Víkurfréttir - 25.09.2003, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR I 39. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 25. SEPTEMBER 2003 I 15
®
Í þróttaiðkun af öllumgerðum hefur alltaf veriðstór hluti af samfélaginu
hér á Suðurnesjum og áhugi
á slíku er mikill hjá ungum
sem öldnum. Knattspyrnan
er þar engin undantekning
þar sem lið Keflavíkur hefur
lengst af spilað í efstu deild
og jafnan átt ágætu fylgi að
fagna.
Það var því mörgum reiðar-
slag þegar liðið féll í 1. deild
í lok síðasta sumars. Ekki
voru allir sáttir við að liðið
yrði ekki í efstu deild að ári
og auk þess að vera nú í
sömu deild og Njarðvíkingar,
sem hafa yfirleitt staðið ná-
grönnum sínum langt að baki
hvað varðar afrek á knatt-
spyrnuvellinum.
Nú, ári seinna, er annar tónn
í mönnum þar sem Keflavík-
urpiltar eru nýkrýndir meist-
arar 1. deildar og bíða
spenntir eftir að spreyta sig
meðal þeirra bestu á ný. Vel-
gengninni er ekki síst þakkað
þjálfara liðsins Milan Stefáni
Jankovic sem gekk til liðs
við Keflavík eftir síðasta
sumar og hefur unnið mikið
og gott starf með liðið. Undir
hans stjórn hefur liðið spilað
skemmtilegan bolta og skor-
að mikið af mörkum og und-
irstaða liðsins er þéttur kjarni
heimamanna.
Blaðamaður Víkurfrétta sett-
ist niður með Milan Jankovic
eftir æfingu og spjallaði
stuttlega við hann um tíma-
bilið sem nú er lokið og
framtíðina í úrvalsdeildinni.
-Hvernig er fyrsta árið með
Keflavík búið að vera?
Sumarið hefur verið mjög
gott en í raun hefur allt árið
verið gott því að undirbún-
ingstímabilið gekk vel og
leikmennirnir hafa verið í
góðu formi allan þennan
tíma og andinn í liðinu er bú-
inn að vera frábær. Það skilar
sér í því að í öllum keppnum
tímabilsins töpum við ein-
ungis þremur leikjum.
-Hvar liggur helsti styrkur
liðsins að þínu mati?
Hann liggur aðallega í heild-
inni. Við leggjum áherslu á
að allir leikmenn liðsins séu
þátttakendur í spilinu. Árang-
urinn sést á því að varnar-
mennirnir okkar eru líka að
skora mörk en ekki bara
miðjumenn og framherjarnir.
-Finnst þér einhver leik-
maður hafa borið af í sum-
ar?
Nei, enginn einn leikmaður,
bara Keflavík, allt liðið. Í
hverjum leik voru alltaf að
minnsta kosti tveir eða þrír
leikmenn að spila mjög vel
þannig að ef einhver átti ekki
góðan dag voru alltaf aðrir
sem komu í staðinn.
-Finnst þér að liðið hafi haft
gott af verunni í 1. deild?
Já, það er mjög hollt fyrir
ungu strákana að fá að upp-
lifa það að vinna fimm og
sex leiki í röð. Það gerir það
að verkum að maður vill
halda áfram að vinna og það
á ábyggilega eftir að skila sér
síðar.
-Glöggir fótboltaspekingar
hafa bent á þá staðreynd að
þrátt fyrir góðan árangur í
1. deildinni í sumar vann
Keflavík bara einn leik gegn
þeim þrem liðum sem á eftir
komu í deildinni, þ.e.Vík-
ingi, Þór og Stjörnunni.
Hvað er hægt að lesa úr
þeim úrslitum?
Það sem við lögðum upp
með í sumar var vinna leik-
ina gegn slakari liðunum en
þegar kæmi að þeim liðum
sem yrðu í toppbaráttunni
væri áherslan lögð á að tapa
ekki og spila þá frekar ör-
uggt. Það gekk upp þar sem
við töpum bara einum leik og
vinnum alla „auðveldari”
leikina.
-Eru einhverjar breytingar
fyrirsjáanlegar á mann-
skapnum?
Já, Ómar verður ekki með
okkur á næsta ári en ég býst
ekki við að neinn annar fari.
Þá verðum við að fá nýjan
markvörð og kannski einn
leikmann í viðbót en það er
ekkert ákveðið í þeim mál-
um.
-Að lokum, ertu bjartsýnn á
gengið í úrvalsdeildinni á
næsta ári?
Já, ég er að vonast til þess að
við endum á meðal fimm
efstu í úrvalsdeild og ég held
að með nægum mannskap
getum við komið skemmti-
lega á óvart.
Liðsheildin
var galdurinn
:: sportspjall
Til hamingju
með 30 árin!
VF 39. tbl. 24 pages 24.9.2003 13:35 Page 15