Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.2003, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 23.01.2003, Qupperneq 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ANNO 2002 SÍÐARI HLUTI svipmyndir ársins tvö eftir 2000 Stórveldin tvö, Rússland og Bandaríkin, áttust við í stórleik í knattspyrnu á Keflavíkurflugvelli á árinu. Sannkölluð Rússainnrás átti sér stað, enda einkennisbúningar Rússa ekki samkvæmt nýjustu tísku og var sem ljósmyndari Víkurfrétta væri kominn inn í sviðsmynd stórmyndar úr stríðinu. Hreysti ársins: Bæjarfulltrúinn tók slökkviliðið í bakaríið... Ólafur Thordersen, bæjarfulltrúi og stjórnarmaður Brunavarna Suðurnesja, tók tilboði Sigmund- ar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra um að þreyta nýtt þrekpróf fyrir slökkviliðsmenn B.S. Prófið er uppbyggt með tilliti til slökkvi- liðsstarfa og mælir bæði styrk og þol þeirra. Sigríður Kristinsdóttir eigandi líkamsræktarstöðvar Perlunnar stjórnar þrekprófi Slökkviliðs B.S. Sigmundur slökkviliðsstjóri tók síðan áskor- un Ólafs og þreyttu þeir kappar prófið undir harðri stjórn og nákvæmri tímamælingu Sigríðar í Perlunni. Styrktarprófið, sem byggir á upphífingum, armbeyjum, þrí- höfðaarmbeyjum, magaæfingum, réttstöðulyftu fór fram í Perlunni og stóðu þeir kappar sig með ágætum og uppfylltu lágmarksákvæði prófsins. Að því loknu var haldið í Reykjaneshöllina en þar voru þeir klæddir í Reykköfunarbúnað slökkviliðsins, eða samtals 20 kg. búnað, sem endurspeglar búnað Reykkafara B.S. Í þrekprófinu, sem byggir á að ljúka 4,8 km. göngu með 20 kg. á bakinu innan tiltekins hámarks- tíma, náði Ólafur forskoti á Sigmund og kom hann í mark á undan Sigmundi. Ólafur lauk því þrekprófinu á tæpum 26 mínútum en Sig- mundur á rúmum 28 mínútum. Að loknu prófinu sagði Sigmundur slökkviliðsstjóri “ég er mjög ánægður með útkomuna þó að skemmtilegra hefði verið að vinna Ólaf, en þessar niðurstöður endurspegla það að Ólafur er í mjög góðu líkamlegu formi og vel hæfur líkamlega til slökkviliðsstarfa. Þessi frá- bæri tími Ólafs slær tíma Ingvars Georgssonar út sem var besti tími B.S. til þessa, eða 27 mínútur og 30 sek. Símanúmer ársins: 846 6092 hringdu strax! Rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík stóð ráðþrota gagnvart síma- númerinu 846 6092 á árinu. Síminn hafði valdið miklu ónæði með hringingum sínum en eigandinn fannst ekki þar sem hann hafði „fullt frelsi“ frá Símanum. Þeir sem vissu hver ætti númerið var einnig bent á að hafa samband við lögguna til að upplýsa málið. Högg ársins: Kvennabox í Höllinni Fyrsti löglegi keppnishringurinn í boxi var keyptur til Reykjanesbæjar á árinu. Hringurinn var settur upp í Reykjaneshöllinni og þegar fylltur af bardagaglöðu kvenfólki sem keppti í kvennaboxi í sérstökum sýn- ingarbardaga. Fyrstar til að sýna löglegt box voru þær Lilja Karen Steinþórsdóttir og Tinna Guðrún Lúðvíksdóttir. Hvalur ársins: Hvalreki í Sandgerði Strákarnir á Lukkuláka frá Ólafs- vík veiddu hval fyrir utan Sand- gerði, svona óvart. Kvikindinu var komið á land og það skorið í smábátarennunni í Sandgerði. Þetta 10 metra flykki reyndist vera hnúfubakur. Kjötið fór á markað og hver veit nema það verði borðað súrsað á þorrablóti um helgina? Innrás ársins: RÚSSARNIR KOMA! Skipsskaði ársins: Strandaði og sökk við Noregsstrendur Glæsilegasta skip Keflavíkur strandaði og sökk við Noregs- strendur á árinu. Það var skömmu eftir þjóðhátíð sem skipið steitti á ómerktu skeri við Lófóten í Noregi og eftir að norkst ofurmenni reyndi að draga skipið af skerinu sökk það á örskammri stun- du. Betra hefði verið að fara að ráðum Íslendinga, en norksir hafa frá fyrsta degi reynt að koma eigin skömm yfir á okkar menn. Nú hálfu ári síðar eru Haukur Guð- mundsson og hans menn í Project GG KE 15 að reyna að bjarga skipinu af hafs- botni. Skömm ársins: Tóku skófatnað af börnum sem greiðslu í tívolí Lögreglan í Keflavík gerði athugasemdir við vafasamar innheimtuað- gerðir starfsmanna á Sumarmóti Bylgjunnar í Reykjanesbæ á árinu. Börn sem fóru í leiktæki án þess að greiða aðgang að þeim urðu að sjá á eftir skófatnaði sínum, þ.e. starfsmenn Sumarmótsins tóku skófatn- aðinn af börnunum. Málið var tilkynnt til lögreglunnar í Keflavík. Að sögn Pálma Aðalbergssonar varðstjóra hafði lögreglan samband við forráðamenn útvarpsstöðvarinnar Bylgjunnar og gerði þeim ljóst hvað væri að eiga sér stað á Sumarmótinu í Reykjanesbæ. Að sögn Pálma tóku Bylgjumenn á málinu með viðeigandi hætti. Það má ekki taka skó sem gjald fyrir tívolíferðir í Reykjanesbæ - táfýlurnar ykkar! Byssumaður ársins: „Hann er að plaffa gæsir á Grundinni“ Neyðarlínunni var tilkynnt um mann á árinu sem var að skjóta gæsir á Mánagrund við Keflavík. Neyðarlínan kom tilkynningunni áfram til lögreglunnar í Keflavík sem þegar sendi vaska sveina til að hafa uppi á skyttunni, sem virtist vera vel vopnuð. Skömmu eftir að tilkynningin barst lögreglunni í Keflavík slysaðist ljósmyndari Víkurfrétta inn á lög- reglustöðina í Keflavík til að sinna þar erindum. Eitthvað þótti bifreið Víkurfrétta svipa til lýsingar á þeirri bifreið sem vegfarandinn sagði byssumanninn á Mánagrund vera á og meira að segja númerið pass- aði. „Varst þú að skjóta gæs úti á Mánagrund“, spurði Halldór Jensson varðstjóri þegar okkar maður kom á lögreglustöðina. Jú, okkar maður kannaðist við að hafa „skotið“ gæsir en skotvopnið sem var notað reyndist ljósmyndavél. Okkar maður hafði séð stóran gæsahóp á Mánagrundinni og ákvað að „skjóta“ nokkrum myndum af fuglinum. Vígalegt byssuhlaupið var ekkert annað en myndarleg aðdráttarlinsa ljósmyndarans. Lögreglumennirnir voru kallaðir aftur til stöðvar og ljósmyndari Víkurfrétta er frjáls maður! Brú ársins: Stutt að sækja Íslending! Reykjanesbær stytti leiðina vestur um haf á árinu með því að setja upp brú á milli heimsálfa. Evrópu- og Am- eríkuflekarnir voru brúaðir í Stóru-Sandvík. Risastórar þyrlur þjóðvarðliðs Pensilvaníu voru notaðar til að koma brúnni fyrir. Hún var síðan opnuð við mikilli við- höfn á árinu. 4. tbl. 2003 - 24 LEIDRETT 22.1.2003 17:02 Page 16

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.