Fréttablaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 38
Mussila er íslenskt smáforrit sem er hannað til þess að kenna krökkum grunnat- riði í tónlist gegnum skapandi leik. Um er að ræða skemmtilegan og skapandi leik fyrir krakka á aldrinum 5-9 ára. Þar læra þau að þekkja hljóðfæri eftir eyranu og lesa laglínur og taktlínur. Þau setja saman hljómsveit eftir eigin höfði og spila eins og þau lystir. Leikur- inn er bæði fyrir stráka og stelpur. Í honum er ekkert ofbeldi og engar utanaðkomandi auglýsingar. Rannsókn sem gerð var á notkun forritsins sýnir að krakkar lærðu tónfræði 20,2% hraðar með hjálp forritsins. Smáforritið er skemmti- legt, spennandi og einfalt í notkun. Leikurinn hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda, meðal annars fimm stjörnu dóm í hinu virta BBC Music Magazine auk fjölda frábærra dóma á öðrum miðlum, s.s. Best of the Best hjá Best Apps for Kids. Smáforrið er ókeypis um þessar mundir og hægt að nálgast það í App Store og Google Play. Sjá nánar á mussila.com. Mussila tónlistarkennsla 20 KYNNINGARBLAÐ 5 . jA N úA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RsKóLAR oG NámsKeIÐ Það er afar einfalt, ódýrt og fljótlegt að búa til góm-sætar bláberjapönnukökur úr frosnum bláberjum sem kosta mun minna en fersk bláber. Gott er að gæða sér á þeim á morgnana fyrir skóla eða með kvöldkaffinu meðan lært er heima. Fyrir 3-4 manns Frosin bláber 1½ bolli (afþídd ber) Banani 1 stk. mjólk ¾ bolli (t.d. nýmjólk) egg 1 stk Hveiti 1 ¾ bolli (má skipta út fyrir eitthvað hollara) salt á hnífsoddi smá smjör til að smyrja pönnuna – má einnig nota ólífuolíu Setjið afhýddan banana, mjólk, egg, hveiti, salt og helminginn af bláberjunum í blandara og blandið saman þar til allt hefur sömu áferð. Hrærið með trésleif, til að skemma ekki blandarann, restina af berjunum út í. Setjið því næst smjör á pönnu og bræðið við miðl- ungshita. Steikið pönnukökurnar á pönnunni og borðið fljótlega. Hægt er að setja þeyttan rjóma ofan á, pistasíuhnetur og jafnvel hunang. Heimild: namsmadurinn.wordpress.com. Bláberjapönnsur Viltu gerast vinur JSB? Danslistarskóli JSB er á facebook Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Nám og kennsla Danslistarskóli JSB er viðurkenndur af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem listdansskóli á grunn- og framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar um nám við skólann er að finna á www.jsb.is undir Danslistarskóli JSB. Kennslustaður: Danslistarskóli JSB í Reykjavík, Lágmúla 9. E F L IR / H N O T S K Ó G U R Gleðilegt nýtt dansár! Innritun fyrir vorönn stendur yfir á www.jsb.is Kennsla hefst mánudaginn 8. janúar Rafræn skráning er á jsb.felog.is. Nánari upplýsingar í síma 581 3730 Jazzballett Skemmtilegt og fjölbreytt dansnám fyrir stelpur og stráka frá 6 ára aldri. Í boði eru byrjenda- og framhaldshópar á aldrinum 6-7 ára, 8-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára og 16 ára og eldri. Uppbyggileg dansþjálfun sem veitir nemendum útrás fyrir dans- og sköpunargleði. Unnið er með fjölbreytta tónlist í tímum. Frábært dansnám sem eflir og styrkir nemendur, bæði líkamlega og andlega. Forskóli fyrir 3-5 ára Skemmtilegt og þroskandi dansnám fyrir börn á aldrinum 3-5 ára. Dansgleði og hreyfifærni nemenda virkjuð í gegnum dans og leiki. Kennt er 1x í viku. Skólahald er ekki alls staðar eins í heiminum, eins og sjá má í eftirfarandi stað- reyndum: l Fjölmennasti skóli veraldar er Montessori-skólinn í Lucknow á Indlandi, með yfir 32 þúsund nemendur. l Heimavinna er stífust í Kína þar sem unglingar þurfa að sinna 14 stunda heimavinnu á viku. l Þýsk skólabörn fá afhent stærðarinnar kramarhús (þ. Schultüte) uppfullt af ritföngum og skólasnarli fyrir skólagöng- una. Það fyllir þau tilhlökkun fyrir skólanum enda má ekki opna kramarhúsið fyrr en skóla- starfið hefst. l Elsti skóli heims er Canterbury- skólinn á Englandi. Hann var stofnaður árið 597 eftir Krists burð og starfar enn. l Í Brasilíu er fjölskyldumáltíð í hávegum höfð. Því hefst skóla- dagur barna klukkan sjö að morgni svo þau komist heim í hádegismat með foreldrum sínum. l Í Phumachangtang í Tíbet stendur sú skólabygging sem hæst stendur í heiminum; 5.373 metra yfir sjávarmáli. l Í Hollandi hefst skólaganga barna daginn sem þau verða fjögurra ára. Það þýðir að það er alltaf einhver nýr að byrja í bekknum. l Japönsk börn eru þau sjálfstæð- ustu í skólanum. Þau ferðast ein í skólann, oft langar vegalengdir, þrífa sjálf skólastofuna sína og útbúa nestið sitt sjálf. Í skól- unum er hvorki mötuneyti né ræstingarfólk. l Í Pakistan er eingöngu frí skóla- skylda fyrir börn á aldrinum fimm til níu ára. l Í Íran er aðskilin kennsla fyrir stelpur og stráka þar til þau komast á framhaldsskólaaldur. Þetta lærirðu ekki í skólanum 0 5 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E A 9 -E 3 2 4 1 E A 9 -E 1 E 8 1 E A 9 -E 0 A C 1 E A 9 -D F 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 4 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.