Víkurfréttir - 25.09.2003, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
®
Reykjanesbær mun takaþátt í orkuátaki Lata-bæjar sem hefst 1. októ-
ber nk. og stendur til 1. nóvem-
ber en markmið þess er að
hvetja til heilbrigðari lífstíls
hjá komandi kynslóðum. Þjóð-
arátakið er unnið í samvinnu
við ráðuneyti, landlæknisemb-
ættið og ýmis fyrirtæki og er
byggt upp á orkubók, sjón-
varpsþáttum og auglýsingaher-
ferð. Því er ætlað að höfða til
barna í 1. og 2. bekk grunn-
skóla og tveggja elstu árganga
leikskólabarna.
Verkefnið hófst með kynning-
arfundi í Reykjanesbæ með
matráðum, matreiðslukennur-
um, leik- og skólastjórum, um-
sjónarkennurum, íþróttakenn-
urum sem og deildarstjórum og
leikskólakennurum tveggja ár-
ganga leikskólabarna.
Foreldrar barna sem fædd eru á
árunum 1997 til 1999 fá heim
Orkubækur en hverri bók mun
fylgja aðgangsorð sem börn og
foreldrar þeirra nota til að skrá
sig inn á heimasíðu átaksins.
Þar getur hvert barn fyllt út
eins konar Orkubók á netinu
sem gefur jafnframt möguleika
á að fylgjast með hvernig átak-
ið gengur í hverju sveitarfélagi
fyrir sig. Að auki verður árang-
ur átaksins mældur af næring-
arfræðingi við Háskóla Íslands
og samanburðarmælingar gerð-
ar eftir 3 ár. Sjónvarpsþáttur
mun fara í gang í tengslum við
átakið en alls verða sýndir 8
orkuríkir þættir fyrir alla fjöl-
skylduna með persónum Lata-
bæjar. Reynt verður að tengja
sem flesta við verkefnið og
vekja umræður um heilbrigðari
lífsstíl fyrir komandi kynslóðir,
segir á vef Reykjanesbæjar.
V innueftirliðið stöðvaði ísíðustu viku málningar-framkvæmdir við
DUUS-húsin í Keflavík. Bún-
aður sem notaður var við
vinnuna reyndist ófullnægj-
andi og málarar höfðu ekki
réttindi á lyftara sem notaður
var til verksins. Málarar af
erlendu bergi brotnir unnu
við að mála þakskegg hús-
anna. Notaður var gaffallyft-
ari með stórri körfu. Til þess
að komast upp að þakbrún-
inni þar sem hún rís hæst var
hins vegar notaður stigi sem
reistur var upp úr körfunni.
Lögreglan í Keflavík skoðaði
aðstæður við DUUS-húsin og
boðaði fulltrúa vinnueftirlits-
ins á staðinn. Hann stöðvaði
framkvæmdir þar sem búnað-
urinn uppfyllti ekki þær kröf-
ur sem gerðar eru til þessarar
vinnu.
Ferskasta blaðið á Suðurnesjum í haust!
Vinnueftirliðið stöðvar málning-
arvinnu við DUUS-húsin
Meðfylgjandi ljósmynd var tekin af málningarframkvæmdunum,
skömmu áður en þær voru stöðvaðar. Málarinn er í stiganum sem
reistur er upp úr körfunni á lyftaranum.
Orkuátak í Reykjanesbæ
VF 39. tbl. 24 pages 24.9.2003 13:43 Page 6