Fréttablaðið - 05.01.2018, Page 28

Fréttablaðið - 05.01.2018, Page 28
Dáleiðsluskóli Íslands heldur spennandi námskeið í febrúar. Námskeiðið er haldið á íslensku og byggir á aðferðum og þekkingu frægra erlendra dáleiðara. Námskeiðið hentar fólki með ólíkan bakgrunn og nýtist vel innan margra starfsgreina. Grunnnám í meðferðardáleiðslu hefst 16. febrúar. Kennt er í fjóra daga í febrúar og 6 daga í mars. Kennsla og æfingar með kennara taka samtals 78 klst. Og jafngildir námstíminn 90 kennslustundum í fram­ haldsskóla. Námskeiðið er á íslensku fyrir utan einn dag í mars þegar Adam Eason kennir sjálfsdáleiðslu. Kennarar og aðstoðarfólk mun aðstoða við þýðingar sé þess þörf. Adam Eason er einn þekktasti dáleiðari og dáleiðslu­ kennari Bretlands. Adam Eason hefur skrifað bækur um sjálfsdáleiðslu og hefur auk þess mikið notað hana sjálfur, bæði við æfingar og keppni í langhlaupi (endurance running). Skráning á grunnnámskeiðið fer fram á heimasíðu Dáleiðsluskóla Íslands, www.daleidsla.is. Dáleiðslunám- skeið á íslensku Þann 17. janúar næstkomandi frá kl. 17 til 19 munum við bjóða upp á kynningu á grunnnámskeiðinu í með­ ferðardáleiðslu í húsnæði Dáleiðsluskóla Íslands að Síðumúla 20 (2. hæð) þar sem öllum sem hafa áhuga á gefst kostur á að koma og fræðast um námskeiðið og hitta kennara Dáleiðsluskóla Íslands. Að öllum líkindum verður þetta eina grunnnámskeiðið í með­ ferðar dáleiðslu sem kennt verður á þessu ári þannig að það er um að gera að nýta tækifærið og útskrifast sem dáleiðslutæknir í mars. Kynning á grunnnámskeiði í meðferðardáleiðslu Arnþór Arnþórsson kennir dáleiðslu og lítur á sig sem leiðsögumann í því ferli að kenna undirmeðvitundinni nýja siði. MYND/ANtoN briNk Þetta verður annað grunnnám­skeiðið í meðferðardáleiðslu sem ég kenni á. Að kenna dáleiðslu er eitt það skemmtilegasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Þó að ég sé á vissan hátt líka að leiðbeina dáleiðsluþegunum sem koma til mín að fara í dáleiðslu, þá snýst kennslan hjá Dáleiðsluskóla Íslands meira um að kenna nemendunum að dáleiða aðra einstaklinga,“ segir Arnþór sem fann fyrir auknum áhuga á dáleiðslu í kjölfar viðtalsins sem birtist við hann í Fréttablaðinu í ágúst. „Fjöldi einstaklinga hafði samband við mig, bæði til að panta tíma í dáleiðslu og einnig bárust mér fjölmargar fyrirspurnir í gegnum heima­ síðuna mína Hugmeðferð.is.“ Hann segir ýmsar ranghugmyndir ríkjandi varðandi dáleiðslu. „Við sem störfum við dáleiðslumeðferðir höfum unnið markvisst að því á undanförnum árum að eyða þeim ranghugmyndum sem margir hafa um dáleiðslu, ranghug­ myndum sem oft á tíðum eru tilkomnar vegna þeirrar myndar sem bíómyndir og sviðsdáleiðsla draga upp af dáleiðslu. Mér sýnist að sú vinna sé að skila sér því æ fleiri einstaklingar eru farnir að líta á dáleiðslu­ meðferð sem raunhæfan kost til að ná fram breytingum á líðan sinni og hegðun.“ Hann bendir á að Félag dáleiðslu­ tækna hefur einnig unnið að aukinni fræðslu um dáleiðslu. „Má þar nefna opinn fræðsludag sem haldinn var í lok október þar sem öllum var frjálst að mæta og fræðast um dáleiðslu. Aðal­ fyrirlesari þar var Ítalinn dr. Giancarlo Russo, sem kennir dáleiðslu um allan heim, og fræddi hann gesti um dáleiðslu á laugardeginum og hélt svo námskeið fyrir félagsmenn á sunnudeginum.“ Arnþór segir dáleiðslu snúast um að virkja undirvitundina. „Í dáleiðslu­ meðferð fáum við undirvitundina til að komast að orsök vandamála dáleiðslu­ þegans og uppræta hana. Það má í raun segja að undirvitundin fari í nokkurs konar uppfærslu svo allir þættir hennar styðji við meðvituð markmið dáleiðslu­ þegans, t.d. að láta af óæskilegum ávana, losna við kvíða o.s.frv. Ég lít aðeins á mig sem nokkurs konar leiðsögumann í því ferli. Mitt hlutverk er að leiðbeina undirvitundinni um hvaða leið á að fara til að ná markmiðum meðferðarinnar en í raun á öll vinnan sér stað í undirvitund dáleiðsluþegans.“ Leiðsögumaður um undirvitundina Arnþór Arnþórsson, dáleiðari og kennari við Dáleiðsluskólann, vill eyða ranghugmyndum um dáleiðslu. Grunnnám í meðferðardáleiðslu. Adam Eason er einn þekktasti dáleiðari og dáleiðslu- kennari bretlands. Hann mun kenna sjálfs dáleiðslu á námskeiði í mars. 10 kYNNiNGArbLAÐ 5 . jA N úA r 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RskóLAr oG NáMskEiÐ 0 5 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E A 9 -C F 6 4 1 E A 9 -C E 2 8 1 E A 9 -C C E C 1 E A 9 -C B B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 4 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.