóli Breta,
sem þurftu að bjarga sínum mönn-
um fyrst og fremst en létu um leið
marga af bandamönnum sínum, sem
höfðu haldið Þjóðverjunum frá
ströndinni, lönd og leið. Nolan vísar
ögn í þá staðreynd, en Dunkirk er
og verður bresk hetjusaga.
Ástæða er hér til að geta sérstak-
lega tónlistarinnar í myndinni, sem
Hans Zimmer semur. Þar er í önd-
vegi klukkutaktur, sem minnir
áhorfandann á hvílíkt kapphlaup við
tímann hér var um að ræða, og
hjálpar tónlistin til við að gera and-
rúmsloft myndarinnar eins einstakt
og það er.
Það er varla hægt að taka neinn
úr leikaraliði myndarinnar út úr,
þeir standa sig allir með miklum
ágætum. Tom Hardy er greinilega í
eftirlæti hjá Nolan og hann skilar
hlutverki sínu sem Spitfire-
flugmaður með einstakri prýði þrátt
fyrir að vera falinn á bak við grímu
mestalla myndina, eins og hann var
í The Dark Knight Rises.
Af öðrum leikurum er það helst
hinn ungi Fionn Whitehead sem
leiftrar í aðalhlutverkinu sem
Tommy, ungur hermaður sem verð-
ur viðskila við hersveit sína og
reynir upp frá því allt sem hann
getur til þess að komast aftur heim
til Bretlands. Aneurin Barnard
stendur sig sömuleiðis vel sem
„Gibson“, félagi Tommys. Gamla
brýnið Kenneth Branagh sýnir
einnig góða spretti sem Bolton
flotaforingi, sem stýrir flóttanum af
ströndinni.
Þá er ógetið Harrys nokkurs
Styles, sem líklega er þekktari sem
söngvari hljómsveitarinnar One
Direction. Ekki er hér annað að sjá
en Styles gæti alveg átt frama fyrir
sér í leiklistinni eins og tónlist.
Að lokum vil ég nota tækifærið og
taka fram að ég hef aldrei verið
einn af þeim sem amast við þeim
séríslenska sið að gera hlé á kvik-
myndum. Að því sögðu hefði verið
full ástæða fyrir kvikmyndahúsin að
bjóða áhorfendum hér upp á hlé-
lausa sýningu þannig að ekki þyrfti
að rífa áhorfandann upp úr mynd-
inni, en myndin líður fyrir það þeg-
ar hún fær ekki að vera ein samfelld
rússíbanareið.
Svo allt sé dregið saman er Dun-
kirk einfaldlega ein af bestu mynd-
um ársins og auðvelt að mæla með
henni fyrir kvikmyndaunnendur,
sem og aðdáendur Christophers
Nolans.
Spennuþrungin Dunkirk er enn ein rósin í hnappagat Christophers Nolans að mati gagnrýnanda Morgunblaðsins.
Þegar allar bjargir
virðast bannaðar
Sambíóin
Dunkirk bbbbm
Leikstjórn og handrit: Christopher
Nolan. Aðalhlutverk: Fionn Whitehead,
Tom Glynn-Carney, Jack Lowden, Harry
Styles, Aneurin Barnard, Kenneth
Branagh, Cillian Murphy, Mark Rylance
og Tom Hardy. Bretland, Bandaríkin,
Frakkland og Holland, 2017, 106 mín.
STEFÁN GUNNAR
SVEINSSON
KVIKMYNDIR
Harrison Ford og Ryan Gosling
sátu fyrir svörum á alþjóðlegu
Comic-Con-ráðstefnunni í San
Diego um helgina til að kynna
framhaldsmyndina Blade Runner
2049. Meðal þess sem Ford var
spurður var hvort nýja myndin
veitti svör við því hvort persóna
hans, Rick Deckard, væri mennskur
eða eftirmynd. „Það skiptir engu
máli hvað ég held. Handritið var
mjög gott og byggt á frábærri hug-
mynd. Það dýpkar skilninginn á
persónunni sem ég leik,“ hefur
BBC eftir Ford.
Blade Runner 2049 gerist 30 ár-
um eftir að fyrri myndinni lauk. Í
nýju myndinni leikur Ryan Gosling
starfsmann á vegum eyðingarsveit-
arinnar, sem uppgötvar hættulegt
leyndarmál sem krefst þess að hann
finni Rick Deckard. Gosling við-
urkenndi að sér þætti súrrealískt að
fá að taka þátt í því að gera fram-
haldið á Blade Runner. „Ég man að
þegar ég var strákur var þetta ein
fyrsta myndin sem ég sá þar sem
ekki var ljóst hvernig mér ætti að
líða þegar henni var lokið. Myndin
býr yfir siðferðislegri margræðni
sem situr í manni að áhorfi loknu.“
Leikstjórinn Denis Villeneuve
sagðist hafa tekið leikstjórnina að
sér vegna þess að hann „vildi ekki
að einhver annar klúðraði verkinu“
og upplýsti að upphaflega myndin
hefði orðið sér hvatning til að ger-
ast kvikmyndagerðarmaður. Áætl-
aður frumsýningardagur vestanhafs
er 6. október. silja@mbl.is
Rick Deckard enn ráðgáta
í framhaldsmyndinni
AFP
Gleði Ryan Gosling og Harrison Ford sátu fyrir svörum um Blade Runner.
Úrval rafstöðva
EUROPOWER EPSi2000
1,7 kVA, - Honda mótor - Inverter
12 v / 220 v - 68 dB(A)@7m - 22 kg
Kr. 180.000 m/vsk
EUROPOWER EPSi1000
1,0 kVA – Honda mótor
12 v / 220 v - Inverter
64 dB(A)7m – 14 kg
HONDA EU20i
1,6 kVA – Honda mótor
12 v / 220 v - Inverter
64 dB(A)@7M – 21 kg
HONDA EU30is
Öflug og hljóðlát rafstöð.
2,8 kVA – Honda mótor - Inverter
12 v / 220 v - 66 dB(A)@7M – 61 kg
Kr. 470.000 m/vsk
Hljóðlátar, léttar og liprar
ÞÓR FH
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 - 18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
BÍÓ
áþriðjudögum í Laugarásbíó
750
á allarmyndir nema íslenskar
kr.
FRÍ
ÁFYLL
ING
Á GOS
I
Í HLÉI
SÝND KL. 8SÝND KL. 6, 9
SÝND KL. 4, 7, 10
SÝND KL. 10.20
ÍSL. 2D KL. 4, 6
ENSK. 2D KL. 4