Víkurfréttir - 25.09.2003, Blaðsíða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Heilir og sælir félagsmenn og unnendurandlegra mála. Ýmislegt er það semhægt er að sækja til félagsins í vetur Við
vonum að starfsemin nái athygli flestra og fé-
lagsmenn og aðrir sjái sér fært að vera með.
Bæna og hugleiðsluhringir hafa verið starfandi
undanfarin ár og verður svo líka í vetur. Þeir sem
hafa áhuga á að vera með hafi samband við
Hrefnu, á skrifstofutíma félagsins. Frá kl: 13 -16.
virka daga.Fyrirbænir í síma 421-3348
Fyrirhugað er að hafa fría heilun annan hvern
laugardag í vetur á milli Kl: 13-16. Allir eru vel-
komnir. Heilarar eru Guðmundur Björgvinsson,
Guðrún Guðmundsdóttir, Davíð Valgarðsson og
Hrefna Kristjánsdóttir. Hjá félaginu er líka hægt
að panta einkatíma í heilun gegn gjaldi. Auglýst
verður hvaða laugardag verður byrjað.
Hægt er að panta tíma hjá félaginu í Höfuðbeina
og spjaldhryggsjöfnun, en það er meðferðarform
sem tekur á mörgum sjúkdómseinkennum sem
hrjáir fólk og örfar líkama og sál til að komast í
jafnvægi og skapa með sér heilbrigði.
Skyggnilýsingafundur. Fyrsti fundur var haldinn
14 sept. með Maríu Sigurðardóttur. Fyrirhugað er
að vera með slíka fundi reglulega í vetur. Þeir þá
auglýstir með stuttum fyrirvara.
Starfandi miðlar hjá félaginu í vetur eru : María
Sigurðardóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir, Skúli
Lórenz, Þórhallur Guðmundsson, Hermundur
R.Sigurðsson, Valgarður Einarsson , Lára Halla
og fl.góðir. Tímapantanir eru á skrifst.tíma frá
Kl. 13-16..
María Sigurðard. Og Guðrún Hjörleifsd.voru með
námskeið núna 1 september. Það kallast Skref
Fyrir Skref . Allar upplýsingar um það er að finna
hjá Hrefnu Kristjánsd.er svarar í síma félagsins.
Fyrirhugað er að halda samskonar námskeið aftur
þegar líða fer á veturinn.
Opið hús hefur verið hjá félaginu undanfarna vet-
ur. Þá hafa verið fengnir fyrirlesarar sem komið
hafa með sitthvað fróðlegt og skemmtilegt. Sami
háttur verður hafður á í vetur. Félagsmenn eru
hvattir til að mæta , hlusta á fyrirlestra og fá sér
kaffi , spjalla og eiga góða kvöldstund. Aðgangur
er ókeypis.
Fyrsta kvödlið verður 08,10,2003 , miðvikudags-
kvöld (takið það frá) þá verður Reynir Katrínar
með fyrirlestur um gyðjuheilun og fl,
Á aðventunni í desember er ákveðið að vera með
hátíðar- kvöldstund. Þar sem við drögum úr há-
vaðanum og óeirðinni í kringum okkur og sköp-
um með okkur kyrrláta helgistund. Félagsmenn
fjölmennið. Dagsetning verður auglýst síðar.
Í stjórn félagsins eru eftirfarandi :
Hilmar Hafsteinsson formaður
Sumarrós H. Ragnarsdóttir vara-formaður
Sigurbjörg Sigurðardóttir gjaldkeri
Guðmundur Björgvinsson meðstjórnandi
Guðrún Guðmundsdóttir meðstjórnandi
Varastjórn : Þóra Þórhallsdóttir meðstjórnandi
Hafdís Þórhallsdóttir ritari.
Tímapantanir eru á opnunartíma félagsins frá 12-
16 virka daga. Sími 421-3348.
Auglýsingasíminn
421 0000
Vetrardagskrá Sálarrann-
sóknafélags Suðurnesja
VF 39. tbl. 24 pages 24.9.2003 12:07 Page 8