Fréttablaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 6
skipulagsmál Áform borgarinnar
um að breyta skipulagi þannig að
byggja megi átta hæða hús á Frakka-
stíg 1 mætir mikilli andstöðu í
nágrenninu.
Bygging hússins er hluti af deili-
skipulagstillögu frá borginni sjálfri
sem tekur til tæplega eins hektara
svæðis sem nær yfir óbyggða lóð á
horni Skúlagötu og Frakkastígs og
óbyggt borgarland milli Skúlagötu
og Sæbrautar. Á fyrstu og annarri
hæð á að vera verslun, þjónusta og
önnur atvinnustarfsemi en á hinum
hæðunum sex íbúðir, þar með tald-
ar námsmannaíbúðir.
Breyta á gatnafyrirkomulagi
þannig að tenging frá Skúlagötu
að Sæbraut verði í beinu framhaldi
af Frakkastíg „svo auðvelda megi
aðkomu gangandi vegfarenda að
Sólfarinu“, eins og segir í greinar-
gerð með tillögunni sem enn er til
meðferðar í borgarkerfinu.
Fram kemur í tillögunni að
á svæðinu frá Lækjargötu að Snorra-
braut séu uppi áætlanir um að efla
hreyfingu og lýðheilsu almennings.
„Á Skúlagötunni sunnanvert
verður því fléttað saman starfsemi
á borð við veggtennis, klifur og
þrektæki við rými þar sem boðið
er meðal annars upp á jóga, dans,
Müllersæfingar og ungbarnanudd,“
segir í greinargerðinni. Afmarkaðir
verði staðir fyrir gufuböð og heita
potta. „Eftir kalda göngu við sjávar-
kantinn eða spennuþrunginn leik
verður hægt að stíga í heitan pott
og horfa yfir á Esjuna.“
Þrátt fyrir þessa framtíðarsýn eru
íbúar í kring uggandi. Það á sérstak-
lega við um þá sem búa á Skúlagötu
20 sem flestir eru aldraðir, elsti
íbúðareigandinn er 95 ára.
„Við erum mjög uggandi um
okkar hag, því þessi áform munu
skerða okkar lífsgæði verulega sem
búum vestanmegin í húsinu. Við
munum sitja uppi með óseljanlegar
íbúðir ef við viljum selja og flytja.
Ég vona bara að þið munið hlusta
á okkur og hætta við þennan fárán-
leika,“ segir í athugasemd frá Ingrid
Backman Björnsdóttur á Skúlagötu
20.
Lögmaður húsfélagsins á Skúla-
götu 20 segir að lífsskilyrði íbúa á
Skúlagötu 20 muni skerðast með
skuggavarpi og yfirþyrmandi ásýnd
fyrirhugaðrar byggingar að Frakka-
stíg 1. „Skúlagata 20 verði ekki
eftirsóknarvert hús að búa í, útsýni
þaðan verði óaðlaðandi og sólskin
ekki ná inn í tilteknar íbúðir sem
muni leiða til skerðingar á bæði
líkamlegri og andlegri heilsu þeirra
sem þar búa, það er hinu aldraða
fólki,“ segir í bréfinu. Hann krefst
þess að byggingin verði felld út úr
skipulaginu.
„Það sem íbúar Reykjavíkur
þurfa er andrými og græn svæði en
ekki endalausir turnar með sínum
skuggum og vindstrengjum. Ég má
ekki til þess hugsa að útsýnið úr
stofuglugganum hjá mér næstu ár
verði yfirþyrmandi byggingarfram-
kvæmdir með tilheyrandi hávaða,“
segir í bréfi frá Sólveigu Jónsdóttur
sem kveðst búa í lítilli íbúð vestan
megin í Skúlagötu 20.
Formaður húsfélagsins í Skugga-
hverfi 2-3 segir ýmislegt jákvætt
í skipulagstillögunni. Óánægja
sé aðallega hjá íbúum á fyrstu til
áttundu hæð á Lindargötu 37 og 39.
„Bygging þessa hús mun algerlega
loka fyrir útsýni íbúa Lindargötu
37 til sjávar. Útsýni íbúa Lindar-
götu 39 mun skerðast til muna og
hafa íbúar þar lýst yfir sérstökum
áhyggjum vegna þessa,“ segir í bréfi
húsfélagsformannsins sem vísar
í ákvæði skipulagslaga um bóta-
skyldu vegna lokunar á útsýni og
fleira sem skerða muni verðmæti
íbúðanna. gar@frettabladid.is
Íbúar á Skúlagötu vilja
ekki „endalausa turna“
„Ég vona bara að þið munið hlusta á okkur og hætta við þennan fáránleika,“
segir kona á Skúlagötu. Hún er ein margra sem mótmæla fyrirhugaðri skipulags-
breytingu vegna átta hæða húss á borgarlóð á horni Frakkastígs og Skúlagötu.
Íbúar umhverfis hornlóðina á Frakkastíg 1, sérstaklega á Skúlagötu 20 til vinstri, eru ósáttir við tillögu um byggingu átta
hæða húss þar sem nú er bílastæði. Útsýni hverfi og verðmæti íbúða þeirra muni dragast saman. Fréttablaðið/Ernir
Það sem íbúar
Reykjavíkur þurfa
er andrými og græn svæði en
ekki endalausir turnar með
sínum skuggum og vind-
strengjum.
Sólveig Jónsdóttir, Skúlagötu 20
Opnað hefur
verið fyrir
umsóknir í
myndlistarsjóð
Undirbúningsstyrkir og styrkir til minni
sýningarverkefna allt að 500.000 kr.
Styrkir til stærri sýningarverkefna,
útgáfu-/rannsóknarstyrkir og aðrir
styrkir allt að 2.000.000 kr.
M
yn
dl
is
ta
rs
jó
ðu
r
Veittir verða
Upplýsingar um myndlistarsjóð,
umsóknareyðublað, úthlutunarreglur
og leiðbeiningar er að finna á vefsíðu
myndlistarráðs, myndlistarsjodur.is
Úthlutað verður í mars
Úthlutað er tvisvar úr sjóðnum árinu 2018
Umsóknarfrestur er til miðnættis 15. febrúar 2018
jan
Námskeið í landvörslu
Umhverfisstofnun auglýsir námskeið í landvörslu.
Þátttaka í námskeiðinu veitir landvarðaréttindi.
Námskeiðsgjald er kr. 155.000.
Námskeiðið hefst 8. febrúar og lýkur 4. mars.
Kennt er um helgar og á kvöldin á virkum dögum.
Hluti námskeiðsins verður kenndur í fjarkennslu.
Námskeiðið er háð því að næg þátttaka náist.
Dagskrá námskeiðsins má finna á heimasíðu
stofnunarinnar www.umhverfisstofnun.is., og þar er
einnig rafrænt skráningarform.
Skilyrði er að umsækjendur séu fæddir 1997 eða fyrr.
Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar.
Nánari upplýsingar veitir Jón Björnsson hjá
Umhverfisstofnun, jonb@ust.is
*Ath, öll kennsla og námsgögn eru á íslensku.
Skemmtileg störf í náttúru Íslands 8. febrúar til 4. mars
Sjá nánar á
umhverfisstofnun.is
Námskeiðið spannar rúmar 100 klst.
og megin umfjöllunarefni er:
» Landverðir, helstu störf
» Náttúruvernd og stjórnsýsla
náttúruverndarmála
» Verðmæti friðlýstra svæða, náttúra,
menning og saga
» Gestir friðlýstra svæða
» Mannleg samskipti
» Náttúrutúlkun, fræðsla á friðlýstum
svæðum, bóklegt og verklegt
» Vinnustaður landvarða
» Öryggisfræðsla
sauðárkrókur Viðamiklar endur-
bætur eru hafnar á Sundlaug
Sauðár króks. Endurgera á núver-
andi laugarhús að utan og innan og
breyta skipulagi innanhúss.
„Við framkvæmd sem þessa er
óhjákvæmilegt að starfsemi sund-
laugarinnar raskist verulega og mun
þurfa að loka sundlauginni á hluta
verktímans en reynt verður að
halda lokunum í lágmarki,“ segir á
vef Skagafjarðar. Áætlað sé að fyrsta
lokun verði nú á mánudag og að
lokað verði í tvær vikur.
„Reynt verður að tilkynna um
frekari lokanir með góðum fyrir-
vara svo gestir laugarinnar geti gert
ráðstafanir með breytta tilhögun,“
segir í fréttinni þar sem minnt er á
sundlaugar í Varmahlíð og á Hofsósi.
Áætlað er að verkið kosti alls
332 milljónir króna og að því verði
lokið 15. ágúst 2019. Um er að ræða
fyrsta áfanga af tveimur. „Hönnun á
viðbyggingu sem innifelur setlaug
og rennibrautir er ekki fullmótuð.“
Í öðrum verkáfanga verður tek-
inn fyrir vesturhluti hússins, það
er núverandi kvenna- og karla-
klefar. – gar
Setja 332 milljónir króna í fyrsta áfanga
endurbóta á sundlauginni á Króknum
Við framkvæmd
sem þessa er óhjá-
kvæmilegt að starfsemi
sundlaugarinnar raskist
verulega og mun þurfa að
loka sundlauginni á hluta
verktímans.
Af vef Skagafjarðar
5 . j a n ú a r 2 0 1 8 F Ö s T u D a g u r6 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð
0
5
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
9
-D
E
3
4
1
E
A
9
-D
C
F
8
1
E
A
9
-D
B
B
C
1
E
A
9
-D
A
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K