Morgunblaðið - 31.07.2017, Page 17

Morgunblaðið - 31.07.2017, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017 Á gulu ljósi Valur er með örugga forystu í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en umferðarljósin gegnt Hlíðarenda hikstuðu og spyrna þurfti við fótum. Ófeigur Það er óvenjulegt að til sé sérstakt sögufélag í einstökum borgarhluta Reykja- víkur enda þótt sög- unni kunni að vera haldið til haga í ýms- um borgarhverfum. Sagan er svo að segja við hvert fótmál ef menn líta í kringum sig hvar sem þeir búa. Á Kjalarnesi, eða í Reykjavík 116, var Sögufélagið Steini stofnað fyrir nokkrum árum og hefur látið margt til sín taka. Það var nefnt til heiðurs kennara við Klébergsskóla sem var vinsæll mjög og mikill sögumaður, náði vel til barna og fullorðinna. Þessi ágæti maður hét Þorsteinn Broddason, kallaður Steini, og féll frá á besta aldri. Blessuð veri minning hans. Þetta litla sögufélag hefur meðal annars komið fyrir söguskiltum á nokkr- um stöðum á Kjalarnesi þar sem samþættuð er saga og náttúra. Alls staðar tvinnast hún saman í lífi fólks og starfi. Sögufélagið hefur og gengist fyrir ýmsum fyr- irlestrum um margvísleg söguleg efni. Félagið er lítið en stórhuga. Sú hugmynd hefur lengi verið á kreiki á Kjalarnesi að minnast með einhverjum hætti að sagnir herma að á Esjubergi hafi verið reist fyrsta kirkja á Íslandi, um 900, eða hundrað árum áður en kristnitaka fór fram á Alþingi árið 1000. Þessi forna kirkja sem getið er um í Landnámu (Sturlubók) hefur ekki fundist og skýringin líkast til sú að skriðuföll hafa verið mikil á umliðnum öld- um úr Esju og menjar um hana hafa því horfið. En sagan hefur lifað með kynslóð- unum og þess vegna meðal annars er hún saga hvernig svo sem henni hefur undið fram. Nú hefur Sögu- félagið Steini gengist í það mikla verk að hafa forystu um lif- andi minnismerki um þessa fyrstu kirkju Íslands með því að koma upp útialtari á Esju- bergi á Kjalarnesi. Hefur félagið meðal annars hrundið af stað fjár- söfnum á Karolina Fund því allt kostar fé en félagið er lítið og hef- ur úr litlu að spila. Landeigandi Esjubergs gaf góðfúslega leyfi fyr- ir því að ráðist yrði í þetta verk á landi hans. Og biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, tók fyrstu skóflustunga að altarinu ásamt öðrum í maímánuði í fyrra. Margir reka upp stór augu og eyru þegar minnst er á útialtari við Esjuberg og spyrja ýmissa spurn- inga og ekki síst þegar þeir frétta að altarið verði með keltnesku yf- irbragði: hringlaga með dyrum sem vísa í höfuðáttir, og altarið snýr að sjálfsögðu í austur, mót sólu og upprisu. Það verður krist- inn helgistaður. Hálfnað verk þá hafið er, búið er að hlaða hluta úr ysta hring. Altarissteinninn er ellefu tonn að þyngd, fagur og vel formaður, og er fenginn að gjöf úr Esjubergs- námum. Upp úr altarissteininum mun svo rísa veglegur keltneskur kross sem blasir við vegfarendum fara um Vesturlandsveg. Sá sem sagan segir að reist hafi kirkju á Esjubergi, þá fyrstu á Íslandi, var Örlygur nokkur Hrappsson. Hann var af írskum ættum og fékk þau fyrirmæli frá Patreki biskupi á Suðureyjum að kirkjan skyldi helg- uð hinum írska dýrlingi Kolumba (eða Kólumkilla). Keltar eða Írar voru kristnir og miklir hagleiks- smiðir, steinkrossar þeirra voru kunnir en höfuðeinkenni þeirra er hringur milli krossarmanna. Kristni Kelta var mjög nátt- úrtengd og þess vegna er altarið á Esjubergi mjög svo tilvalið til að minnast þessar róta og kallast meðal annars á við áhuga nútíma- manna á náttúrunni. Íslensk nátt- úra vefur sig um útialtarið á Esju- bergi. Esjurætur blasa við þeim á aðra hönd er sitja í hringnum á hlöðnum sætum og borgin við hina. Þarna sjást með tilþrifamiklum hætti tengsl manns og náttúru. Fjallið okkar Reykvíkinga, Esja, er skjólið góða fyrir mann og náttúru, og gleður augað með fegurð sinni, bláma, mýkt og festu, náttúrperla sem menn hafa lengi dáðst að. Fjallið sem dregur tugþúsundir manna til sín á ári hverju. Útialt- arið á Esjubergi verður notað í margvíslegum tilgangi sem sam- ræmist kristinni trú. Menn geta setið þar úti og íhugað lífið og til- veruna. Þar hafa nú þegar verið hafðar um hönd útiguðsþjónustur, og síðan getur fólk á öllum aldri óskað eftir því að vera gefið þar saman eða látið skíra börn sín þar. Esjubergsaltarið er þar sem geng- ið er upp á Kerhólakamb Esju en í framtíðinni verður kannski komið á tengingu við aðalgönguleiðina á Esju, Þverfellshornið, með stíg að altarinu sem tengist hinni gömlu póstleið í hlíðum Esju en margir eru áhugsamir um hana og þá sögu sem hún geymir. Útialtarið á Esju- bergi er merkilegt framtak Sögu- félagsins Steina sem og ýmissa að- ila sem velviljaðir eru þessu verkefni. Kjalarnessprófastsdæmi hefur til dæmis stutt verkefnið myndarlega o.fl. aðilar. Nú þurfa sem flestir að leggja málefninu lið með einum eða öðrum hætti. Úti- altarið á Esjubergi mun nefnilega hafa mikið aðdráttarafl í framtíð- inni og draga fram þá staðreynd að mikilvægt er að minnast sögu Ís- lands með lifandi hætti og sem fjöl- breytilegustum eins og með útialt- ari! Eftir Hrein S. Hákonarson » Íslensk náttúra vef- ur sig um útialtarið á Esjubergi. Esjurætur blasa við þeim á aðra hönd er sitja í hringnum á hlöðnum sætum og borgin á hina. Hreinn S. Hákonarson Höfundur er Kjalnesingur og áhugamaður um sögu Af hverju útialtari við Esjurætur? Ljósmynd/Hreinn S. Hákonarson Útialtari Setbekkur úr hlöðnu íslensku grjóti við útialtarið á Esjubergi. Sl. laugardag 29. júlí varð Björgvin Þorsteinsson Ís- landsmeistari í flokki 35 ára og eldri í golfi. Mótið fór fram í Vestmannaeyjum. Björgvin er 64 ára gamall og atti á mótinu kappi við miklu yngri golfmeistara. Ekki nóg með það. Hann lék hringina þrjá á 209 höggum, eða einu höggi undir pari vallarins. Næsti maður var á 216 höggum. Ferill Björgvins Þorsteins- sonar í golfinu er einstakur. Hann varð sex sinnum Ís- landsmeistari í efsta flokki á 8. áratugnum. Hann hefur tekið þátt í 54 síðustu Ís- landsmótum án þess að missa úr eitt einasta ár. Fyrstu sjö árin spilaði hann í unglinga- flokki en síðan í meistara- flokki. Samtals eru meistara- mótin í efsta flokki því orðin 47 talsins. Ég leyfi mér að geta mér þess til að annað dæmi sem jafnist á við þetta sé ekki til nokkurs staðar í heiminum. Hvernig mætti það vera? Ekki þarf að fara um það mörgum orðum hversu svo glæsilegur ferill sem þessi eykur veg íþróttarinnar og útbreiðslu hennar. Væri ekki verðugt að Golfsambandið eða jafnvel Íþróttasamband Íslands sæmdi þennan mikla meistara sérstakri viðurkenn- ingu fyrir afrek hans? Slíkt hefur verið gert af minna til- efni. Jón Steinar Gunnlaugsson Einstakur afreks- maður Höfundur er lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.