Fréttablaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 12
Hafðu lyfin tilbúin þegar þú sækir
Pantaðu tiltekt á appotek.is
eða í síma 568 0990
Garðs Apótek - í leiðinni
Fáðu lyfin send heim með póstinum
Pantaðu sendingu á appotek.is
Garðs Apótek - um land allt
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga, lokað um helgar
Fótbolti Freyr Alexandersson,
þjálfari íslenska kvennalandsliðs-
ins í fótbolta, valdi 23 leikmenn
sem fara til La Manga á Spáni síðar
í mánuðinum. Íslenska liðið æfir
í fimm daga á La Manga og mætir
Noregi í vináttulandsleik 23. janúar.
Stærstu tíðindin eru að Dagný
Brynjarsdóttir er ekki í hópnum
þar sem hún er barnshafandi. Þrír
leikmenn í hópnum sem Freyr valdi
hafa ekki spilað A-landsleik: Anna
Rakel Pétursdóttir, Guðný Árna-
dóttir og Selma Sól Magnúsdóttir.
„Ég skoðaði töluvert af ungum
leikmönnum. Ég var með æfinga-
helgi í nóvember þar sem ég skoðaði
um 20 unga leikmenn. Það komu
fleiri yngri til greina en þetta var
lokaniðurstaðan,“ sagði Freyr í sam-
tali við Fréttablaðið í gær.
En hvað vill landsliðsþjálfarinn fá
út úr verkefninu á La Manga?
„Ég vil sjá samkeppni á æfingum,
sjá leikmenn sýna sitt rétta and-
lit. Ég ætla að reyna að vinna með
minni hópa inni á æfingunum. Ég
vil sjá þær nýta tækifærið sem þær
fá á æfingum og í leiknum.“
Eins og áður sagði verður Dagný
Brynjarsdóttir ekki með landsliðinu
næstu mánuðina. Hún skilur eftir
sig stórt skarð sem erfitt verður að
fylla.
„Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif
á okkur. Hún er lykilmaður í lands-
liðinu og það er enginn leikmaður
eins og hún. Við leysum þetta ekki
með einum leikmanni. Við þurfum
mögulega að horfa aftur á taktískar
breytingar,“ sagði Freyr.
Eftir EM í Hollandi síðasta sumar
kallaði Freyr eftir því að fleiri
íslenskir leikmenn freistuðu gæf-
unnar í atvinnumennsku erlendis.
Þær virðast hafa tekið landsliðs-
þjálfarann á orðinu en hver íslenska
landsliðskonan á fætur annarri
hefur samið við erlent lið að undan-
förnu.
„Ég er ánægður ef leikmenn-
irnir telja að þeir séu að taka rétta
ákvörðun. Þetta snýst fyrst og fremst
um það og að þeir taki ábyrgð á
ákvörðuninni,“ sagði Freyr. „Þær
þurfa að komast yfir erfiðu hjallana
og gefa þessu tíma. Ég veit að mörg
þessara félagaskipta gefa þeim hell-
ing hvað fótboltann varðar og er
betra en þar sem þær voru. Ég er
misjafnlega ánægður með félögin
sem voru valin en ég gagnrýni engin
af þessum félagaskiptum. Þetta er
engin töfralausn en þetta ýtir von-
andi aðeins við þeim.“
Íslenska liðið situr í 2. sæti síns
riðils í undankeppni HM 2019 með
sjö stig, tveimur stigum á undan
toppliði Þýskalands sem Ísland
vann í frægum leik í Wiesbaden
í október. Draumurinn um sæti í
lokakeppni HM lífir því góðu lífi.
„Markmiðið var að ná í sjö stig.
Eftir á að hyggja vildi ég níu stig
en sjö stig er flott, við höfum þau
og höldum áfram að safna. Við
þurfum að sjá til þess að við verðum
með örlögin í okkar höndum næsta
haust,“ sagði Freyr að endingu.
ingvithor@365.is
Erfitt að fylla
skarð Dagnýjar
Þrír nýliðar eru í íslenska landsliðinu sem mætir
Noregi á La Manga 23. janúar. Dagný Brynjarsdóttir
er ólétt og verður frá keppni næstu mánuðina.
Markasúpa þegar afrekshópurinn sigraði Japan
Öflugur Arnar Afrekshópur Íslands í handbolta vann fimm marka sigur á Japan, 39-34, í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ungir og efnilegir leikmenn
fengu þar að spreyta sig á móti lærisveinum Dags Sigurðssonar. Hér skorar Arnar Birkir Hálfdánsson eitt átta marka sinna. Fréttablaðið/Eyþór
Valur - Keflavík 84-87
Stigahæstir: Urald King 26/13 fráköst,
Gunnar Ingi Harðarson 23, Sigurður Dagur
Sturluson 13 - Hörður Axel Vilhjálmsson
23/8 stoðsendingar, Dominique Elliott 18/9
fráköst, Ágúst Orrason 16.
Ír - tindastóll 83-75
Stigahæstir: Matthías Orri Sigurðarson 23/7
stoðendingar, Ryan Taylor 21/13 fráköst,
Sigurkarl Róbert Jóhannesson 19 - Sig-
tryggur Arnar Björnsson 19/7 fráköst, Pétur
Rúnar Birgisson 17, Antonio Hester 12.
Stjarnan - Höttur 102-69
Stigahæstir: Collin Pryor 20/7 fráköst, Sher-
rod Wright 17, Arnþór Freyr Guðmundsson
17, Tómas Þórður Hilmarsson 13/9 fráköst,
Eysteinn Ævarsson 13 - Kelvin Lewis 17,
Andrée Michelsson 14, Hreinn Birgisson 14.
Njarðvík - Kr 69-73
Stigahæstir: Terrell Vinson 30/14 fráköst,
Logi Gunnarsson 12, Maciej Baginski
12 - Kristófer Acox 21/8 fráköst, Jalen
Jenkins 14, Brynjar Þór Björnsson 12, Darri
Hilmarsson 12.
Efri
KR 18
ÍR 18
Tindastóll 16
Haukar 16
Keflavík 14
Njarðvík 14
Neðri
Stjarnan 12
Grindavík 12
Þór Þ. 8
Valur 8
Þór Ak. 4
Höttur 0
Nýjast
Domino’s-deild karla
Í dag
19.45 liverpool - Everton Sport 2
19.50 þór þ. - Grindavík Sport
19.50 Man. Utd. - Derby Sport 3
22.00 Körfuboltakvöld Sport
23.00 tourn. of Champions Golfst.
00.00 boston - Minnesota Sport
Vináttulandsleikur
17.15 þýskaland - Ísland
Domino’s-deild karla
19.15 þór ak. - Haukar
20.00 þór þ. - Grindavík
Ísland b - Japan 39-34
Mörk Íslands: Arnar Birkir Hálfdánsson 8,
Gísli Þorgeir Kristjánsson 6, Kristján Örn
Kristjánsson 5/2, Hákon Daði Styrmisson
5, Sveinn Jóhannsson 4, Egill Magnússon
3, Ágúst Birgisson 2, Aron Dagur Pálsson 2,
Daníel Ingason 2, Kristófer Dagur Sigurðs-
son 1, Teitur Örn Einarsson 1.
Varin skot: Grétar Ari Guðjónsson 7 (44%),
Viktor Gísli Hallgrímsson 4 (22%).
Vináttulandsleikur í handbolta
FÁ SAMA StiGABóNuS
Stjórn KSÍ hefur ákveðið að
karla- og kvennalandslið Íslands
í fótbolta fái jafn háar árangurs-
tengdar greiðslur vegna leikja í
undankeppnum HM og EM. Guðni
Bergsson, formaður KSÍ, greindi frá
þessu í upphafi blaðamannafund-
ar þar sem hópur íslenska kvenna-
landsliðsins fyrir vináttulandsleik
gegn Noregi var tilkynntur í gær.
KSÍ fer því sömu leið og norska
knattspyrnusambandið sem ákvað
í desember að
greiða leik-
mönnum
karla- og
kvenna-
lands-
liðanna
jafn háa
bónusa
fyrir þau
stig sem
vinnast
í undan-
keppnum
stór-
móta.
5 . j a n ú a r 2 0 1 8 F Ö S t U D a G U r12 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð
sport
0
5
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
9
-D
9
4
4
1
E
A
9
-D
8
0
8
1
E
A
9
-D
6
C
C
1
E
A
9
-D
5
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K