Morgunblaðið - 31.07.2017, Side 13
Nepal Fátækt er mikil í Nepal og og samtökin styrkja margar af fátækustu stúlkum Nepals til náms.
þessi kona heitir Sara Safari. Hún
hafði verið á Everest, á leið á tindinn,
þegar jarðskjálftinn varð. Hún lifði
af, fyrir ótrúlegt kraftaverk má segja,
en hún hafði ætlað sér að vekja at-
hygli á þessum samtökum. Þegar ég
skoðaði prófílinn hennar leiddi það
mig inn á vef samtakanna og ég fór að
lesa mér til um þau.“
Mjög persónuleg samtök
Áhugi Guðrúnar var vakinn og
hún ákvað að kynna sér samtökin enn
frekar. „Ég keypti bók sem Sara og
stofnandi Empower Nepali Girls gáfu
út í sameiningu, sem fjallaði bæði um
ævintýraferð Söru og samtökin. Var
ekki lengi með þessa bók því hún var
svo spennandi, og varð heilluð af
þessu starfi þeirra. Þetta eru lítil
samtök sem voru stofnuð af banda-
rískum sálfræðingi og styrkja nep-
alskar stelpur úr lægstu stigum þjóð-
félagsins til náms. Þannig reyna þau
að minnka hættuna á því að þær verði
seldar í kynlífsþrælkun eða giftar
barnungar.“ Guðrún segir samtökin
hafa náð góðum árangri þessi 15 ár
sem þau hafi verið starfrækt.
„Empower Nepali Girls eru
núna að styrkja um 300 stúlkur. Það
sem er svo dásamlegt við þessi sam-
tök er að þau eru persónuleg, bæði
stelpunum og fjölskyldum þeirra er
var Guðrún ákveðin í að leggja sitt af
mörkum. Hún kannaði hvaða teng-
ingu samtökin hefðu við Ísland, en
komst að því að engin slík var til. Hún
ákvað því að grípa til sinna ráða. „Ég
skrifaði Söru tölvupóst og spurði
hana hvað við gætum gert hér heima.
Í kjölfarið stofnuðum við Íslandsdeild
samtakanna. Eftir að við höfðum
rætt mikið saman kom Sara til Ís-
lands í byrjun mars og hélt hérna fyr-
irlestur um ferðina sína á Everest.
Við héldum svo stofnfund Íslands-
deildarinnar. Við fylltum stóra stofu í
Háskóla Reykjavíkur, fólk var alveg
ótrúlega heillað af Söru og hennar
frásögn.“ Í framhaldi af stofnfund-
inum héldu þær Sara og Guðrún við-
burðinn Mitt eigið Everest sem hald-
inn var á Úlfarsfelli í maí
síðastliðnum.
„Ég sagði við Söru þegar ég
skrifaði henni fyrst að ég væri aldrei
að fara að klífa Everest en ég hlyti að
geta fundið mitt eigið Everest til að
klífa. Þannig kom það til að halda
þennan viðburð á Úlfarsfelli. Mér
fannst vanta fjölskylduviðburð sem
tengist fjallgöngum. Þarna vorum við
með fjallgönguviðburð sem öll fjöl-
skyldan gat komið og tekið þátt í. Við
vorum nokkur sem gengum í fjórtán
tíma upp og niður Úlfarsfell. Þeir
sem fóru oftast fóru allt upp í tólf
ferðir, nokkrir fóru níu ferðir og svo
voru margir sem fóru bara eina ferð.
Fyrir þá jafnaðist það á við að klífa
Everest-fjall, að komast einu sinni
upp á Úlfarsfellið. Allir tóku sína
áskorun og fóru út fyrir þæg-
indarammann. Þetta var ótrúlega vel
heppnað og skemmtilegt.“ Þessi
mikla athafnakona hefur síður en svo
lagt árar í bát þrátt fyrir að vera
kannski ekki að fara að klífa Everest-
fjall.
Margt smátt gerir eitt stórt
„Ég er að fara að taka þátt í
Reykjavíkurmaraþoninu núna í ágúst
og er að safna áheitum fyrir Empo-
wer Nepali Girls. Við erum komin
með yfir 20 hlaupara sem hafa valið
samtökin sem sitt áheitafélag sem er
frábært.“ Guðrún skorar á fólk að
styrkja samtökin, því margt smátt
geri eitt stórt og það geti skipt sköp-
um. „Það er hægt að gera svo ótrú-
lega mikið fyrir svo lítið. Fyrir litlar
20 þúsund krónur er hægt að styrkja
eina stelpu í Nepal til náms í heilt ár.
Okkar peningar hér á Íslandi marg-
faldast í virði þegar þeir eru komnir
til Nepals. Það er svo lítið sem þarf,
það sem við getum lagt af mörkum
getur orðið að svo ótrúlega miklum
verðmætum í lífi þessara stúlkna,“
segir Guðrún.
Vinkonur Guðrún Harpa og Sara Safari uppi á Úlfarsfelli í maí.
fylgt mjög vel eftir. Það fara sjálf-
boðaliðar nokkrum sinnum á ári út til
Nepals til að heimsækja þær og sjá til
þess að þær séu örugglega að sækja
skólann. Skólagjöldin og allur kostn-
aður er greiddur beint þannig að fjöl-
skyldan getur ekki ráðstafað pening-
unum sjálf. Það er bara verið að
greiða fyrir skólagönguna, þannig að
það er góð eftirfylgni. Fyrstu stúlk-
urnar sem voru styrktar fyrir 15 ár-
um eru núna komnar í gegnum há-
skóla.“
Fann sitt eigið Everest
Eftir að hafa kynnt sér samtökin
Samtökin Empower Nepali Girls
voru stofnuð fyrir 15 árum. Á
þeim árum hefur mikið og gott
starf unnist en samtökin vinna
eftir þeirri hugsjón að breytingar
náist í gegnum menntun kvenna í
verkfræði og læknisfræði meðal
annars. Um góðgerðarsamtök er
að ræða sem treysta á framlag
velviljaðra einstaklinga og fyr-
irtækja. Samtökin fagna því nú að
fyrstu stúlkurnar sem styrktar
voru hafa lokið háskóla og því
sannarlega hægt að tala um að
góður árangur hafi náðst. Á
heimasíðu samtakanna
www.empowernepaligirls.org má
finna allar helstu upplýsingar
Um Empower Nepali Girls
GÓÐUR ÁRANGUR HEFUR NÁÐST NÚ ÞEGAR
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum
g auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu
g fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Við hjálpum þér
að bæta lífsgæðin
R
o
o
Galdrastrákurinn góðkunni, Harry
Potter, er 37 ára í dag. Af því tilefni
verður svokallaður Harry Potter-
dagur haldinn hátíðlegur á bóka-
safni Kópavogs. Harry Potter-
kvikmyndamaraþon hefst klukkan
09:00.
Klukkan 14:00 verður svo töfrandi
sögustund þar sem að fyrsti kaflinn
í Harry Potter og viskusteininum
verður lesinn. Bókasafn Kópavogs
hvetur alla til þess að mæta uppá-
klæddir sem uppáhaldspersónan sín
og njóta dagsins.
Þá verður einnig Harry Potter-
þema á bókasafninu í Garðabæ, og
þar verður boðið upp á afmæl-
iskaffi, ásamt því að Harry Potter-
þraut verður lögð fyrir gesti. Þeir
sem geta leyst þrautina verða verð-
launaðir með veglegum Harry Pot-
ter-gjöfum.
Sögurnar um galdrastrákinn eftir
J.K. Rowling hafa notið fádæma vin-
sælda síðan fyrsta bókin kom út
fyrir 20 árum og virðist ekkert lát
vera á þeim vinsældum. Ungir sem
aldnir njóta sagnanna ennþá í dag.
Galdrastrákurinn sem allir þekkja fagnar tímamótum
Reuters
Vinsæll Harry Potter á afmæli í dag. Sögurnar um hann lifa enn góðu lífi.
Afmæli Harry Potter fagnað
í Kópavogi og í Garðabæ