Fréttablaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 28
Dáleiðsluskóli Íslands heldur spennandi námskeið
í febrúar. Námskeiðið er haldið á íslensku og byggir
á aðferðum og þekkingu frægra erlendra dáleiðara.
Námskeiðið hentar fólki með ólíkan bakgrunn og
nýtist vel innan margra starfsgreina.
Grunnnám í meðferðardáleiðslu hefst 16. febrúar.
Kennt er í fjóra daga í febrúar og 6 daga í mars.
Kennsla og æfingar með kennara taka samtals 78 klst.
Og jafngildir námstíminn 90 kennslustundum í fram
haldsskóla.
Námskeiðið er á íslensku fyrir utan einn dag í mars
þegar Adam Eason kennir sjálfsdáleiðslu. Kennarar og
aðstoðarfólk mun aðstoða við þýðingar sé þess þörf.
Adam Eason er einn þekktasti dáleiðari og dáleiðslu
kennari Bretlands. Adam Eason hefur skrifað bækur
um sjálfsdáleiðslu og hefur auk þess mikið notað
hana sjálfur, bæði við æfingar og keppni í langhlaupi
(endurance running).
Skráning á grunnnámskeiðið fer fram á heimasíðu
Dáleiðsluskóla Íslands, www.daleidsla.is.
Dáleiðslunám-
skeið á íslensku
Þann 17. janúar næstkomandi frá kl. 17 til 19 munum
við bjóða upp á kynningu á grunnnámskeiðinu í með
ferðardáleiðslu í húsnæði Dáleiðsluskóla Íslands að
Síðumúla 20 (2. hæð) þar sem öllum sem hafa áhuga
á gefst kostur á að koma og fræðast um námskeiðið
og hitta kennara Dáleiðsluskóla Íslands. Að öllum
líkindum verður þetta eina grunnnámskeiðið í með
ferðar dáleiðslu sem kennt verður á þessu ári þannig
að það er um að gera að nýta tækifærið og útskrifast
sem dáleiðslutæknir í mars.
Kynning á grunnnámskeiði
í meðferðardáleiðslu
Arnþór Arnþórsson kennir dáleiðslu og lítur á sig sem leiðsögumann í því ferli að kenna undirmeðvitundinni nýja siði. MYND/ANtoN briNk
Þetta verður annað grunnnámskeiðið í meðferðardáleiðslu sem ég kenni á. Að kenna dáleiðslu er
eitt það skemmtilegasta sem ég hef tekið
mér fyrir hendur. Þó að ég sé á vissan
hátt líka að leiðbeina dáleiðsluþegunum
sem koma til mín að fara í dáleiðslu, þá
snýst kennslan hjá Dáleiðsluskóla Íslands
meira um að kenna nemendunum að
dáleiða aðra einstaklinga,“ segir Arnþór
sem fann fyrir auknum áhuga á dáleiðslu
í kjölfar viðtalsins sem birtist við hann í
Fréttablaðinu í ágúst. „Fjöldi einstaklinga
hafði samband við mig, bæði til að panta
tíma í dáleiðslu og einnig bárust mér
fjölmargar fyrirspurnir í gegnum heima
síðuna mína Hugmeðferð.is.“
Hann segir ýmsar ranghugmyndir
ríkjandi varðandi dáleiðslu. „Við sem
störfum við dáleiðslumeðferðir höfum
unnið markvisst að því á undanförnum
árum að eyða þeim ranghugmyndum
sem margir hafa um dáleiðslu, ranghug
myndum sem oft á tíðum eru tilkomnar
vegna þeirrar myndar sem bíómyndir og
sviðsdáleiðsla draga upp af dáleiðslu. Mér
sýnist að sú vinna sé að skila sér því æ fleiri
einstaklingar eru farnir að líta á dáleiðslu
meðferð sem raunhæfan kost til að ná
fram breytingum á líðan sinni og hegðun.“
Hann bendir á að Félag dáleiðslu
tækna hefur einnig unnið að aukinni
fræðslu um dáleiðslu. „Má þar nefna
opinn fræðsludag sem haldinn var í lok
október þar sem öllum var frjálst að
mæta og fræðast um dáleiðslu. Aðal
fyrirlesari þar var Ítalinn dr. Giancarlo
Russo, sem kennir dáleiðslu um allan
heim, og fræddi hann gesti um dáleiðslu
á laugardeginum og hélt svo námskeið
fyrir félagsmenn á sunnudeginum.“
Arnþór segir dáleiðslu snúast um
að virkja undirvitundina. „Í dáleiðslu
meðferð fáum við undirvitundina til að
komast að orsök vandamála dáleiðslu
þegans og uppræta hana. Það má í raun
segja að undirvitundin fari í nokkurs
konar uppfærslu svo allir þættir hennar
styðji við meðvituð markmið dáleiðslu
þegans, t.d. að láta af óæskilegum ávana,
losna við kvíða o.s.frv. Ég lít aðeins á
mig sem nokkurs konar leiðsögumann
í því ferli. Mitt hlutverk er að leiðbeina
undirvitundinni um hvaða leið á að fara
til að ná markmiðum meðferðarinnar en
í raun á öll vinnan sér stað í undirvitund
dáleiðsluþegans.“
Leiðsögumaður
um undirvitundina
Arnþór Arnþórsson, dáleiðari og kennari við Dáleiðsluskólann, vill
eyða ranghugmyndum um dáleiðslu.
Grunnnám í meðferðardáleiðslu.
Adam Eason er einn þekktasti dáleiðari og dáleiðslu-
kennari bretlands. Hann mun kenna sjálfs dáleiðslu á
námskeiði í mars.
10 kYNNiNGArbLAÐ 5 . jA N úA r 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RskóLAr oG NáMskEiÐ
0
5
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
9
-C
F
6
4
1
E
A
9
-C
E
2
8
1
E
A
9
-C
C
E
C
1
E
A
9
-C
B
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K