Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Hvaða tilgangi þjónar hinn svokallaði byggðakvóti? Hann er til að hjálpa hinum minni byggðum út um landið sem litla aðra möguleika hafa til að bregðast við samdrætti í sjáv- arútvegi. Telurðu að byggðakvótinn hjálpi sveitarfélögum eins og Sandgerði? Já, ég hugsa nú að það hjálpi Sandgerði. Þar hefur orðið alveg gríðarlegur samdráttur og sveitar- félagið hefur verið í miklum fjár- festingum vegna sjávarútvegsins og reiðir sig mikið á sjávarútveg- inn og það hafa ekki verið mikið um aðra möguleika þar undan- farið. Hefur sjávarútvegsráðuneytið í hyggju að aðstoða Sandgerði á einhvern hátt umfram þann byggðakvóta sem þegar hefur verið úthlutað þar, í ljósi þess að á síðustu 5 árum hafa 90% kvótans farið úr byggðalaginu? Það hefur ekkert verið talað um það og við hér í ráðuneytinu höf- um ekki nein frekari úrræði en við höfum verið að beita. Hvað finnst þér um sjávarút- veg á Suðurnesjum almennt? Ég tel að sjávarútvegur á Suður- nesjum sé almennt talað í góðum málum, þó hann sé náttúrulega misjafn eftir byggðarlögum og þau hafi komið misjafnt út úr þeim breytingum sem hafa verið í gangi síðustu ár. Grindavík er einn af sterkustu sjávarútvegs- bæjum landsins, en það er ekki hægt að horfa fram hjá því að aðrir bæjir standa ekki jafn vel. Eftir sem áður eiga möguleikar í sjávarútvegi á Suðurnesjum að vera góðir, eins og þeir eru reyndar víða annars staðar. Hvar telurðu sóknarfærin í sjávarútvegi á Suðurnesjum liggja? Ég held að sóknarfærin almennt talað felist í því annars vegar að við aukum verðmætið og reynum að bæta reksturinn þannig að ver- ið sé að fá meira út úr hverju tonni sem veitt er. Þetta á ekki síður við á Suðurnesjum þar sem mjög gott hráefni er að koma á land, þ.e. stóra vertíðarþorskinn. Hins vegar horfum við til þess inn í framtíðina að við náum að bæta stöðu fiskistofnana og þá sérstaklega þorskstofnsins. Það eru jákvæðir hlutir að gerast í sambandi við ýsustofninn og ég geri ráð fyrir því að menn verði varir við það á Suðurnesjunum. Það vill þó þannig til þar að sam- hliða því að við erum að auka ýsukvótann hér þá hefur slíkt hið sama verið að gerast í nágranna- löndunum og með því hefur framboðið aukist og verðmætið hefur ekki skilað sér. Nú hefur oft verið talað um það að kvótakerfið bjóði ekki ungum mönnum upp á þá möguleika að hefja útgerð. Hvað viltu segja um það? Það er alveg sama hvaða kerfi við erum að tala um sem að er að reyna að minnka afkastagetuna, slíkt kerfi verður alltaf erfitt fyrir nýliðun. Það er þversögn í því að reyna að minnka afkastagetuna, í þessu tilfelli sóknargetuna og ætla sér að gera einhverja sér- staka hluti fyrir nýliðann. Ef að við náum ekki nægilega nýliðun í greinina til að halda henni lifandi þegar við höfum náð jafnvægi hvað varðar afkastagetuna þá erum við aldrei í vandræðum með að búa til einhverskonar kerfi sem hjálpar til við nýliðun. Það er bara ekki staðan í dag því við erum ennþá að reyna að minnka afkastagetuna. Telurðu að það verði einhverj- ar breytingar gerðar á kvóta- kerfinu á næstu árum, t.a.m. að fara hina svokölluðu fær- eysku leið? Það fer eftir því hvað menn meina með færeysku leiðinni. Ég á ekki von á því að við tökum upp sóknardagakerfi, en það eru hinsvegar ýmsir þættir sem eru merkilegir við færeyska fisk- veiðistjórnunarkerfið og þá sér- staklega veiðarfæranotkunin og hinar víðtæki svæðalokanir til að verja hrygningarfiskinn sem að mér finnast vera hlutir sem við eigum að athuga. Í ljósi þess hvernig hlutirnir eru á Suðurnesj- unum þá er netaveiði mjög tak- mörkuð við Færeyjar, en hins vegar er verið að veiða okkar verðmætasta fisk á vertíðinni. Hvað finnst þér um fyrningar- leið Samfylkingarinnar varð- andi kvótakerfið? Mér finnst hún alveg stórhættu- leg og sérstaklega fyrir þær byggðir sem eiga undir högg að sækja í breytingunum sem eru að verða í sjávarútvegnum af ýms- um orsökum og ekki bara vegna kvótakerfisins. Fyrningarleið Samfylkingarinnar þýðir það að byggðirnar sem eru sterkastar og hafa mesta fjármagnið og bestu veðin taka til sín aflaheimildirn- ar. Ég myndi spá því að fyrning- ar- og uppboðsleiðin, því það er hægt að hnýta það saman væri sú leið sem myndi leiða til mestrar samþjöppunar í sjávarútvegi og mestrar byggðaröskunar í sjávar- útvegi. Hvað finnst þér um stefnu Frjálslynda flokksins í sjávar- útvegi? Hún er nú svo óljós að það er varla hægt að tjá sig almennilega um hana. Þeir hafa verið með til- lögur allt frá því að opna veið- arnar og gera þær allar frjálsar í ákveðinn tíma og niður í það að vera með miðstýrðar úthlutunar- reglur og ég verð að segja að ég hef ekki séð mikið nothæft í þeim tillögum. Hvernig leggjast komandi al- þingiskosningar í þig? Það er ennþá langt til kosninga þannig að það er ekki hægt að segja að maður sé kominn með sérstaka tilfinningu fyrir kosn- ingunum sjálfum, en staðan í pólitíkinni í dag er auðvitað þannig að eins og allir vita þá hafa verið breytingar á atvinnu- lífinu á undanförnum árum. Þessar breytingar hafa komið mjög vel út fyrir okkur og leitt til batnandi lífskjara í landinu fyrir alla. Af þessum sökum hefði maður haldið að stjórnarflokk- arnir hefðu góðar forsendur til að fara inn í kosningar. Það eru hinsvegar miklar hræringar á vinstri vængnum sem hafa haft tímabundin áhrif á fylgi Fram- sóknarflokksins í skoðanakönn- unum, en það má hins vegar telj- ast merkilegt að það hefur af- skaplega lítil áhrif á fylgi Sjálf- stæðisflokksins samkvæmt könn- unum. Almennt talað held ég að staðan sé góð fyrir kosningar en það er ennþá langt í 10. maí. Telurðu það raunhæfan mögu- leika að Samfylkingin verði jafn stór flokkur og Sjálfstæð- isflokkur eftir næstu kosning- ar? Það er alveg ómögulegt að segja til um það. Það hefur oft gerst að flokkar hafa rokið upp í skoðana- könnunum jafnvel fjórum mán- uðum fyrir kosningar og síðan hefur niðurstaða kosninga verið allt önnur. Það gætu verið ein- hverjar aðrar aðstæður uppi núna sem gerðu það að verkum að Samfylkingin héldi sínu fylgi fram yfir kosningar. Það er alltof snemmt að spá einhverju um það hvað gerist. Það er svo mikið sem getur gerst fram að kosning- um að það er enginn sérstakur grunnur sem maður getur notað til að spá fyrir um þetta. Hvernig líst þér á lista Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjör- dæmi, þínu gamla kjördæmi? Mér líst ágætlega á lista Sjálf- stæðisflokksins þar, þó auðvitað hafi gengið á ýmsu og niðurstað- an verið óvænt þá er þetta allt saman ágætis fólk sem á listan- um er sem ég þekki og hef starf- að með. Það á líka við um fleiri sem ekki eru á listanum að þar er fólk sem ég hef átt mjög gott samstarf við og hefði sómt sér vel á listanum. En það er oft þannig að það þarf að velja úr og þetta varð niðurstaðan. Saknarðu þess að heyja kosn- ingabaráttu á Suðurnesjum? Já, ég mun sakna þess að vera ekki með Suðurnesin sem hluta af mínu kjördæmi því það er mjög skemmtilegt svæði og hef- ur gefið Reykjaneskjördæmi meiri breidd og meiri vídd. Ég á marga vini á Suðurnesjunum sem ég mun auðvitað hafa sam- band við áfram og maður er ekk- ert að hverfa úr pólitíkinni þannig að maður rífur ekki tengslin á einni nóttu. Ég er sér- staklega ánægður með það að tvöföldun Reykjanesbrautar sé hafin og mér líður mjög vel að hafa komið því af stað áður en kjördæmabreytingin á sér stað. STÓRHÆTTULEG SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Í VIÐTALI VIÐ VÍKURFRÉTTIR Frá því kvótakerfið var sett á fót fyrir um 20 árum hefur mætt mikið á sjávarútvegsráðherrum Íslands og hafa þeir oft þurft að sæta hörðum ásökunum frá ýmsum aðilum sem telja kvótakerfið ekki réttmætt. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur ekki farið varhluta af slíkum ásökunum og hefur frá því hann tók við sem sjávarútvegsráðherra vorið 1999 sætt mikilli gagnrýni varðandi kvótamálin. Eftir að Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður árið 1999 og Samfylkingin setti kvótamál ofarlega á sína stefnuskrá hefur gagnrýni á kerfið aukist til muna. Í desember tilkynnti sjávarútvegsráðuneytið um úthlutun byggðakvóta og fékk Sandgerðisbær úthlutað um 100 tonnum og Nesfiskur í Garði 30 tonnum. Í viðtali við Víkurfréttir ræðir sjávarútvegsráðherra m.a. um byggðakvótann og þann vanda sem skapast hefur í Sandgerði. Vi ðt al o g m yn d: J óh an ne s K r. K ris tjá ns so n • jo ha nn es @ vf .is Fyrningarleið Samfylkingar 4. tbl. 2003 - 24 LEIDRETT 22.1.2003 16:52 Page 12

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.