Fréttablaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 47
Undirbúningur fyrir Hönnunar-
Mars er í fullum gangi en hátíðin
fer fram í tíunda sinn dagana 15.-18.
mars 2018. Á vef HönnunarMars
kemur fram að áhugasamir hafi
frest til 15. janúar til að sækja um
að sýna á hátíðinni. „Nú þegar hefur
fjöldi umsókna borist og er stjórn
HönnunarMars í óðaönn að yfirfara
innsendingar,“ segir í tilkynningu.
Á honnunarmars.is kemur fram
að þeir sem sækja um fá svar frá
valnefnd í síðasta lagi 1. febrúar.
Þeir sem geta sótt um að taka þátt í
HönnunarMars eru hönnuðir, arki-
tektar, stúdíó og stofur, menningar-
stofnanir, söfn og sýningarsalir svo
dæmi séu tekin. Nánari upplýsingar
er að finna á vef HönnunarMars.
– gha
Umsóknarfrestur HönnunarMars rennur út 15. janúarOpið öllum aldurshópum endur-gjaldslaust en frjáls framlög eru
vel þegin, þau fara í að auðvelda
viðhald og að bæta rýmið enn
frekar.
Viðburðir
Hvað? Ný sýning í Listasal Mosfells-
bæjar – Undir – Steingrímur Gauti
Hvenær? 15.00
Hvar? Listasal Mosfellsbæjar
Fyrsta sýning nýs árs í Listasal
Mosfellsbæjar er Undir, einka-
sýning Steingríms Gauta Ing-
ólfssonar. Steingrímur Gauti er
fæddur árið 1986 og hefur verið
virkur í sýningarhaldi síðan hann
útskrifaðist úr Listaháskólanum
árið 2015. Í Listasalnum eru sýnd
ný verk, en Steingrímur Gauti
gerir aðallega tilraunakennd
abstraktmálverk.
Hvað? Nauðgun – þögnin, skömmin
og kerfið. Ráðstefna í HR
Hvenær? 13.00
Hvar? Háskólanum í Reykjavík
Í dag kl. 13-17 standa lagadeild og
sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík
að ráðstefnu um nauðgun, í sam-
starfi við Rannsóknamiðstöð gegn
ofbeldi við HA, lögreglustjórann
í Vestmannaeyjum, lögreglu-
stjórann á höfuðborgarsvæðinu og
Aflið – Samtök gegn kynferðis- og
heimilisofbeldi.
Hvað? The Hangover – nýárs-föstu-
dagspartísýning
Hvenær? 20.00
Hvar? Bíó Paradís, Hverfisgötu
Gamanmynd sem gerist í Las Vegas
þar sem þrír menn vakna hel-
þunnir eftir rosalegasta steggja-
partí aldarinnar. Þeir muna ekki
neitt, brúðguminn er týndur og
þeir verða að finna hann fyrir
brúðkaupið.
Hvað? Back 2 School partí
Hvenær? 20.00
Hvar? Stúdentakjallaranum
Fyrsta partí annarinnar verður
haldið í kvöld.
Hvað? Þrettándinn í Eyjum
Hvenær? 19.00
Hvar? Týsheimilið, Vestmannaeyjum
Hin árlega Þrettándagleði
verður í kvöld. Þrettándinn
er styrktur af Íslandsbanka og
Vestmannaeyjabæ og erum við
þeim mjög þakklát fyrir þeirra
framlag.
Hvað? D31 Anna Rún Tryggvadóttir:
Garður
Hvenær? 10.00
Hvar? Hafnarhúsinu
Náttúrunni í Garði Önnu Rúnar
hefur verið umbreytt. Hún tekur
á sig ófyrirséðar myndir þegar
ólík efni mætast og finna sér sinn
eigin farveg innan rammans sem
sýningin býður upp á. Umbreyt-
ingarferlið verður áhorfendum
ljóst og verkin verða síbreytileg í
efnislegum gjörningi.
Hvað? Ásmundur Sveinsson: Inngrip
Hvenær? 13.00
Hvar? Ásmundarsafni
Á sýningunni List fyrir fólkið
hefur nú verið bætt við tveimur
sýningarborðum með verkum
Ásmundar Sveinssonar (1893-
1982) þar sem innblástur Carls
Milles (1875-1955), lærimeistara
Ásmundar á námsárunum í Sví-
þjóð, skín í gegn.
Þeir sem vilja taka þátt í HönnunarMars þurfa að sækja um fyrir 15. janúar.
UmsóknafrestUr
rennUr út 15. janúar
og valnefnd gefUr Umsækj-
endUm svör í síðasta lagi
1. febrúar.
GARMIN HEILSUÚR
Vivosmart 3 heilsuúr frá Garmin, 3 litir
19.990
ÞRÁÐLAUS Í RÆKTINA
Bluetooth 4.1 tappaheyrnartól með hljóðnema
4.995
50%AFSLÁTTURAF KOSS BT190iC Verð áður 9.990
Acer Spin R751T
Höggvarin Chromebook í skólann!
69.990
Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900
GLEÐILEGT
GRÆJUÁR
NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLUR AF SJÓÐHEITUM GRÆJUM
5. Janúar 2018 • B
irt m
eð fyrirvara um
breytingar, innsláttarvillur og m
yndabrengl
20%AFSLÁTTURAF HERSCHEL TÖSKUM VERÐ FRÁ 7.992
4
LITIR
3
LITIR
Magnús Trygvason Eliassen og Sölvi
Kolbeinsson leika fyrir dansi í Mengi
í kvöld.
m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 23F Ö S T U D A g U R 5 . j A n ú A R 2 0 1 8
0
5
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
9
-E
D
0
4
1
E
A
9
-E
B
C
8
1
E
A
9
-E
A
8
C
1
E
A
9
-E
9
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K