Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.09.2003, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 25.09.2003, Blaðsíða 1
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M 6. tölublað 24. á rgangur Fimmtudagurinn 6. febrúar 2003 SÍMINN ER 421 0000 39. tölublað 24. árgangur Fimmtudagurinn 25. septembe 2003 TRYGGÐU ÞÉR TVF! Ökumaður bifreiðar sem lenti í árekstri við Grindavíkuraf-leggjara á Reykjanesbraut lést á sjúkrahúsi í gær. Tveir bílarrákust saman klukkan rúmlega 7 í gærmorgun og voru öku- mennirnir báðir fluttir á Landspítala - Háskólasjúkrahús, en öku- maður hinnar bifreiðarinnar var ekki alvarlega slasaður. Á heimasíðu Lögreglunnar í Keflavík kemur fram að annarri fólksbifreið- inni hafi verið ekið vestur Reykjanesbraut en skammt frá Grindavíkurvegi hafi ökumaðurinn misst stjórn á bifreiðinni. Bifreiðin lenti utan í ljósa- staur, þaðan yfir umferðareyju sem aðskilur akreinarnar, kastaðist í loft upp og lenti ofan á toppi bifreiðar sem var nýkomin inn á Reykjanesbraut til austur af Grindavíkurvegi. Beita þurfti klippum á aðra bifreiðina til að ná ökumanninum út. Ökumaður þeirrar bifreiðar var fluttur meðvitundar- laus á sjúkrahús alvarlega slasaður og lést hann þar nokkru síðar. Alls hafa fimm manns látist í umferðarslysum á Reykjanesbraut í fjórum slysum það sem af er árinu. Enn eitt banaslysið á Reykjanesbraut Frá vettvangi umferðarslyssins í gærmorgun. VF-mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson Þann 30. september verð-ur Karvel Ögmundsson100 ára. Uppruni Kar- vels er rakinn til Snæfellsnes en foreldrar hans voru þau Ögmundur Andrésson frá Ein- arslóni á Snæfellsnesi og Sólveig Guðmunds- dóttir frá Purkey á Breiðafirði. Árið 1928 kvæntist Karvel Önnu Olgeirs- dóttur frá Hellissandi og varð þeim sjö barna auðið, fimm dætra og tveggja sona. Konu sína missti Karvel eftir langvarandi veikindi 1959 og yngri soninn Eggert árið 1962, en hann fórst í sjóslysi. Árið 1963 kynntist Karvel Þórunni Maggý Guðmundsdóttur (Síð- ar landsþekktum miðli) og bjuggu þau saman í þrettán ár og eignuðust einn son Eggert. Karvel ól upp með henni fjóra syni og eina dóttur. Karvel dvelur á Garðvangi í Garði. Karvel Ögmunds- son 100 ára VF 39. tbl. 24 pages 24.9.2003 15:19 Page 1

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.