Víkurfréttir - 25.09.2003, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
S tjórn ForeldrafélagsGrunnskóla Grindavík-ur (FGG) boðar til fjöl-
skylduveislu um uppeldis og
menntamál í Grindavík laug-
ardaginn 27. sept.Yfirskriftin
á fjölskylduveislunni er „SÓL Í
GRINDAVÍK”.
Þeir sem koma til með að
skemmta veislugestum eru
m.a. frú Vigdís Finnbogadóttir
fyrrverandi forseti, Guðbergur
Bergsson rithöfundur, Bergur
Ingólfsson leikari, Dagný
Reynisdóttir og Hildur Hafstað
kennarar og Jón Baldvin Hann-
esson skólastjóri og ráðgjafi.
Veislustjóri verður enginn ann-
ar en Hjálmar Árnason alþing-
ismaður. Ásamt þessum aðilum
munu nemendur Grunnskóla
Grindavíkur kynna verkefni
sem þau hafa unnið í tilefni
fjölskylduveislunnar. Einnig
mun tónlistarfólk frá Tónlistar-
skóla Grindavíkur koma fram.
Þessi veisla fer fram á sal
Grunnskóla Grindavíkur og
byrjar klukkan 10 og er lokið
klukkan 15:15.
Þar sem þetta er fjölskyldu-
veisla í Grindavík þá verður að
hugsa um börnin líka og að þau
hafi um nóg að velja. Samhliða
dagskránni í grunnskólanum
þá verður íþróttadagskrá í
íþróttahúsinu Röstinni í
Grindavík fyrir börnin. Þar
munu körfubolta- og fótbolta-
deildirnar sjá um að hafa ofan
af fyrir krökkunum með alls
konar leikjum og uppátækjum.
Markmiðið með fjöskyldu-
veislunni er að efla samstöðu
heimila og skóla, vekja foreldra
til umhugsunar um uppeldis og
menntamál. Einnig gefst for-
eldrum tækifæri á að koma
hugmyndum sínum á framfæri
í hugmyndastofum en það er
einmitt stór hluti af dagskránni.
Grindavík
F R É T T I R Ú R B Æ J A R L Í F I N U
SÓL Í GRINDAVÍK
Togarinn Þuríður Halldórsdóttir GK er nú í
skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts hf. á Akranesi
þar sem verið er að breyta skipinu í línuveiðiskip
með beitningarvél. Einnig er verið að koma þrið-
ja spilinu fyrir um borð svo hægt sé að toga með
tveimur trollum samtímis á humarvertíðum.
Skipið mun verða á línuveiðum á veturna en á
humri á sumrin.
Eiríkur Tómasson forstjóri Þorbjarnar Fiskaness hf.
segir í samtali við Fiskifréttir að áætlaður kostnaður
við breytingarnar væru á bilinu 40 til 50 milljónir,
en meginhluti kostnaðarins felst í kaupum á tækjum
og búnaði. Að því er fram kemur í Fiskifréttum er
verkið langt komið og vonast til að skipið verði til-
búið til veiða um næstu mánaðarmót.
Þuríður verður á humri og línu
Frétta- og auglýsingasími 421 0000
Rekið var til réttar í Þórkötlustaðarétt í Grindavík á sunnudag. Réttirnar
eru ómissandi þáttur haustsins og hafa mikið fræðslu- og skemmtana-
gildi sem sjá má á miklum fjölda fólks sem leggur leið sína í Þórkötlu-
staðaréttir ár hvert enda mannfólkið löngum fleira en rolluskjáturnar
sem koma móðar ofan af fjalli. Ljósmyndari Víkurfrétta var í Þórkötlu-
staðarétt og tók þá meðfylgjandi myndir.
Fleira fólk en fé!
VF 39. tbl. 24 pages 24.9.2003 11:30 Page 14