Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR I 3. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 I 11 þorsks, ýsu, sandhverfu o.fl. þúsundir tonna á ári. Vegna hins heita jarðsjávar hér munu Suðurnesin geta tekið drjúgan þátt í þeirri þróun. Fleira mætti nefna á sviði at- vinnu og verðmætasköpunar. Ég hef reynt að draga hér fram þá sýn er blasir við í atvinnu- málum og tel Suðurnesin geta stefnt þangað ef rétt er á haldið. Til þess þarf sterka samstöðu því verðmætasköpunin leggur grunn að ýtrýmingu fátæktar. Andleg fátækt Að lokum langar mig einnig til að velta upp annars konar fá- tækt en þeirri sem sprettur af atvinnuleysi. Þar á ég við and- lega fátækt. Hamingjan verður aldrei keypt með fjármunum. Mér finnst ástæða til að hafa á- hyggjur af þeirri veraldar- hyggju sem tröllríður samfé- laginu í dag. Græðgin leikur lausum hala og í vaxandi mæli erum við sem þjóð farin að beygja okkur undir ofurvald hennar þar sem gildismat lífs- gæðakapphlaupsins liggur til grundvallar. Þetta er svartur blettur á samfélaginu og rót margra þeirra félagslegu vandamála og erfiðleika sem við glímum við. Þarna þarf hugarfarsbreytingu – þarna þurfum við öll að endurskoða afstöðu okkar til hamingjunnar og lífsins. Fjölskyldan og manneskjan á að vera í fyrir- rúmi. Við megum ekki gleyma okkur í hinu miskunnarlausa kapphlaupi í andlegri fátækt. Þeir sem sáu viðtal við hand- boltahetjuna Ólaf Stefánsson hjá Gísla Marteini hrifust af boðskap Ólafs þar sem hann lagði einmitt ríka áherslu á að rækta hin andlegu verðmæti og rísa gegn lífsgæðakapphlaup- inu. Þetta reyndum við með á- takinu Reykjanesbær á réttu róli og gafst vel. Það er hægt með samstilltu átaki okkar allra. Tökum höndum saman um að vinna bug á jafnt verald- legri sem andlegri fátækt. Það er meginkjarni í stefnu Fram- sóknarflokksins og þess vegna vinn ég undir hans merkjum. Hjálmar Árnason, alþingismaður. gangsmál Auglýsingasíminn er 421 0000 Faxið er 421 0020 FRÉTTAVAKT 898 2222 899 2225 24 TÍMA VAKT Víkurfréttir og vf.is 4. tbl. 2003 - 24 LEIDRETT 22.1.2003 16:51 Page 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.