Víkurfréttir - 25.09.2003, Blaðsíða 2
stuttar
F R É T T I R
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 • Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 (15 línur) Fax 421 0020
Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is • Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is • Blaðamenn: Jóhannes Kr.
Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is, Sævar Sævarsson, sími 421 0003, saevar@vf.is • Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími
421 0001, jonas@vf.is • Auglýsingadeild: Kristín Gyða Njálsdóttir, sími 421 0008, kristin@vf.is, Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0009, jofridur@vf.is • Útlit,
umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. • Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. • Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is
Ferskasta blaðið á Suðurnesjum í haust!
I nnbrotafaraldur gekk yfirSuðurnes aðfaranóttmánudags. Innbrot og
skemmdarverk voru framin
um öll Suðurnes. Talsverðum
verðmætum var stolið hjá
Þroskahjálp á Suðurnesjum.
Lögreglan leitar þjófanna og
hvetur fólk til að hafa augun
hjá sér og hvetur til nágranna-
vaktar, þar sem fólk tekur sig
saman um að fylgjast með eig-
um.
Fyrsta útkallið kom um kl.
02:30 aðfaranótt mánudags
þegar tilkynnt var um rúðubrot
og tilraun til innbrots í verslun-
ina Vökul við Sandgerðishöfn.
Ekki var að sjá að einhverju
hefði verið stolið. Rétt fyrir kl.
06 var einnig tilkynnt um inn-
brot í húsnæði Þroskahjálpar.
Þegar starfsmaður sem sér um
ræstingar kom til vinnu hafði
útihurð verið brotin upp og
hurðir inn eftir öllu húsinu ver-
ið sparkaðar upp. Þaðan var
stolið fartölvu, stafrænum ljós-
myndabúnaði, rótað í skjölum
og einhverjum fjármunum
stolið. Að sögn Gísla Jóhanns-
sonar, framkvæmdastjóra
Þroskahjálpar á Suðurnesjum,
var stolið gjafafé sem barst eftir
lokun banka síðasta föstudag
og var í læstum skáp. Einnig
var stolið úr söfnunarbauk. Iðn-
aðarmaður vann að því í gær
að gera við hurðir og einnig var
traustum skáp komið fyrir und-
ir trúnaðarskjöl sem rótað hafði
verið í og voru í læstum skjala-
skáp.
Skömmu fyrir kl. 8 í gærmorg-
un var einnig tilkynnt um til-
raun til innbrots í Bílrúðuþjón-
ustuna í Grófinni. Þar hafði
verið brotin rúða við hurð. Á
svipuðum tíma var tilkynnt um
innbrot í Garðinum. Þar var
farið inn í fiskverkun Karls
Njálssonar. Þar voru skemmdir
unnar en ekki miklu stolið. Þá
var tilkynnt um innbrot í Ofna-
smiðju Suðurnesja. Þar hafði
þjófurinn á brott með sér ör-
yggismyndavél.
Á sunnudagskvöldið var til-
kynnt um innbrot í bifreið við
Hópsneshúsin í Grindavík þar
sem hljómtækjum var stolið úr
bílnum.
Ekkert framangreindra mála
hefur verið upplýst, en hins
vegar hefur vöskum lögreglu-
mönnum í Keflavík tekist að
upplýsa hluta þeirra afbrota
sem áttu sér stað um þar síð-
ustu helgi. Innbrot og þjófnað-
ur úr versluninni Hólmgarði
hefur verið upplýstur. Tveir að-
ilar sem handteknir voru vegna
þess máls hafa hins vegar ekki
getað vísað á þýfið, tóbak að
andvirði um 100 þúsund krón-
ur. Þá hafa innbrot og skemmd-
arverk í Heiðarskóla og á
gæsluvöllinn við Heiðarból
einnig verið upplýst. Þar áttu
unglingar í hlut. Einn af þess-
um aðilum hefur áður komið
við sögu lögreglunnar.
Jóhannes Jensson, aðstoðaryf-
irlögregluþjónn hjá lögreglunni
í Keflavík, sagðist í samtali við
Víkurfréttir biðja fólk um upp-
lýsingar, jafnframt því sem fólk
er hvatt til að ganga vel frá eig-
um sínum. Ennþá eru innbrot
og skemmdarverk óupplýst. Jó-
hannes sagði lögregluna bregð-
ast við með auknu eftirliti. Hins
vegar sé það erfitt, þar sem af-
brotin eru að eiga sér stað um
allan Reykjanesskagann en
ekki í einu ákveðnu hverfi. Því
sé ástæða til að hvetja fólk til
nágrannavaktar, að íbúar taki
sig saman um að verjast inn-
brotum eða skemmdarverkum
með því að líta eftir eigum
hvers annars.
Réttindalaus og
ók ógætilega
Ámánudagskvöldið ísíðustu viku var til-kynnt um gáleysis-
legt ökulag létt bifhjóls í
Garði og var ökumaður
með farþega á hjólinu. Fóru
lögreglumenn á staðinn og
höfðu upp á hjólinu og
ræddu við ökumann þess
sem ekki hefur réttindi á
hjólið. Einnig ræddu lög-
reglumenn við farþegann og
foreldra piltanna.
Hnullungur
skemmir bíl á
Reykjanesbraut
Ámiðvikudagskvöld ísíðustu viku kom álögreglustöðina í
Keflavík ökumaður sem til-
kynnti að hann hafi ekið á
grjóthnullung á Reykjanes-
braut um morguninn.
Ökumaður sagði óhappið
hafa átt sér stað á Strand-
arheiði, rétt austan við hjá-
leiðina og hafi það valdið
skemmdum á svuntu fram-
an á bifreiðinni og stýris-
búnaði.
Innbrotafaraldur á Suðurnesjum
Iðnaðarmaður vinnur að lagfæringum á hurð við hús Þroskahjálpar
á Suðurnesjum á mánudag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Lítið foktjón varð á Suðurnesjum um síðustu helgi í þessari fyrstu alvöru
haustlægð. Aðallega voru sorpgámar á ferð og flugi og oftar en ekki
höfnuðu þeir á hliðinni úti í móa. Vinnupallur fauk um koll í Njarðvík og
mikill sjógangur var við ströndina og brotnaði þung aldan á sjóvarna-
görðum. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Sorpgámar á ferð og flugi
M yndarlegur olíutankursigldi fyrir Garðskagaí síðustu viku. Það er
ekki á hverjum degi sem olíu-
tankar og það af stærstu gerð
leggjast í ferðalög en tankur-
inn á meðfylgjandi mynd var í
togi hjá olíuskipinu Lauganesi.
Þar um borð fengust þær upp-
lýsingar að tankurinn hafi síð-
ast verið geymdur í fjöru í
Hvalfirði en áður þjónað í
Lauganesinu í Reykjavík. Nú
sé hins vegar tekin stefnan til
Vestmannaeyja. Þar er verið að
endurbyggja olíubirgðastöð og
tankurinn mun koma að góð-
um notum.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Tankur á siglingu
fyrir Garðskaga
VF 39. tbl. 24 pages 24.9.2003 14:46 Page 2