Fréttablaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 11
Bergur Ebbi
Í dag Um áramótin sýndi RÚV stutta mynd um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga í tilefni af því að
nú fer í hönd hundraðasta afmælisár
fullveldis landsins. Í myndinni var
stiklað á stóru. Gamli sáttmáli.
Kalmar sambandið. Einokunarverslun.
Fjölnismenn. Jón Sigurðsson. Stjórnar-
skráin. Heimastjórnin. Fullveldið.
Við þekkjum þessa sögu í grófum
dráttum. En sjónvarpsþátturinn gat
ekki sýnt okkur neinar hreyfimyndir
frá þessari sögu. Það eru að sjálfsögðu
ekki til neinar video-klippur af Jóni
Sigurðssyni eða Fjölnismönnum og
langt fram á 20. öld voru kvikmynda-
tökur á Íslandi afar fátíðar. Myndefnið
í heimildamyndinni voru bara klassísk
„Ken Burns“ skot af ljósmyndum, mál-
verkum og teikningum.
Raunar er nærri öll Íslandssagan
okkur hulin frá myndrænu sjónar-
horni. Við vitum ekki almennilega
hvernig fólk bar sig dagsdaglega enda
voru teikningar og málverk nánast
alltaf gerð eftir uppstilltum mótífum
og afar stílfærð. Það sama átti við um
ljósmyndir og einnig kvikmyndir til að
byrja með. Og jafnvel fram á allra síð-
ustu áratugi er lítið myndefni að finna
sem gerir manni kleift að vera fluga
á vegg og heyra fólk tala saman um
hversdagsleg málefni. Ríkissjónvarpið
hóf göngu sína 1966 en útsendingar
voru takmarkaðar fyrstu árin. Fyrsta
íslenska kvikmyndin í fullri lengd,
Morðsaga, var frumsýnd 1977, og
það er hálf óraunverulegt að horfa á
hana. Að sjá íslenska unglinga fletta í
gegnum plöturekka í miðri reykvískri
sjöu í fullum lit er næstum eins og að
sjá hreyfimynd af Jóni Sigurðssyni eða
Trampe greifa. 1977 var líka árið sem
Sjónvarpið tók að fullu upp útsend-
ingar í lit. Fyrir þann tíma var Ísland
svarthvítt.
En það sem mér þykist merkilegast
við myndefni frá 8. áratugnum er
ekki að sjá viðfangsefnin sjálf heldur
bakgrunninn. Hvers konar samfélag
var fólk að byggja upp? Sjöan virðist
hafa verið undarleg hræra af steypu-
styrktar járni, mótatimbri, ullarpeys-
um, þungbúnum mönnum, mæðu-
legum konum, malarvegum, drullu
og veggfóðri. Þetta var önnur veröld.
Raddir fólks hljómuðu öðruvísi. Það
talaði hægar og með meira tónfalli.
Íslensk tunga í dag hljómar eins og
lyfjað draf í samanburði.
En því fer fjarri að þessum pistli sé
ætlað að dásama fortíðina. Fortíðin
hefur oft yfir sér þann blæ að þá hafi
allt verið í röð og reglu og hlutir farið
fram með ró og spekt. En þá tilfinn-
ingu fæ ég ekki frá gömlu íslensku
myndefni. Það sem fyrir augu ber er
bara eins og það er. Börn með koppa-
klippingar í smekkbuxum að leika
sér í „yfir“ innan um flugbeitt steypu-
styrktarjárn. Mömmur að hræra í
potti. Pabbar að hræra í sementi. Varla
var þetta allt byggt á einhverri stærri
hugmyndafræði. Varla voru vansvefta
úthverfaforeldrarnir að hugsa um
framtíðarsýn Le Corbusiers eða Walt-
ers Gropius þegar þau slitu út bökum
sínum og geðheilsu til að byggja
sements grafhýsin sín. Hefur fólk ekki
bara, á öllum tímum, verið að djöflast?
Vísast væri það eins ef Fjölnis-
menn gætu talað beint við mann í lit.
Rómantískri slikjunni af handrissaðri
mynd af Jónasi Hallgrímssyni væri
skipt út fyrir mann með líf sitt í óreiðu.
Vísast var hann líka að djöflast. Að
vísu djúpvitur, en samt óreiðukenndur
og hálf stefnulaus eins og fjölfræðingar
og rómantíkusar eiga til að vera.
Þegar ég sé lifandi myndir úr for-
tíðinni þá ruglast eitthvað í forritinu.
Ég virðist byggja heimsmynd mína á
því að fólk fortíðar hafi allt róið í sömu
átt. En fólk virðist bara hafa djöflast
og svo máir sagan djöfulganginn út og
dregur þægilegri pensilstrokur yfir.
Í huga mínum ímynda ég mér sjálf-
stæðisbaráttu Íslendinga þannig að
hún hafi staðið yfir allan þann tíma
sem við vorum ekki sjálfstæð, eins og
hún hafi í raun hafist um leið og ritað
var undir Gamla sáttmála. En auðvitað
var það ekki svoleiðis. Fólk hafði aðrar
hugmyndir um þjóðerni og sjálfstæði
á 13. öld og að meta gjörðir fólks sem
lifði á miðöldum við áfanga sem var
náð 1918, er auðvitað algjört bull.
Við eigum fyrri kynslóðum allt að
þakka. Og auðvitað reisi ég allt mitt á
þeim grunni sem þær hafa byggt. En
þó tel ég einnig ákveðið sannleikskorn
í því að fólk hafi verið alveg jafn „lost“
í gamla daga – þó að yfir það hafi verið
notuð önnur orð. Og því fylgir sannar-
lega engin skömm. Ef sagan okkar
væri meira en uppstilltar myndir, þá
væri hún ríkari, þá segði hún meira
um okkur sjálf. Því við erum meira en
áfangasigrar eða töp. Við erum líklega,
mörg hver, sífellt með steypuhrærivél-
ina í botni, að vinna að einhverju sem
við vitum ekkert hvernig mun líta út.
Steypuhrærivélin
Við erum
líklega, mörg
hver, sífellt
með steypu-
hrærivélina í
botni, að
vinna að
einhverju sem
við vitum
ekkert
hvernig mun
líta út.
5.290.000 kr.2.390.000 kr.
Kia Sorento LuxuryKia Rio LX
2.590.000 kr.3.990.000 kr.
Kia Ceed LX SWKia Sportage EX
1.540.000 kr.2.990.000 kr. 5.990.000 kr.2.050.000 kr.
Kia Picanto LXKia Sportage EX Kia Sorento ClassicKia Rio LX
Notaðir
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Notaðir
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Notaðir
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Notaðir bílar
Allt að 6 ára ábyrgð fylgir
NOTAÐIR BÍLAR
www.notadir.is
Kletthálsi 2
110 Reykjavík
590 2160
Opnunartímar:
Virka daga 10–18
Laugardaga 12–16
*
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Notaðir
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Notaðir
Raðnúmer: 291336 Raðnúmer: 992880 Raðnúmer: 992798 Raðnúmer: 992711
Raðnúmer: 992706 Raðnúmer: 992548 Raðnúmer: 992670 Raðnúmer: 320627
Notaðir
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Notaðir
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Notaðir
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Árgerð 2017, ekinn 30 þús. km,
bensín, 1.368 cc, 100 hö, sjálfskiptur,
framhjóladrifinn.
Árgerð 2017, ekinn 15 þús. km, dísil,
1.685 cc, 142 hö, sjálfskiptur,
framhjóladrifinn.
Árgerð 2015, ekinn 50 þús. km, dísil,
2.199 cc, 200 hö, sjálfskiptur,
fjórhjóladrifinn.
Árgerð 2016, ekinn 17 þús. km,
bensín, 998 cc, 100 hö, beinskiptur,
framhjóladrifinn.
Árgerð 2015, ekinn 31 þús. km, dísil,
1.396 cc, 90 hö, beinskiptur,
framhjóladrifinn.
Árgerð 2014, ekinn 128 þús. km, dísil,
1.995 cc, 136 hö, sjálfskiptur,
fjórhjóladrifinn.
Árgerð 2016, ekinn 36 þús. km, dísil,
2.199 cc, 200 hö, sjálfskiptur,
fjórhjóladrifinn.
Árgerð 2016, ekinn 22 þús. km,
bensín, 998 cc, 66 hö, beinskiptur,
framhjóladrifinn.
Ábyrgð er í 7 ár frá skráningardegi bifreiðar. Forsendur ábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit
sem kaupandi ber kostnað af. Lestu meira um ábyrgðina á kia.com/abyrgd
Birt með fyrirvara á verðbreytingum, innslátarvillum og myndarugli.
*
S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 11F Ö S T u d a g u R 5 . j a n ú a R 2 0 1 8
0
5
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
A
9
-D
E
3
4
1
E
A
9
-D
C
F
8
1
E
A
9
-D
B
B
C
1
E
A
9
-D
A
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K