Víkurfréttir - 23.01.2003, Qupperneq 21
VÍKURFRÉTTIR I 4. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 I 21
Guðmundur Stefánsson verður
70 ára 25. janúar. Það verður
heitt á könnunni sunnudaginn
26. janúar nk. Til hamingju með
afmælið. Fjölskyldan.
Elli varð 60 ára 21. janúar sl.
Hann og eiginkona hans
Sveindís Pálsdóttir taka á móti
gestum af því tilefni laugar-
daginn 25. janúar nk. frá kl. 19 í
sal Hitaveitu Suðurnesja,
Brekkustíg 36, Njarðvík.
Elli elsku mágur. Innilega til
hamingju með afmælið. Halltu
svo áfram að vera alltaf svona
hress. Þín besta mágkona!!
Elsku Elfa, til hamingju með
5 ára afmælið. Mamma, Pabbi
og Lovísa.
Elsku Karen
okkar, til
hamingju
með 8 ára
afmælið
mánudaginn
27. janúar.
Mamma,
Pabbi og
Bragi.
Telma og Ósk eiga 9 ára afmæli
26. janúar. Sólrún amma og
Óskar afi óska elsku dúllunum
innilega til hamingju með
afmælið. Megi guð og gæfan
fylgja ykkur um ókomna tíð.
Afmæli
Afmæli
Afmæli
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir er 14 ára körfuboltamær úrGarðinum. Ingibjörg byrjaði að æfa körfubolta í septemberárið 2000. „Ég fékk áhuga á körfu því tvær vinkonur mínar
æfðu körfu svo ég ákvað að prófa“, sagði
Ingibjörg í sportviðtali Víkurfrétta. Þrátt
fyrir ungan aldur hefur hún látið nokkuð
til sín taka í körfunni og hefur verið
fastamaður í liði Njarðvíkurstúlkna und-
anfarið. Þá var hún valin í landslið Ís-
lands sem lék á Spuerkeess-mótinu í Lúx-
emburg milli jóla og nýárs. Þar skráði
stúlkan sig í metabækurnar því hún er
yngsti landsliðsmaður Íslands í hópíþrótt
frá upphafi ásamt Helenu Sverrisdóttur.
Í byrjun janúar lék hún svo með stúlknalandsliðinu í æfingamóti í
Skotlandi og því er óhætt að segja að stúlkan sé heldur betur að
standa sig.
Afhverju valdir þú að æfa með Njarðvík?
Ég hef alltaf haldið með Njarðvík í körfubolta og þar sem ekkert
körfuboltalið er í Garðinum kom ekkert annað lið til greina.
Hvað æfir þú oft í viku?
Ég æfi 9 sinnum í viku þannig að það er alltaf mjög mikið að gera hjá
mér. Ég reyni alltaf að læra í hádeginu og eftir skóla og gengur ágæt-
lega að samræma körfuna og námið.
Hvernig er venjulegur dagur í lífi þínu?
Ég fer í skólann á morgnanna og læri svo þegar ég kem heim. Eftir það
er mér skutlað á æfingu. Þegar hún er búin horfi ég aðeins á sjónvarp-
ið og fer svo að sofa.
Varstu ekki hissa á því að vera valin í landsliðið svona ung?
Jú, ég get ekki sagt annað. Ég bjóst alls ekki við því. Það var mjög
gaman fara þessa ferð og góð reynsla sem á eftir að nýtast mér vel.
Hvernig gekk svo með stúlknalandsliðinu í janúar?
Það gekk bara vel. Við spiluðum fjóra leiki á móti Skotlandi, unnum
tvo og töpuðum tveimur.
Hvert er framtíðartakmarkið?
Mig langar að fara út í háskóla og spila körfu með. Markmiðið er auð-
vitað að ná eins langt og ég get.
Keflavík komst um helginaí úrslit bikarkeppni KKÍog Doritos, bæði í karla
og kvennaflokki. Karlarnir
lögðu ÍR-inga að velli, 95:81, í
Keflavík en leikurinn var í
járnum allan tíman. Staðan í
hálfleik var 45:46 gestunum í
hag en þegar síðasti leikhlutinn
var hálfnaður tóku heima-
menn öll völd á vellinum og
sigruðu verðskuldað. Magnús
Þór Gunnarsson átti skínandi
leik hjá Keflavík í lokin og setti
niður hverja þriggjastiga körf-
una á fætur annari. „Við létum
boltann ganga vel í sókninni og
þar að leiðandi opnaðist fyrir
mig í skotunum. Ég tók fríu
skotin sem ég fékk og þau
duttu vel í kvöld“, sagði Magn-
ús Þór ánægður í leikslok.
Damon Johnson var stigahæstur
með 27 stig en Magnús Þór
Gunnarsson kom næstur með 16 stig.
Þá sigruðu stúlkurnar í Keflavík lið Grindavíkur, 64:83, sl. föstudag
en leikurinn fór fram í röstinni. Jafnræði var með liðunum til að byrja
með en þegar líða tók á 4. leikhluta fór reynslan að segja til sín og þá
sigu Keflavíkurstúlkur framúr.
Sonja Ortega skoraði 23 stig fyrir Keflavík og Erla Þorsteinsdóttir 16
en Denise Shelton skoraði 30 stig fyrir Grindavík og Sólveig Gunn-
laugsdóttir 11.
Úrslitaleikurinn fer fram 8. febrúar og mun karlalið Keflavíkur leika
gegn Snæfell en kvennaliðið gegn ÍS.
14 ára í A-landslið!
:: sportari vikunnar
TVÖFALT!
- bæði karla- og kvennalið Keflavíkur tryggðu sér
í úrslit bikarkeppni KKÍ og Doritos
Meira sport á vf.is
4. tbl. 2003 - BLS 20-21 22.1.2003 17:43 Page 21