Víkurfréttir - 23.01.2003, Síða 15
VÍKURFRÉTTIR I 4. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 I 15
um bæinn til að vekja íbúa,“ seg-
ir Brynja. Þau ætluðu sér að ná í
ýmislegt dót í húsið en þau voru
stöðvuð því Vikrinum rigndi nið-
ur á svæðinu.
Brynja fór ásamt foreldrum sín-
um og börnum um borð í bát
sem flutti þau til Þorlákshafnar.
Guðrún vissi ekki af systur sinni
fyrr en daginn eftir, en hún fór
ásamt börnum sínum einnig til
Þorlákshafnar.
Guðrún fluttist í Garðinn þann 4.
febrúar árið 1973 og hún var
ánægð: „Mér fannst yndislegt að
koma hingað og staðurinn falleg-
ur. Fólk tók okkur svo vel. Það
voru reist 10 viðlagasjóðshús
sem svo voru kölluð og í þeim
voru 15 íbúðir sem Vestmanna-
eyjingar fluttu inn í,“ segir Guð-
rún en hún hefur búið í Garðin-
um síðan þá og hefur liðið mjög
vel.
Brynja kunni ekki alveg jafnvel
við sig þegar hún heimsótti syst-
ur sína í Garðinn: „Mér fannst
hálf nöturlegt að koma í Garðinn
og mér fannst að það væri alltaf
norðangarri hér sem náttúrulega
oft er. En þegar ég var búin að
heimsækja systur mína nokkrum
sinnum þá fór mér að lítast betur
á staðinn. Ég bjó í Reykjavík í
tvö ár eftir gosið og ef ég hefði
verið þar áfram hefði dóttir mín
þurft að taka strætó í skólann. Ég
var búin að sjá að börnin hennar
Guðrúnar höfðu það mjög gott í
Garðinum og árið 1975 ákvað ég
að flytja og sé ekki eftir því,“
segir Brynja og hlær.
Þær systurnar vinna á pósthúsinu
í Garðinum og börn þeirra búa
flest á Suðurnesjum. Þeim systr-
um finnst mjög gaman að heim-
sækja Vestmannaeyjar og segja
að Kirkjubæjarsvæðið sem fór
undir hraun hafi verið fallegasti
staður í heimi: „Við heimsækjum
Vestmannaeyjar reglulega og
finnst gaman að koma þangað.
En við erum orðin partur af Suð-
urnesjum og hér líður okkur vel,“
segja þessar hressu systur að lok-
um.
30 ÁR ERU Í DAG FRÁ
ELDGOSINU Í HEIMAEY
Þessa mynd tók Sveinn Þormóðsson af Brynju þegar hún var á leið í bát sem átti að flytja þau til
Þorlákshafnar. Myndin hefur birst víða, enda sést angistarsvipurinn á fólkinu vel og einnig sést
að dóttir Brynju er ekki í skóm en ekki gafst tími til að klæða hana í þá. Frá vinstri: Rafnkell 8
ára sonur Brynju, Brynja með dóttur sína Lilju Berglindi 3 ára og Marta móðursystir Brynju.
Sveinn Þormóðsson ljósmyndari tók einnig þessa mynd sem sýnir
Kirkjubæjarsvæðið en það liggur nú undir 60 metra þykku hrauni.
Fréttavaktin 898 2222 & 899 2225
4. tbl. 2003 - 24 LEIDRETT 22.1.2003 17:53 Page 15