Fréttablaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 4
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is
Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15
Sjálfshjálparbók á mannamáli
eftir Ingvar Jónsson, einn reynslu-
mesta markþjálfa landsins.
Í bókinni er að finna verkfæri
og leiðir fyrir alla sem vilja
bæta sjálfa sig.
„Sigraðu sjálfan þig
er frábær bók. Ég hef
aldrei séð efnið sett í
svona flott samhengi
eins og hér.“
H E I M I R H A L L G R Í M S S O N /
L A N D S L I Ð S Þ J Á L F A R I
menning Þórarinn Ævarsson,
framkvæmdastjóri IKEA, hefur
keypt málverk myndlistarmanns-
ins Þrándar Þórarinssonar af geit í
ljósum logum. „Ég gat ekki sleppt
henni. Þetta er hrikalega flott verk,“
segir Þórarinn.
Þrándur málaði „Jólageitina“
skömmu fyrir jól og ekkert fór á
milli mála að auk Goya sótti hann
innblástur til IKEA-geitarinnar, sem
hefur ítrekað orðið eldi að bráð í
aðdraganda jóla.
Þórarinn leitar nú að rétta ramm-
anum utan um málverkið en gæti
þurft að leita langt yfir skammt þar
sem rammar seldust upp í IKEA
fyrir jólin. „Myndin er á skrifborð-
inu mínu og fólk er almennt að dást
að henni,“ segir Þórarinn sem ætlar
að hafa geitina í öndvegi á skrifstofu
sinni.
Þórarinn segir þá Þránd hafa
verið fljóta að komast að samkomu-
lagi um verð. „Hann er flottur lista-
maður og er ekkert ódýr en áttar
sig líka á því að markhópurinn er
þröngur. Líklega ekkert mjög margir
sem vilja kaupa logandi geit.“
Þrándur segist kveðja geitina
sáttur. „Ég er nú yfirleitt alltaf bara
feginn að losna við verk,“ segir hann
og bætir við að hann hafi ekki séð
þennan áfangastað geit-
arinnar fyrir þegar hann
málaði hana.
„Ég átti ekki von á
þessu en finnst gott hjá
honum að kaupa hana.“
Þrándur málaði á sínum
tíma myndir þar sem
merki Gamma og Arion
banka voru í brenni-
depli en þau rötuðu
ekki að uppsprettu
hugmyndanna að
baki þeim. „Ég bauð
Gamma og Arion þau
til sölu en þeir höfðu
engan húmor fyrir
þessu. En það gilda
kannski önnur lögmál
um geitina enda ekki
þung pólitísk ádeila í
henni.“ – þþ
Þórarinn í IKEA féll fyrir málverki af logandi geit
BReTLAnD Í verðmætustu bresku
fyrirtækjunum fá æðstu stjórnendur
hærri laun fyrir þriggja og hálfs dags
vinnu, heldur en venjulegur breskur
launamaður vinnur sér inn á einu
ári. Greint er frá þessu á vef The
Guardian sem vitnar í óháða rann-
sókn á launagapinu.
Samkvæmt rannsókninni þéna
topparnir tæpar 500 milljónir
íslenskra króna á ári en venjulegir
launamenn um 4 milljónir íslenskra
króna. Laun toppanna eru um 120
sinnum hærri.
Vinstri menn gagnrýna Theresu
May forsætisráðherra fyrir að hafa
hætt við að skylda fyrirtæki til að
hafa fulltrúa starfsmanna í stjórn.
Markmiðið var að með því yrði
meira gagnsæi hvað varðar kjör
æðstu stjórnenda. May hafði áður
harðlega gagnrýnt launagapið. – ibs
Laun toppanna
120 falt hærri
Theresa May,
forsætisráðherra
Breta
STjóRnmáL Sigurður Ingi Jóhannsson
hefur skipað Þórunni Egilsdóttur,
þingmann Framsóknarflokksins, for-
mann samgönguráðs. Sigurður segir
samgöngumálin verða meðal annars
í forgangi á þessu kjörtímabili.
„Við gerð samgönguáætlunar sem
er um það bil að hefjast, verður horft
til markmiða í stjórnarsáttmálanum,
að hraða uppbyggingu í vegamálum
og öðrum samgönguinnviðum, hvort
tveggja nýframkvæmdum og við-
haldi,“ segir Sigurður Ingi á Facebook.
Við forgangsröðun verði sérstak-
lega tekið tillit til ólíkrar stöðu svæða,
ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða.
– jhh
Þórunn Egils
nýr formaður
samgönguráðs
DómSmáL Matvælafyrirtækið Kræs-
ingar, sem áður hét Gæðakokkar,
hefur krafið íslenska ríkið um ríflega
hundrað milljónir króna í skaða-
bætur vegna framgöngu Matvæla-
stofnunar í nautabökumálinu svo-
kallaða. Ríkið var ekki reiðubúið að
samþykkja kröfuna og hefur verið
óskað eftir því að fá dómkvaddan
matsmann til að meta kröfuna.
Í maí síðastliðnum staðfesti
Hæstiréttur Íslands skaðabóta-
skyldu Matvælastofnunar (MAST)
vegna tjóns sem Kræsingar urðu
fyrir vegna tilkynningar sem birt
var á heimasíðu MAST í febrúar
2013. Sem kunnugt er réðst MAST
í rannsókn á kjötinnihaldi 16
íslenskra matvara eftir að hrossa-
kjötshneykslið skók Evrópu þar
sem fyrirtæki erlendis höfðu orðið
uppvís að því að blanda hrossa-
kjöti í matvörur í stað nautakjöts.
Eftir rannsókn MAST þessu tengda
birti stofnunin frétt á vef sínum þess
efnis að ekkert kjöt hefði fundist í
Nautaböku Gæðakokka frá Borgar-
nesi. Málið vakti gríðarmikla athygli
og stefndi MAST Gæðakokkum
fyrir rangar innihaldslýsingar og
vörusvik, en matvælafyrirtækið var
sýknað.
Krefur ríkið um hundrað
milljónir í kjötbökumálinu
Framganga MAST í Nautabökumálinu gæti reynst íslenska ríkinu dýrkeypt. FréTTABlAðið/STeFáN
Skaðabótakrafa Kræs-
inga sem áður hét Gæða-
kokkar á hendur MAST
nemur rúmum hundrað
milljónum króna. Hæsti-
réttur viðurkenndi
skaðabótaskyldu vegna
kjötbökumálsins svo-
kallaða í maí. Ríkið sætti
sig ekki við kröfuna og
var óskað eftir dóm-
kvöddum matsmanni.
Gæðakokkar, sem síðar varð
Kræsingar, stefndi síðan MAST í
október 2015 til að fá viðurkennda
skaðabótaskyldu stofnunarinnar og
hafði betur sem fyrr segir.
Kjötbökumálið allt var mikill
skellur fyrir matvælafyrirtækið úr
Borgarnesi og ljóst að fjárhagslegar
afleiðingar þess voru umtalsverðar.
Hefur Magnús Nielsson, eigandi og
framkvæmdastjóri Kræsinga, sagt
í fjölmiðlum að málið hafi í raun
drepið fyrirtækið. Verslanir fjar-
lægðu allar vörur þess úr hillum
sínum, skuldir við birgja hrönnuð-
ust upp og neyddist fyrirtækið,
sem verið hafði í stígandi vexti, til
að segja upp nærri öllum starfs-
mönnum sínum sem þá voru tólf
fastráðnir.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins fengu Kræsingar óháðan
aðila til að reikna út skaðabótakröfu
byggða á fjárhagstjóni fyrirtækisins
sem lögð hefur verið fram. Sú upp-
hæð nemur ríflega 100 milljónum
króna með dráttarvöxtum. Magnús
staðfestir í samtali við Fréttablaðið
að skaðabótakrafa hafi verið lögð
fram en vildi ekki tjá sig frekar um
málið sem væri í ferli.
Heimildir blaðsins herma að
íslenska ríkið hafi ekki verið
reiðubúið að samþykkja fjárhæð
kröfunnar og var því farið fram á
að dómkvaddur matsmaður yrði
fenginn til að meta kröfuna. Sam-
kvæmt upplýsingum Fréttablaðsins
er málið nú í því ferli. Ljóst er því að
fréttatilkynning Matvælastofnunar
um hinar meintu kjötlausu kjöt-
bökur kann að reynast ríkinu dýr-
keypt. mikael@frettabladid.is
Fenginn var óháður aðili
til að meta fjárhagslegt tjón
Kræsinga vegna ákvörðunar
Matvælastofnunar. Skaða-
bótakrafan nemur alls ríflega
100 milljónum króna.
5 . j A n ú A R 2 0 1 8 F Ö S T U D A g U R4 F R é T T i R ∙ F R é T T A B L A ð i ð
0
5
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
9
-C
A
7
4
1
E
A
9
-C
9
3
8
1
E
A
9
-C
7
F
C
1
E
A
9
-C
6
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K