Morgunblaðið - 31.07.2017, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017
VEISLUÞJÓNUSTA
MARENTZU
www.marentza.is - 553 8872 - info@marentza.is
Allar gerðir af veislum
sérsniðnar að þínum þörfum
• Fermingarveislur • Brúðkaup
• Erfidrykkjur • Veitingar fyrir fundi
• Móttökur • Útskriftir
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Allt í heyskapinn
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Blendnar tilfinningar ríkja meðal
kaupenda og verslunareigenda í
Mósúl eftir að hersveitir Íraka
endurheimtu völdin í borginni eftir
þriggja ára blóðuga baráttu við
liðsmenn vígasamtaka Ríkis íslams.
Sumir kaupendur og verslunar-
eigendur í Gugjali, einu fyrstu
svæðanna sem hersveitir Íraka
endurheimtu, í austurhluta Mósúl,
segja stjórnvöld ekki hafa gert nóg
til þess að endurbyggja svæðið en
aðrir vonast til þess að utanaðkom-
andi aðstoð berist.
Yunes Abdullah, fyrrverandi
hermaður, rekur viðgerðabás fyrir
rafmagnstæki á markaði í Gugjali.
Hann segir stjórnvöld ekki hafa
gert nóg til þess að endurbyggja
borgina.
„Mósúl verður aldrei söm.
Stjórnvöld hafa ekki gert neitt,
hvorki vegir né byggingar hafa
verið endurreist og svo er það fólk-
ið í borginni sem sér um að þrífa
strætin,“ segir Abdullah og bætir
við að hann telji yfirvöld í landinu
óheiðarleg þar sem þau dragi sér
fé borgaranna. Hann viðurkennir
þó að stjórnvöld haldi landinu
öruggu, en í dag eru þrjár vikur
liðnar síðan hersveitir Íraka lýstu
yfir sigri í borginni. Aðrir versl-
unareigendur á svæðinu taka í
svipaðan streng og telja stjórnvöld
ekki hafa gert neitt fyrir íbúa
landsins sem misst hafa allar eigur
sínar í stríðsátökunum. Skiptar
skoðanir eru meðal fólks á mark-
aðinum í Gugjali um stöðu og
framtíð Mósúl; einhverjir telja
borgina þurfa á aðstoð Bandaríkj-
anna að halda, aðrir segja ríkis-
stjórnina þurfa meiri tíma og enn
aðrir segja ástandið hafa batnað
töluvert. Þeir sem eru á mark-
aðnum, neytendur og verslunareig-
endur, nota þó allir sama frasann;
„Inshallah“, sem merkir „vilji
guðs“ á arabísku. Þeir vonast til
þess að öryggi og uppbygging
borgarinnar verði til þess að það
fólk sem flúði borgina snúi aftur.
Meðal neytenda sem staddir
voru á markaðnum er fréttamaður
AFP kom þar við er Mohammed
Jassen. Hann segir fólk í borginni
þurfa að sýna þolinmæði, Mósúl
verði ekki endurreist á einni nóttu.
„Stjórnvöld hafa mikið á sinni
könnu, þau þurfa tíma til þess að
fá hlutina til þess að ganga sinn
vanagang á nýjan leik,“ segir hann
og bætir við að endurreist innviða
landsins eigi að vera í algjörum
forgangi. „Uppbygging innviða
borgarinnar ætti að vera forgangs-
mál yfirvalda, það þarf að endur-
byggja vegi, spítala og byggingar
borgarinnar,“ segir hann.
„Mósúl verður aldrei söm“
Hluti verslunareigenda og kaupenda í Mósúl óánægður með aðgerðarleysi yfir-
valda á meðan aðrir telja þau þurfa tíma Vonast er til að íbúar snúi aftur heim
AFP
Verslun Á markaði í austurhluta Mósúl má nú finna fisksala á ný, en vígamenn Ríkis íslams hafa misst tök sín á
borginni. Íbúar eru þó margir hverjir uggandi yfir ástandinu og ekki eru allir á eitt sáttir við aðgerðir stjórnvalda.
Herdómstóll í
Ísrael hefur
staðfest dóm yfir
þarlendum her-
manni, Elor Az-
aria, sem dæmd-
ur var í 18 mán-
aða fangelsi
fyrir manndráp.
Var hann sak-
felldur fyrir að
hafa í byrjun árs skotið til bana
palestínskan árásarmann, en málið
vakti mikla athygli í Ísrael og
klauf þjóðina í tvær andstæðar
fylkingar.
Azaria, sem er 20 ára, skaut
ungan pilt í höfuðið eftir að sá
hafði verið afvopnaður skömmu
áður. Pilturinn, sem var 21 árs
gamall, hafði þá veist að ísr-
aelskum hermanni á Vesturbakk-
anum með eggvopni. Benjamin
Netanyahu, forsætisráðherra Ísr-
aels, hefur þegar krafist þess að
Azaria verði náðaður.
ÍSRAEL
Herdómstóll stað-
festi fangelsisdóm
Elor Azaria
Rússneskir sjóliðar gengu í gær taktföstum skrefum í
borginni Sevastopol á Krímskaga, en verið var að
halda upp á afmæli rússneska flotans. Hátíðahöld fóru
víðar fram, meðal annars í Pétursborg, fæðingarstað
sjóhersins rússneska, og tóku um 50 herskip og kafbát-
ar þátt í ýmsum hersýningum.
Rússneskir hermenn sýndu mátt sinn í Sevastopol á Krímskaga
AFP
Hersýningar í tilefni afmælis flotans
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, staðfesti í gærkvöldi
að 755 starfsmenn bandarísku utanríkisþjónustunnar
myndi yfirgefa landið 1. september næstkomandi.
Með þessu eru rússnesk yfirvöld að svara nýjum lög-
um um hertar viðskiptaþvinganir gegn Rússum sem
samþykkt voru í bandaríska þinginu á föstudaginn sl. Do-
nald Trump, bandaríkjaforseti hefur gefið í skyn að hann
muni undirrita lögin á næstu dögum.
Lagasetningin mikil vonbrigði
Vladimir Pútín segir lögin mikil vonbrigði þar sem
hann hafi vonast til þess að samband landanna myndi
batna. „Ég hef ákveðið að 755 bandarískir erindrekar af
svona um það bil 1000 sem núna eru í Rússlandi muni
hætta að starfa í landinu. Ég hafði vonast til þess að sam-
band landanna myndi batna en miðað við núverandi að-
stæður er talsverður tími þangað til af því verður,“ sagði
Pútín í samtali við rússneska ríkisútvarpið.
Utanríkisráðuneyti Rússa hefur áður krafist þess að
dregið yrði úr viðveru Bandaríkjanna í Rússlandi. Ráðu-
neytið hefur sagt að það telji að Bandaríkjamenn eigi að
hafa jafnmarga diplómata í Rússlandi og Rússar eru með
í sinni þjónustu í Bandaríkjunum eða 455 talsins.
aronthordur@mbl.is
Rússar senda bandaríska
erindreka til síns heima
Svar við hertum viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna
Bandaríkjaher prófaði í gær með
góðum árangri THAAD-eld-
flaugavarnakerfið sem sett hefur
verið upp á Kóreuskaga og vest-
anhafs vegna tíðra tilrauna stjórn-
valda í Pjongjang með kjarnavopn
og skotflaugar.
Í prófinu var eldflaug skotið úr
flugvél bandaríska flughersins yfir
Kyrrahafinu. Eining THAAD-
kerfisins í Alaska varð vör við, elti
uppi og stöðvaði skotmarkið.
BANDARÍKIN
Eldflaugavarnir
prófaðar á skotmörk