Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.09.2003, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 25.09.2003, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! B ítlabærinn Keflavík hef-ur alið af sér marga affremstu tónlistarmönn- um landsins en varla er á neinn hallað þegar sagt er að Hljóm- ar standi þar fremstir í flokki. Um þessar mundir heldur hljómsveitin upp á 40 ára starfsafmæli sitt og hefur af því tilefni efnt til stórsýningar sem enginn sannur tónlistarunn- andi má missa af. Blaðamaður Víkurfrétta hafði samband við Gunnar Þórðarson til að fræð- ast um þennan merkilega við- burð. Í hverju felst sýningin? Við erum að kynna nýju plötuna okkar þannig að við munum spila lög af henni í bland við gömlu lögin sem allir þekkja. Við verðum með fimm aukahjóð- færaleikara okkur til trausts og halds á sýningunni, en þannig finnst okkur við koma lögunum betur til skila til áhorfenda. Fyrst verður spilað undir borðhaldi fyr- ir um 270 til 280 manns en eftir það, um hálf tólf, verður húsið opnað fyrir öðrum gestum og hefðbundinn dansleikur tekur við þar sem sérstakir leynigestir stíga með okkur á svið. Hvar er sýningin sett upp og hvenær hefjast sýningar? Hún verður í Stapa og verður frumsýnd 4. október og svo verða tvær aðrar sýningar þann 11. og 18. Við erum farnir að æfa uppi í Stapa og rifja upp sporin! Hafið þið verið að spila mikið undanfarið? Já, við erum búnir að spila um allt land í sumar til að kynna nýju plötuna okkar fyrir fólki, en hún kemur einmitt út á frumsýningar- daginn 4. október. Þá eru næstum 40 ár upp á dag frá því hljóm- sveitin hélt sína fyrstu tónleika þann 5. október 1963. Er enn jafn gaman að spila með strákunum eftir allan þennan tíma? Já já, þetta er aðeins öðruvísi en í gamla daga. Maður er ekki eins blautur á bak við eyrun en þetta er mjög skemmtilegt og góður andi í hópnum. Svo er líka skemmtileg tilbreyting að stækka bandið með aukahljóðfæraleikur- unum. Lofið þið ekki rífandi stemmn- ingu? Jú, svo sannarlega. Það verður rífandi stemmning enda hef ég heyrt af miklum áhuga víðar en hér suðurfrá, til dæmis í Reykja- vík og víðs vegar um landið. Við vonumst auðvitað til að sjá sem flesta en sérstaklega Keflvíkinga, Njarðvíkinga og fleiri nærsveitar- menn. Er ekki hætt við að færri komist að en vilji? Jú, vissulega en ef eftirspurnin verður það mikil verður slíkt at- hugað þegar að því kemur. Það er næsta víst að enginn verð- ur svikinn af þessu einstaka tæki- færi fyrir eldri kynslóðina til þess að upplifa gömlu Hljóma- stemmninguna og fyrir yngra fólkið að kynnast einni ástsæl- ustu hljómsveit okkar Íslendinga frá upphafi. Hljómar rifja upp sporin í Stapa Jón Gunnarsson nýkjör-inn alþingismaður Sam-fylkingarinnar í Suður- kjördæmi hefur látið af starfi sínu sem framkvæmdastjóri Sæbýlis. Þorsteinn Magnússon fyrrverandi framleiðslustjóri Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri. Jón sem starfaði hjá fyrirtækinu frá árinu 1999 segist kveðja fyr- irtækið með ákveðnum söknuði. „Það hefur mikið uppbyggingar- starf farið fram innan fyrirtækis- ins síðustu ár og maður á eftir að sakna þess. En tímabilið framundan er mjög spennandi í starf i mínu sem þingmaður,” sagði Jón í samtali við Víkur- fréttir, en þann 12. október fer hann utan sem einn fulltrúa Ís- lands á allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna sem fram fer í New York. T angó er í tísku og rómantíkin blómstrar. Nú spretta uppMilonga (tangoböll) í Reykjavík og er boðið reglulegaupp á Milonga á Kaffe Kúltúre við Hverfisgötu og í Iðnó. Argentínskur tangó er ástríðufullur stílhreinn para- dans, sem á rætur að rekja til Buen- os Aires í Argentínu og er dansaður um allan heim. Einstök tangótón- listin er drifkraftur dansins sem byggist á aðferðum spuna og gerir hvern dans að einstakri upplifun parsins. Föstudagskvöldið 3. október kl. 20:15 - 21:45 hefst 6 vikna nám- skeið í Púlsinum í Sandgerði. Kennarar verða hjónin Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadya en þau hafa kennt tangó um árabil m.a. í Kramhúsinu. Sjálf hafa þau lært hjá nokkrum af þekktustu kennurum í Buenos Aires og víð- ar. Skráning er í síma 848-5366 eða á netinu www.pulsinn.is Ferskasta blaðið á Suðurnesjum í haust! Nýr framkvæmda- stjóri Sæbýlis Seiðandi tangó Auglýsingasíminn 421 0000 VF 39. tbl. 24 pages 24.9.2003 12:57 Page 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.