Fréttablaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 2
Veður
Fremur hæg norðaustanátt og
skýjað með köflum í dag, en dálítil él
úti við norður- og austurströndina.
Gengur í allhvassa sunnanátt og fer
að snjóa vestanlands seint í kvöld.
sjá síðu 18
Aftur í rútínuna
Daglegt líf flestra Íslendinga er nú að færast aftur í eðlilegt horf eftir jóla- og áramótafrí. Grunnskólar og framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu
byrja flestir aftur í dag eða í gær. Börnin í Ísaksskóla mættu til að mynda í gær og nutu þess að hitta hvert annað í frímínútum. Fréttablaðið/Vilhelm
YFIR 20 GERÐIR GASGRILLA
Á ÚTSÖLUNNI
� Stærð: 149 x 110 x 60 cm
Útsölunni
lýkur á
morgun
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
Grillbúðin
25-50 afsláttur
Opið virka daga 11-18 - Laugardag 11-16
www.grillbudin.is
%
LögregLumáL Tveimur Leica-
myndavélum, fjórum linsum sömu
gerðar og ýmsum öðrum mynda-
vélabúnaði var stolið af indverskum
ljósmyndara við Hallgrímskirkju
30. desember. Maðurinn kom með
fjölskyldu sína til Íslands til að
mynda tónlistarhátíð Sigur Rósar,
Norður og niður. Hann metur tjónið
á 2,7 milljónir króna og segist ekki
vera tryggður.
Atvikið átti sér stað þar sem fjöl-
skyldan bjó sig undir að ganga um
borð í flugrútu vestan við kirkjuna.
Dökkklæddur maður vatt sér þá
upp að ljósmyndaranum Koushik
Sarkar, rétti honum snjallsíma og
bað hann um að taka af sér mynd. Á
meðan virðist félagi hans hafa látið
til skarar skríða og tekið tvær töskur
úr barnakerru án þess að hjónin
yrðu þess vör. Þetta gerðist öðrum
hvorum megin við klukkan fjögur.
Fréttablaðið hefur undir höndum
myndir af vettvangi og afrit af lög-
regluskýrslu sem maðurinn gaf
í kjölfarið. Það var ekki fyrr en í
fluginu, þegar Sarkar fór að skoða
myndir sem hann tók á síma á
meðan þau biðu eftir flugrútunni,
sem upp fyrir honum rann hvernig í
pottinn var búið. Mennirnir virðast
hafa fylgst með fjölskyldunni drykk-
langa stund. Á flestum myndunum
snúa þeir sér þó undan síma Sarkars
eða reyna að hylja andlit sín.
„Ég á myndir á myndbandi af þess-
um mönnum og gæti borið kennsl á
þá ef ég sæi þá aftur,“ segir Sarkar,
sem komið hefur myndunum til lög-
reglu. Þar á bæ er málið í skoðun að
sögn aðalvarðstjóra.
Sarkar, sem fór í ferðina í sjálf-
boðavinnu, segir að þau hjónin séu
miklir aðdáendur Sigur Rósar, enda
hafi þau gagngert ferðast yfir hálfan
hnöttinn til að fylgjast með hljóm-
sveitinni. „Við fórum með börnin
okkar á tónleika sveitarinnar fyrsta
daginn, svo þau myndu átta sig á
hvaðan tónlistin, sem þau hafa alist
upp við að hlusta á, er komin,“ segir
hann en allar myndir af hátíðinni
eru tapaðar.
„Allan þennan búnað er mögulegt
að eignast aftur en augnablikin sem
ég festi á filmu koma aldrei aftur. Ég
sé mest eftir þeim.“
Á meðal þess sem var í töskunum
voru tvær myndavélar (týpur M8
og ME) og fjórar linsur (28, 35, 50
og 90 mm) af gerðinni Leica. Í tösk-
unum var einnig Apple MacBook Air
titanium fartölva, framleidd 2016,
og 64 GB iPhone 5, með indversku
Vodafone-símkorti, svo eitthvað sé
nefnt. baldurg@frettabladid.is
Bíræfnir þjófar að verki
við Hallgrímskirkju
Koushik Sarkar kom með fjölskylduna frá Indlandi til að mynda og upplifa
tónlistarhátíð Sigur Rósar. Þjófar við Hallgrímskirkju beittu þekktri aðferð til að
stela öllum búnaði hans. Sarkar er ótryggður og metur tjónið á 2,7 milljónir.
eiginkona Sarkars og börn eru í forgrunni. að baki þeim sjást tveir menn
fylgjast með fjölskyldunni. annar þeirra gaf sig á tal við Sarkar. mynd/Sarkar
Allan þennan
búnað er mögulegt
að eignast aftur en augna-
blikin sem ég festi á filmu
koma aldrei aftur. Ég sé mest
eftir þeim.
Koushik Sarkar, ljósmyndari
Viðskipti Stjórnendur Icelandair
Group hafa ákveðið að innleiða nýtt
skipurit vegna áherslubreytinga
sem verið er að gera hjá fyrirtækinu.
Starfsemi félagsins verður skipt
í tvennt; annars vegar alþjóðaflug-
starfsemi og hins vegar fjárfestingar.
Í tilkynningu til Kauphallarinnar
segir að flugstarfsemi félagsins vegi
þyngst í rekstri og afkomu sam-
stæðunnar og það sé mikilvægt að
uppbygging félagsins endurspegli
þá staðreynd.
Icelandair Group hafði áður til-
kynnt þann 15. nóvember síðast-
liðinn að rekstur og starfsemi Ice-
landair Group og Icelandair yrði
samþætt með þeim hætti að einn
forstjóri verði yfir báðum félögum
og fjármálasvið félaganna eru sam-
einuð.
Þá verða IGS og Icelandair Cargo
hluti af Icelandair eftir breytingarn-
ar. Innanlandsflugið mun tilheyra
fjárfestingarhlutanum.
Markmiðið með breytingunum
er að einfalda reksturinn og auka
hagkvæmni. Framkvæmdastjórum
samstæðunnar hefur verið fækkað
um fjóra á undanförnum mánuðum
vegna breytinganna.
Framkvæmdastjóri Fjármálasviðs
verður Bogi Nils Bogason, Elísabet
Helgadóttir verður framkvæmda-
stjóri mannauðssviðs, Jens Þórðar-
son verður framkvæmdastjóri
rekstrarsviðs og Birna Ósk Einars-
dóttir verður framkvæmdastjóri
stefnumótunar- og viðskiptaþró-
unarsviðs. Þá verður Guðmundur
Óskarsson framkvæmdastjóri yfir
sölu- og markaðssviði. – jhh
Framkvæmda-
stjórum hefur
fækkað um fjóra
uppLýsingamáL Sýslumaðurinn á
höfuðborgarsvæðinu hefur ekki
tekið afstöðu til lögbanns sem eig-
endur Lagardére Travel Retail fóru
fram á í desember að yrði sett á
afhendingu Isavia á gögnum sem
varða forval um leigu á aðstöðu
fyrir veitingarekstur í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar árið 2014.
Kaffihúsið Kaffitár fékk ekki
aðstöðu í flugstöðinni í forvalinu
en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa
í hálft fjórða ár reynt að fá aðgang að
forvalsgögnunum. Kaffitár telur að
ranglega hafi verið staðið að forval-
inu og að Isavia, sem rekur flugstöð-
ina á Keflavíkurflugvelli, hafi skapað
sér skaðabótaskyldu vegna þess.
Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi
og stjórnarformaður Kaffitárs, segir
að lögfræðikostnaður vegna þeirrar
viðleitni fyrirtækisins að fá gögnin
afhent frá Isavia, nálgist tíu milljónir
króna. – bg
Bíða enn eftir
sýslumanninum
björgólfur
Jóhannsson,
forstjóri
icelandair Group
5 . j a n ú a r 2 0 1 8 F ö s t u D a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð
0
5
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
9
-B
6
B
4
1
E
A
9
-B
5
7
8
1
E
A
9
-B
4
3
C
1
E
A
9
-B
3
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K