Víkurfréttir - 25.09.2003, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Það var mikið fjör hjá krökkunum sem voru
að leika sér í nýjum hoppukastala sem
Reykjanesbær hefur fest kaup á fyrir Tóm-
stundaskóla Reykjanesbæjar, en skólinn hófst
formlega í öllum grunnskólum mánudaginn
15. september. Rúmlega hundrað nemendur
hafa skráð sig, en Frístundaskólinn er nýjung
í starfi Reykjanesbæjar. Boðið er upp á sam-
fellda dagskrá fyrir börn í 1. til 4. bekk þar
sem fléttað verður saman íþróttaæfingu, list-
um, tómstundastarfi og fræðsluverkefnum
ásamt næringu, heimanámi og hvíld. Á föstu-
dögum verður boðið upp á svokallaðan leikja-
dag, en þar geta krakkarnir leikið sér og eins
og meðfylgjandi mynd ber með sér finnst
krökkunum þetta mjög gaman. Stefán Bjark-
arson forstöðumaður Menningar-, íþrótta- og
tómstundasviðs sagði að á föstudögum í vetur,
á leikjadegi Frístundaskólans sé ætlunin að
kenna krökkunum allskyns gamla leiki, s.s.
fallna spýtu, stórfiskaleik og fleira.
Það var líf og fjör ámánudaginn í síðsutuviku í Njarðvíkurskóla
þegar nemendur ásamt kenn-
urum sínum brutu upp hið
hefðbundna skólastarf og drifu
sig út í náttúruna en haldinn
var svokallaður þemadagur
undir yfirskriftinni „náttúr-
an”. Segja má að skólinn hafi
ekki getað verið heppnari með
veður, brakandi sól og logn,
enda nutu bæði kennarar og
nemendur veðurblíðunnar, ým-
ist við að skoða lífríkið í fjör-
unni, tína ber í heiðinni ellegar
að spássera um bæinn svo
dæmi séu tekin.
Elstu nemendur skólans gengu
um Reykjanesbæ og skoðuðu
hin margvíslegu útilistaverk
undir handleiðslu Valgerðar
Guðmundsdóttur menningar-
fulltrúa, þar sem byrjað var á
útilistaverkinu af Stjána bláa
sem stendur fyrir ofan Kefla-
víkurhöfn. Annar hópur gekk
svo Garðskagafjöruna og end-
aði í Fræðasetrinu í Sandgerði.
Þá skoðuðu yngri bekkingar
m.a. hvernig sorpmálum er
háttað, en sorpið er að sjálf-
sögðu hluti af náttúrunni þó
hinn almenni íbúi vilji sem
minnst af því vita.
Yngri bekkingar skólans fóru
svo ýmist í gönguferðir ellegar
hresstu uppá máða Parísarleiki
á skólalóðinni og máluðu þá í
skærum fallegum litum auk
þess sem nemendur Asparinnar
máluðu girðingarvegg við lóð
skólans. Allra yngstu börnin
skoðuðu svo sitt nánasta um-
hverfi og fóru m.a. yfir um-
ferðarreglurnar með kennurum
sínum, enda mikil umferð þar
sem Njarðarbrautin er og eins
gott að passa sig þar.
Í dagslok voru allir ánægðir
með vel heppnaðan dag þar
sem safnað hafði verið skeljum
m.a. auk þess að allt ljótt rusl
var fjarlægt sem stakk í stúf
við sjálfa móður jörð.
Skólastarfið
Umsjón: johannes@vf.is
Líf og fjör á þemadegi Njarðvíkurskóla
Fjörugt í Reykjaneshöllinni
Hvetjum skólafólk
til að senda okkur
myndir og efni úr
skólastarfinu!
VF 39. tbl. 24 pages 24.9.2003 11:29 Page 10