Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.09.2003, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 25.09.2003, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR I 39. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 25. SEPTEMBER 2003 I 13 ð. Fljót- nn lag- höfuð bæjar- ekki í Hanna ðu með að af- kjal og ehf. í agningu ulltrúar fyrirtækisins, þeir Magnús og Jón Eiríkssynir á vígsluna og buðu krökkunum upp á kók og prins póló. Guðný Hanna sagði í samtali við Víkurfréttir að hún væri mjög ánægð með nýja stíginn og litist bara vel á nafnið. Hún ætlar að fara á skrifstofu bæjarstjóra fljót- lega og afhenda honum þakkar- skjöldinn sem krakkarnir útbjuggu og rituðu nöfn sín undir. berjamó Minningar í tösku. Systir mín sem starfar í öldrunar- geiranum sagði mér frá því um daginn að gefist hafi vel í þjálfun minnissjúkra að láta þá safna hlutum í tösku sem tengjast minningum þ.e. setja í koffort eða tösku hluti sem þeim hefur þótt vænt um eða sem þeir hand- fjötluðu oft. Þannig geta um- mönnunaraðilar tekið upp úr töskunni með þeim annað slagið og rifjað upp. Ég sé að fljótlega þarf ég að fara að minnka draslið úr bílskúrnum niður í eina tösku eða taka af uppáhaldshlutunum myndir eða setja þetta allt á vid- eo eða diska. Leita að hlutum sem geta haft heilan hafsjó af minningum, t.d. fyrstu peysuna sem ég prjónaði á frumburðinn, skartgripaskrínið sem ég fékk í fermingargjöf eða sparibaukinn rauða sem var eins og bók. Það er ekki seinna vænna að halda þessu saman. Um daginn spurði lítill drengur mig að því hvað „upptakari” væri og til hvers hann væri notaður. Hugsa sér að sú kynslóð sem nú vex úr grasi kann ekki að hringja í skífusíma, nota upptakara eða umgangast áður nauðsynlegustu tæki og áhöld t.d. verkfæri og annað sem var afrakstur hugvitsmanna sem hýrðu hér við lélegan búkost og vosbúð en urðu að redda sér sjálfir án stórmarkaða, skyndi- bitastaða, farsíma eða nets. Helga Margrét rstígur OG SÚKKULAÐI! Stærsti vefur Suðurnesja - vf.is VF 39. tbl. 24 pages 24.9.2003 14:58 Page 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.