Morgunblaðið - 31.07.2017, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017
✝ Gísli Arasonfæddist 16.
september 1917.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Skjólgarði 21. júlí
2017.
Foreldrar hans
voru Sigríður
Gísladóttir og Ari
Sigurðsson, Borg á
Mýrum, A-Skaft.
Gísli var þriðji
elstur af ellefu systkinum, þau
voru Vigfús, Sigurður, Fjóla,
Guðjón, Lilja, Ástvaldur, Stein-
unn, Ragnar, Jón og Hólm-
fríður. Á lífi eru Lilja, Ragnar,
Jón og Hólmfríður.
Gísli kvæntist Álfheiði Magn-
Björn Björnsson og eiga þau
tvær dætur. Andvana fæddur
sonur, f. í janúar 1958. Erna, f.
28.9. 1959, maki Haukur Reyn-
isson og eiga þau þrjú börn.
Barnabarnabörnin eru 22 og
barnabarnabarnabörnin tvö.
Gísli vann ýmis verka-
mannastörf til sjós og lands en
lengst af vann hann við Mjólk-
ursamlag KASK. Seinni hluta
starfsævinnar var hann heil-
brigðisfulltrúi og safnvörður
við Byggðasafn A-Skaft. Hann
vann ötullega að stofnun þess.
Gísli hafði mikinn áhuga á fé-
lagsmálum, starfaði m.a. í Leik-
félagi Hornafjarðar og Félagi
aldraðra og söng með ýmsum
kórum. Hann var mikill nátt-
úruunnandi og átti mikið steina-
safn.
Útförin fer fram frá Hafnar-
kirkju í dag, 31. júlí 2017, kl. 14.
úsdóttur, f. 29.7.
1919, d. 1.2. 2015,
19.5. 1940. Gísli og
Álfheiður hófu bú-
skap í Holtum á
Mýrum en fluttu á
Höfn 1946 og
bjuggu þar til ævi-
loka. Þau eign-
uðust sex börn.
Guðrún Sigríður, f.
8.4. 1941, maki
Eymar Ingvarsson
og eiga þau tvö börn. Sig-
urborg, f. 25.6. 1943, maki Ing-
ólfur Arnarson og eiga þau
þrjár dætur. Magnhildur, f. 7.7.
1946, d. 25.2. 2016, maki Þór-
ólfur Árnason og átti hún einn
son. Ingibjörg, f. 6.9. 1951, maki
Elsku besti afi minn, Gísli Ara-
son, er látinn.
Afi Gísli hafði einstaklega góða
nærveru. Fas hans einkenndist af
rólyndi og hann var blíður og ljúfur
með eindæmum. Þess vegna var
alltaf gott að vera nálægt afa.
Minningarnar hafa hrannast
upp í huga mínum undanfarna
daga. Meðal annars eru það mosa-
ferðirnar sem hann fór með okkur
barnabörnin í rétt fyrir jólin þegar
við vorum lítil. Þá keyrði hann með
okkur í bílnum sínum inn í sveit og
þar náðum við í mosa svo að amma
og mæður okkar gætu nú útbúið
jólaskreytingar. Þetta þótti mér
skemmtilegt og trúi því að afa hafi
þótt það líka.
Önnur minning er síðan sumar-
ið 1982, en þá fluttum við fjölskyld-
an búferlum frá Höfn til Egils-
staða. Ég var svo lánsöm að fá að
vera eftir á Höfn hjá ömmu og afa í
Björk þegar mamma og pabbi fóru
austur. Það var góður tími. Á þess-
um tíma var afi safnvörður á
Byggðasafni Austur-Skaftafells-
sýslu sem staðsett var í Gömlubúð.
Þáverandi forseti Íslands, frú Vig-
dís Finnbogadóttir, var væntanleg
í heimsókn austur, m.a. á byggða-
safnið og tók afi ekki annað í mál
en að ég fengi frí úr minni vinnu til
að geta verið með honum þegar
hann tæki á móti forsetanum okk-
ar. Þetta þótti mér afar merkilegt
og dagurinn er mér ljóslifandi í
minningunni.
Afi safnaði steinum og var mikill
áhugamaður um þá. Þegar þau
amma bjuggu í Björk var ævintýri
líkast að fara í steinaherbergið og
skoða steinana sem hann geymdi
þar. Fáeinir þeirra prýða nú heim-
ili mitt, en afi gaf dóttur minni þá
vegna áhuga hennar á steinum.
Það er notalegt að hafa þá hér því
þeir minna okkur á afa.
Afi var hafsjór af fróðleik og
sögum og mér fannst alltaf gaman
að hlusta á hann segja frá. Ósjald-
an sátum við afi saman inni í her-
bergi í Litlu-Björk, skoðuðum
myndir, bækur, bréf og fleira í
þeim dúr og afi þreyttist ekki á að
segja mér frá fyrri tíð. Þetta eru
ógleymanlegar stundir.
Afi tók alltaf vel á móti okkur
þegar við fjölskyldan litum inn,
bæði í Litlu-Björk og síðar á hjúkr-
unarheimilinu þar sem hann dvaldi
síðustu æviárin sín. Börnunum
mínum þótti langafi mjög merki-
legur maður og nutu þess að vera
samvistum við hann. Hann fylgdist
vel með þeim og spurði alltaf um
þau öll. Þegar langalangafastelpan
bættist svo í hópinn fyrir tæpum
þremur árum sýndi hann henni
líka mikinn áhuga og vildi fylgjast
með. Ég veit að þannig var því líka
háttað með öll hin barnabörnin og
barnabarnabörnin. Afi hafði áhuga
á fólkinu sínu.
Elsku afi minn, takk fyrir allar
góðu stundirnar okkar, takk fyrir
allan tímann sem þú gafst mér,
takk fyrir allt sem þú kenndir mér.
Ég mun aldrei gleyma þér.
Nú ertu farinn til fundar við
ömmu og ég veit að þið njótið þess
að vera saman eins og áður.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Álfheiður Ingólfsdóttir.
Elsku „afi á Hornafirði“ er dá-
inn. Frá því ég var barn hefur afi
verið sá einstaklingur sem ég hef
litið mest upp til. Það jafnaðist á
við andlega hreinsun að heim-
sækja ömmu og afa til Hornafjarð-
ar, hvort sem ég var barn eða full-
orðinn.
Dýrmætar eru mér stundirnar í
æsku sem ég eyddi með afa í
Byggðasafninu. Hann var að dytta
að hlutum og gera upp húsgögn,
báta, verkfæri og margt fleira. Ég
fékk að smíða mér einfalda hluti og
afi gaf sér alltaf tíma til að aðstoða
mig. Í kaffitímanum drakk afi kaffi
en ég fékk te og við mauluðum
matarkex með. Kjallaraherbergið í
Gömlubúð var alveg jafn mikill
ævintýraheimur og aðrir staðir
hússins.
Eitt sumarið þegar ég skrapp
einn í nokkurra daga ferð til
Hornafjarðar, þá réð afi mig í
vinnu sem aðstoðarsafnvörð. Ég
var varla eldri en 11 ára þegar ég
gekk um safnið og reyndi að
bjarga mér á ensku við að leiðsegja
ferðamönnum. Orðaforðinn var
bágborinn og vafalaust einhverjir
gestir sem ekki hafa fengið rétta
mynd af safnmunum.
Afi var áhugasamur um margt
sem ég hef verið að gera í gegnum
tíðina, þó sumt af því hafi ekki ver-
ið jafn gáfulegt og annað. Tónlist-
ariðkun mína spurði hann oft um,
hvort sem það var þungarokk eða
kórsöngur, og sagði það oft hvað
honum þætti vænt um að við fjöl-
skyldan værum mikið í tónlist.
Hann hvatti mig til dáða í náminu
sem ég stundaði á síðustu árum.
Afi var yfirleitt mjög þolinmóð-
ur gagnvart mér, hann var ekki
langrækinn ef eitthvað kom upp á
og það var oft stutt í léttan húmor
hjá honum og húmornum fylgdi oft
dulítil orðsnilld.
Afi kunni að setja saman
hnyttnar vísur en hann kunni líka
að yrkja fallegar vísur. Eitt sinn
var afi með foreldrum mínum „inni
í bústað“ og setti hann saman litla
vísu sem mamma samdi lag við.
Síðar orti ég annað erindi. Lagið
kallast Kvöld í Tungufelli og var
það meðal annars sungið við jarð-
arför móður minnar í mars 2016.
Nú glóir jökull og glampar á
Lambasund,
golan sér leikur blítt við Miðfellstind.
Fljótið ræðir við sand á sína lund.
Svona er kvöldsins fagra, fagra ljúfa
mynd.
(Gísli Arason.)
Er dimmir yfir og dulúðin sækir að,
dalalæðan birkið gælir við.
Sofa þar fuglar og fljóð á góðum stað.
Friðsælir lækirnir heilsa að gömlum sið.
(Hallur Guðmundsson.)
Síðasta skiptið sem ég hitti afa
var fallegan morgun í mars síðast-
liðnum. Ég hafði spilað með vini
mínum á tónlistarhátíð á Höfn
kvöldið áður. Þetta var í fyrsta sinn
í nokkur ár sem við afi vorum einir
saman. Við ræddum eitt og annað
en stjórnmálum líðandi stundar
nennti hann ekki að fylgjast með,
hann nennti ekki að svekkja sig á
þeim lengur og vildi njóta „rest-
arinnar“ eins og hann orðaði það.
Ég kvaddi hann með orðunum:
„Sjáumst í haust, afi minn, í afmæl-
inu þínu“ en hann svaraði að
bragði: „Ef ég tóri“ og við glottum
báðir.
Elsku ættingjar og vinir. Ég
óska þess að æðri máttur umvefji
okkur í sorginni.
Nú situr afi með ömmu og
mömmu á rauðu skýi og spilar
manna við þær. Ætli hann segi
grand næst?
Elsku afi minn, takk fyrir sam-
veruna, takk fyrir allt!
Hallur.
Elsku afi er farinn. Hann lá
nokkrar banalegurnar en reis allt-
af upp frá dauðum. En þetta var sú
síðasta.
Afi kenndi mér á munnhörpu en
amma kenndi mér að blóta. Ég
man fjaðrafokið þegar Þjóðviljinn
hætti að koma út. Það kom ekki til
greina að kaupa neitt kapítalistaá-
róðursrit.
Afi var alltaf að brasa eitthvað.
Við fórum að ná í hreindýramosa.
Við máluðum Gömlu búð og dytt-
uðum að gömlum munum. Svo
opnuðum við Byggðasafnið okkar.
Við fórum út á Stokksnes og upp í
Lón og söfnuðum steinum. Bestu
steinana fundum við í Hoffelli. Ég
eyddi ómældum tíma í að skoða
steinasafnið hans afa. Við spiluðum
á orgel, munnhörpu og greiðu. Við
fórum í mjólkurstöðina hans afa.
Við skoðuðum fugla. Settum niður
kartöflur. Tókum upp kartöflur.
Borðuðum kartöflur. Við tálguðum
birkigreinar. Afi var listamaður.
Ég man þegar afi lék Bastían bæj-
arfógeta í Kardemommubænum í
Sindrabæ. Ég var svo montin af
honum. Hann var í aðalhlutverki
en mamma fékk bara að leika eld-
húsborð.
Enn man ég margt af því sem
afi kenndi mér um steinana, fjöllin
og jökulinn. Óteljandi voru ferðirn-
ar inn í Hoffell, inn í bústað. Hof-
fellsjökull, aurarnir, Geitafellið og
gilin. Að laga heimagerðu vatns-
veituna. Að laga vegarslóðann.
Þessir töfrar við frumstæða bú-
staðinn hans afa. Ekkert fólk.
Kyrrðin, birkið, grjótið og jökull-
inn. Einfalt. Og síðdegisböllin inni í
Holtum við harmonikkuspil. Við
skoðuðum bækur saman. Í seinni
tíð batt afi inn bækur og gerði það
af mikilli list. Við spiluðum norska
vist og manna. Amma var meira
fyrir spilamennskuna en afi og þá
blótaði hún einna mest. Norska
vistin var ómissandi eftir hádegis-
matinn.
Oft voru gestir hjá ömmu og afa
í Björk. Þau voru vinmörg og
Borgarættin er stór. Það var gam-
an á ættarmótum. Ég tala nú ekki
um þegar Jón, bróðir afa, tók upp
nikkuna og allir fóru að dansa. Síð-
ast sá ég þá bræður spila saman í
fyrrahaust þegar afi varð 99 ára.
Jón spilaði á nikkuna og afi á
munnhörpu. Og systur þeirra
sungu.
Það er eftirminnilegt þegar við
Elín Arna urðum strandaglópar á
Klaustri eftir útilegu í Skaftafelli.
Við vorum á unglingsaldri og báð-
ar gráhærðar. Okkur hafði mistek-
ist að lita ljósa hárið okkar svart.
Afi og amma voru á heimleið úr
ferð með eldri borgurum og við
fengum að fljóta með heim á Höfn.
Amma hnussaði yfir útganginum á
okkur. Hún hnussaði svo vel. En
afi bara brosti og hló. Afa fannst
lífið svo fínt.
Ég hélt alltaf að afi myndi
kveðja okkur uppi á fjalli eða ein-
hvers staðar í urð og grjóti. Hvergi
kunni hann betur við sig en úti við.
„Einhversstaðar í öllu þessu grjóti á ég
heima.“ (Pétur Gunnarsson.)
Elsku Bjarkarsystur og allt
okkar fólk. Elsku mamma mín. Við
vorum heppin að hafa elsku afa
svona lengi. Hann lifði í hartnær
100 ár.
Hann sagðist koma aftur sem
túnfífill úr moldu. Afi trúði ekki á
Gísli Arason
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
EYGLÓAR FRIÐMEYJAR
GÍSLADÓTTUR,
Lindargötu 57, Reykjavík,
áður Hvanneyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Vitatorgi fyrir góða umönnun.
Brynjar Haraldsson Unnur G. Jónsdóttir
Þórir Haraldsson María S. Þorbjörnsdóttir
Guðrún Sigríður Haraldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
GUÐMUNDUR HELGASON,
Knarrarstíg 1,
Sauðárkróki,
lést þriðjudaginn 25. júlí á Heilbrigðis-
stofnun Norðurlands á Sauðárkróki.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju
föstudaginn 4. ágúst klukkan 14.
Alfreð Guðmundsson Helga Kristín Sigurðardóttir
Ágúst Guðmundsson Anna Jóhanna Hjartardóttir
Ingólfur Örn Guðmundsson Sigrún Jónsdóttir
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
KARL EINARSSON,
Vallargötu 21,
Sandgerði,
andaðist þann 27. júlí á Nesvöllum í
Reykjanesbæ. Jarðarförin auglýst síðar.
Gréta Frederiksen
Ólína Fríða
Margrét Reynir
Kalli Grétar Alda
Elskulegi sambýlismaður minn, faðir okkar,
afi, sonur og bróðir,
BIRGIR BREIÐFJÖRÐ AGNARSSON,
Háaleitisbraut 111,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 20. júlí. Útförin verður gerð frá Guðríðarkirkju
miðvikudaginn 2. ágúst klukkan 13.
Kærar þakkir til Óttars Bergmanns, lækna og starfsfólks á 12E.
Guðný Birgitta Harðardóttir
Alexandra Óskarsson
Eðvarð Geir
Birta Líf
Guðmundur Helgi
Arnar Breki Gunnarsson
Ingirós Filippusdóttir
Filippus Einarsson
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför
ÞORBJARGAR GUÐRÚNAR
GUÐJÓNSDÓTTUR,
áður til heimilis að Gróðrarstöðinni í
Grænuhlíð við Bústaðaveg,
sem lést á Hrafnistu mánudaginn 12. júní og var jarðsungin
miðvikudaginn 19. júní.
Jóna Gunnarsdóttir
Guðjón Reynir Gunnarsson
Vernharður Gunnarsson Björg Árnadóttir
Ósk Gunnarsdóttir Snorri Arnfinnsson
Gunnar Þór Gunnarsson
Katrín Rós Gunnarsdóttir
barnabörn og langömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
ANNA GUÐLAUG MAGNÚSDÓTTIR,
Anna Lauga,
lést á dvalarheimili Hrafnistu í Reykjavík
25. júlí.
Jarðarförin fer fram í kapellu Fossvogskirkju miðvikudaginn
2. ágúst klukkan 11.
Ingvar Guðfinnsson
Magnús Guðfinnsson
Árný Guðfinnsdóttir
tengdabörn, barnabörn,
barnabarnabarn og systkini
Ástkær eiginmaður minn, faðir minn,
tengdafaðir og afi,
JÓN GRÉTAR VIGFÚSSON
sjómaður,
Fjarðarbakka 3,
Seyðisfirði,
lést á Landspítalnum við Hringbraut
aðfaranótt 28. júlí.
Jóhanna Sigurjónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir Konráð Þór Ólafsson
og barnabörn
Ástkær unnusta mín, dóttir, systir,
föðursystir og barnabarn,
HELENA BJÖRK ÞRASTARDÓTTIR
safnvörður,
Urðarvegi 43, Ísafirði,
er látin. Útför hennar verður gerð frá
Ísafjarðarkirkju fimmtudaginn 3. ágúst
klukkan 14.
Augustine Bernard Quillia
Þórlaug Þ. Ásgeirsdóttir Finnbogi Karlsson
Þröstur Kristjánsson Aðalbjörg G. Hauksdóttir
Ásgeir H. Þrastarson Blómey Ó. Karlsdóttir
Óskírður Ásgeirsson
Messíana Marzellíusdóttir Ásgeir S. Sigurðsson