Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.09.2003, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 25.09.2003, Blaðsíða 16
Ávordögum fékk Miðstöðsímenntunar á Suður-nesjum styrk frá Starfs- menntaráði til að standa fyrir námskeiði um Reykjanesskag- ann. Markmiðið var að efla vit- und starfsfólks í ferðaþjónustu á Reykjanesi um þá möguleika sem Reykjanesskaginn hefur upp á að bjóða fyrir ferða- menn og náttúruunnendur. Fyrirtækjum á Suðurnesjum var boðið að taka þátt í þessu nám- skeiði gegn vægu þátttökugjaldi. Þátttaka var góð og hópurinn frá- bær. Námskeiðið stóð yfir í fjóra daga og byggðist upp á ferðum með leiðsögn á áhugaverða staði ásamt 3 tíma námskeiði um sölu- tækni. Ferðirnar Fyrsta daginn var farið út á Reykjanes með leiðsögumannin- um Helgu Ingimundardóttur. Þó svo flestir ef ekki allir hefðu margoft komið á þessar slóðir lærðu þátttakendur margt og sáu nýja staði sem þeir höfðu ekki séð áður s.s. sundlaugina sem Grindvíkingar notuðu á árum áður til að læra að synda. Í Grindavík var m.a.farið í Salt- fisksetrið og þaðan að Bláa lón- inu þar sem uppbygging lónsins var skoðuð og fræðst um fram- tíðaráætlanir. Í ferðinni lærðu þátttakendur um sérstæða jarð- fræði Reykjanesskagans. Hópur- inn endaði í Go-kart keppni þar sem keppnisskap þátttakenda kom í ljós. Á öðrum degi var Íslendingur skoðaður og sagði Gunnar Marel frá smíði skipsins og siglingu þess til Ameríku. Síðan var farið í hvalaskoðun með Moby Dick þar sem höfrungar sýndu listir sínar við fögnuð viðstaddra. Að sjóferð lokinni var farið í Byggðasafn Reykjanesbæjar þar sem Sigrún Ásta Jónsdóttir for- stöðukona tók á móti hópnum og fræddi viðstadda um byggðasögu Suðurnesja. Þaðan var haldið út í Garð með Halldóru Ingibjörns- dóttur sem leiðsögumann og var Byggðasafn Gerðahrepps skoð- að. Frá Garði var haldið til Sand- gerðis þar sem Reynir Sveinsson á Fræðasetrinu tók við leiðsögn- inni. Hann fór m.a. með hópinn í Hvalsneskirkju þar sem skemmtilegar sögur af Hallgrími Péturssyni voru sagðar. Á síðasta degi námskeiðsins var farið út á Stafnes og gengið út að Básendum með leiðsögn Reynis Sveinssonar. Þar virtu viðstaddir fyrir sér svæðið sem varð fyrir flóði 1799, sem varð til þess að verslun lagðist af. Frá Básendum var haldið til Reykjanesbæjar þar sem m.a. Keflavíkurborg var skoðuð og aðrir áhugaverðir stað- ir. Síðan var haldið til Voga og á Vatnsleysuströnd og m.a. farið í Kálfatjarnarkirkju en þar var tekið á móti hópnum og hann fræddur um sögu kirkjunnar. Námskeið í sölutækni Þátttakendur sátu námskeið í sölutækni í hinu fallega umhverfi Eldborgar. Gísli Blöndal mark- aðs- og þjónusturáðgjafi hélt at- hygli þátttakenda í 3 klst. með líflegu og góðu námskeiði. Þátt- takendur urðu enn betur meðvit- aðir um gildi góðrar þjónustu og sölumennsku og lærðu hagnýtar og öflugar aðferðir sér til aðstoð- ar. Árangur Þátttakendur voru sammála um að námskeiðið hefði opnað augu þeirra enn betur fyrir þeirri nátt- úrperlu sem Reykjanesið er. Á námskeiðinu lærðu þeir stuttar sögur um svæðið, kynntust nýj- um stöðum og urðu þar með hæfari til að upplýsa ferðamenn um Reykjanesið. Síðast en ekki síst kynntust aðilar sem eru að starfa í ólíkum greinum innan ferðaþjónustunnar og myndaðist þar með grundvöllur til frekari samvinnu sem mun gagnast þeim í starfi. Besta vopnið í aukinni samkeppni um ferðamanninn er samvinna á milli aðila á svæðinu. Annað námskeið Til stendur að halda annað nám- skeið sem mun byrja 24. septem- ber. Starfsmenn í ferðaþjónustu eru hvattir til að mæta og fræðast um allt það sem Reykjanesið hef- ur upp á að bjóða. Námskeiðið gagnast öllum þeim sem hafa samskipti við ferðamenn s.s. starfsfólk á bílaleigum, gististöð- um, veitingastöðum, bensín- stöðvum, hótelum, gistiheimilum o.fl. Þeim sem hafa áhuga á þátt- töku er bent á að hafa samband við Miðstöð símenntunar á Suð- urnesjum. 16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Námskeið um Reykjanesskagann Innritun í körfubolta hjá 11 ára og yngri (minni- bolti) hefst föstudaginn 26.sept. kl 18-21 í „K”húsinu við Hringbraut. Tösk- ur fylgja þegar æfingargjaldið er greitt. Búningasett, íþróttagallar og flís- peysur verða til sýnis á föstudaginn. en hægt er að kaupa það í versluninni Kóda. Verð: 4. bekkur og yngri 1700 kr, árið 13.600 kr. 5-6. bekkur 2500 kr. árið 20.000 kr. Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. VF 39. tbl. 24 pages 24.9.2003 14:26 Page 16

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.