Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.09.2003, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 25.09.2003, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR I 39. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 25. SEPTEMBER 2003 I 19 Vegna fréttar sem birtist á blaðsíðu 4 í síð-asta tölublaði Víkurfrétta undir heitinu„ölvun unglinga á busaballi” vill undirrit- aður koma eftirfarandi á framfæri. Skýrar regl- ur eru um framkvæmd skemmtana á vegum Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja (hér eftir nefnt N.F.S.) sem háðar eru skemmtana- leyfi. Farið var í hvarvetna eftir þessum reglum á umræddri skemmtun. Fimm kennarar voru eft- irlitsaðilar á skemmtuninni af hálfu skólans og telja þeir að umrædd skemmtun hafi farið vel fram og nemendur skemmt sér vel.Vissulega var eitthvað um það að nemendur mættu undir áhrifum áfengis þegar komið var á staðinn og var allmörgum gestum meinaður aðgangur vegna ölvunar. N.F.S. og skólinn hafa hingað til gripið til aðgerða gegn þeim nemendum sem virða ekki reglur um skemmtanahald á vegum N.F.S. Hvorki N.F.S né Fjölbrautaskóli Suður- nesja geta axlað ábyrgð á hegðan einstaklinga fyrir eða eftir dansleik, en telja verður nokkuð víst að umrædd tilvitnun um ölvun eigi við at- burði sem gerst hafa utan hússins. Meðferð áfengis og ólöglegra vímuefna eru ekki liðin á skemmtunum N.F.S. Erfitt er að eiga við þá einstaklinga sem hella í sig rétt áður en komið er á dansleik, en foreldrar gætu vissulega aðstoð- að okkur kennara í forvörnum á einfaldan hátt, eins og t.d. með því keyra og sækja barnið sitt á skólaskemmtun. Með vinsemd og virðingu Atli Þorsteinsson Kennari og tengiliður kennara við N.F.S Hörkuleikir í Reykja- nesmótinu Tveir leikir voru í Reykja-nesmótinu í körfubolta áþriðjudagskvöld en leik- irnir fóru fram í Grindavík. Haukar mættu Njarðvíkingum og sigruðu Haukar með fimm stiga mun í nokkuð jöfnum leik, 80:75. Grindvíkingar tóku á móti Keflvíkingum og var um hörkuleik að ræða. Mikill hraði var í leiknum og mikið um 3ja stiga skot. Staðan í hálfleik var 48:42 Keflavík í vil, en Keflavík sigraði 91:78. Næstu leikir í Reykjanesmót- inu eru í Smáranum nk. föstu- dag þar sem Keflavík mætir Haukum klukkan 19 og Njarð- vík leikur við Breiðablik klukkan 21. Mánudaginn 29. september verður spilað í Keflavík en klukkan 19 mætir Grindavík Breiðablik og klukkan 21 verður nágranna- slagur milli Keflavíkur og Njarðvíkur. Varðandi skemmtanir N.F.S. Á laugardag verður haldið sér- stakt skemmti- og styrktar- kvöld í Stapanum sem körfu- boltadeild Keflavíkur stendur fyrir, en skemmtikvöldið er liður í fjármögnun Keflavíkur fyrir veturinn. Dagskráin er glæsileg, en Svali Björgvins- son verður veislustjóri, boðið verður upp á skemmtiatriði, hljómsveitin Breiðbandið treð- ur upp og um kvöldið verður dansleikur með hljómsveitinni Á móti sól. Hrannar Hólm for- maður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur segir að kvöldið sé liður í fjármögnun fyrir vetur- inn og verðinu sé stillt í hóf. “Miðinn kostar 3. 500 krónur, en innifalið í miðanum er mat- ur, skemmtun og dansleikur á eftir.” Hrannar segir að vetur- inn í körfunni verði spennandi, en óðum styttist í Íslandsmót- ið. “Á mánudaginn verður síð- an fyrsti Reykjanesbæjarslag- urinn en þá mætast Keflavík og Njarðvík klukkan níu í Keflavík. Það verður ákjósan- legt tækifæri til að skoða liðin í hörkuleik, en við gerum ráð fyrir að Nick Bradford og Derrick Allen verði báðir með. Ég á líka von á því að kanarnir spili með Njarðvíkingum,” sagði Hrannar Hólm í samtali við Víkurfréttir. Skemmti- og styrktar- kvöld Keflavíkur- körfunnar í Stapanum Þorsteinn Bjarnason, fyrrum landsliðsmarkvörður, stóð í marki Grindvíkinga á laugardag í úrslitaleik þeirra gegn KA í fallbaráttu úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Þorsteinn er 46 ára gamall og lék síðast í deildinni fyrir þrettán árum en hann hefur verið varamarkvörður liðsins frá því á miðju sumri þegar Ólafur Gottskálksson þurfti að taka sér hvíld vegna meiðsla. Þorsteinn var fráleitt elsti maðurinn á vellinum því Eyjólfur Ólafsson var að dæma sinn síðasta leik og Eyjólfur hefur fyllt fimm tugi. Haft var á orði í dag að um hálfgerðan Oldboys-leik væri að ræða í Grindavík. Á meðfylgjandi mynd Hilmars Braga má sjá Þorstein markvörð sparka frá markinu og Eyjólf dómara í baksýn. Ef ekki væru þessir tveir gulklæddu á myndinni gæti myndin allt eins verið úr einhverjum Oldboys-leik eins og fyrr greinir. Þeir sem lesa þessa frétt eru hvattir til að reyna ekki að telja áhorfendurna í stúkunni. Þorsteinn í markinu hjá Grindavík VF 39. tbl. 24 pages 24.9.2003 13:34 Page 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.