Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.2003, Page 6

Víkurfréttir - 09.10.2003, Page 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ® M iðstöð símenntunar áSuðurnesjum áætlarað fara af stað með staðbundið leiðsögunám á Reykjanesi.Af því tilefni ræddu Víkurfréttir við Guð- jónínu Sæmundsdóttur for- stöðumanns MSS. Hvaða nám er þetta og hversu langt er það? Staðbundið leiðsögunám er nám þar sem nemendur læra allt um viðkomandi svæði og fá starfs- réttindi sem svæðaleiðsögumenn. Staðbundið leiðsögunám nær yfir 192 kennslustundir og verð- ur kennt hér á næstu tveimur önnum. Þau fög sem verða kennd eru ferðaþjónusta, tungu- málanotkun, leiðsögutækni, raungreinar, samfélagsgreinar, skyndihjálp, svæðalýsingar og vettvangsnám. Farnar verða ferð- ir um svæðið þar sem nemendur munu læra allt um Reykjanesið. Fyrir hverja er þetta nám? Það má segja að þetta nám sé fyrir alla þ.e.a.s. alla þá sem hafa áhuga á að þekkja svæðið vel. Þeir sem vinna í ferðaþjónustu eiga sérstaklega mikið erindi í námið. Þetta getur hentað þeim einstaklingum sem vilja starfa sem leiðsögumenn. Þeir sem ljúka þessu námi fá réttindi sem svæðaleiðsögumenn á Reykja- nesi. Í því felast ákveðin starfs- réttindi. Kennslu fyrirkomulagið verður þannig að kennt verður á kvöldin og um helgar þegar við á. Er ekki mikill kostnaður við svona nám? Jú, mikill kostnaður felst í svona námi en við búum svo vel að ýmis fyrirtæki hafa styrkt verk- efnið s.s. SSS, SBK, Sparisjóður- inn og Íslandsbanki. Einnig munu nokkrir aðilar styðja verk- efnið með kennslu s.s. Ferða- málafulltrúi Grindavíkur, Fræða- setrið í Sandgerði, Menningar- fulltrúi Reykjanesbæjar og At- vinnumálafulltrúi Suðurnesja. Með þessum styrkjum hefur tek- ist að koma námskostnaði niður í 85.000 kr á einstakling. Þá má benda á að starfsmenntunarsjóðir aðstoða einstaklinga með að greiða niður kostnað af náms- gjöldum. Þannig að í flestum til- fellum ættu námsgjöld ekki að vera hindrun. Er mikil þörf fyrir svona nám hér á Suðurnesjum? Já, þörfin er fyrir hendi, erlend- um ferðamönnum hefur fjölgað verulega á undanförnum árum og bendir margt til þess að búast megi við frekari aukningu, sbr. t.d. áform Reykjanesbæjar um víkingaþorp. Almennt leiðsögu- nám er kennt í Kópavogi og er þá verið að útskrifa leiðsögumenn fyrir allt landið. Svo eru haldin staðbundin leiðsögunámskeið víðsvegar um landið þar sem fólk sérhæfir sig í tilteknu lands- svæði. Hér hefur ekki verið hald- ið slíkt námskeið síðan 1985 en þá útskrifuðust 7 manns. Helga Ingimundardóttir var ein af þeim sem tók leiðsöguprófið. Að hennar mati var námið nauðsyn- legur grunnur að stofnun Ferða- þjónustu Suðurnesja og síðan hvalaskoðunar fyrirtækinu sem rekur bátinn Moby Dick. Hvert eiga þeir sem hafa áhuga á þessu námi að snúa sér? Á heimasíðu okkar, www.mss.is eru frekari upplýsingar sem áhugasamir geta kynnt sér. Einnig er hægt að hafa samband við okkur í síma 421 7500 eða koma til okkar á Skólaveg 1 sem fyrst. Félagasamtök velja sér Kirkjudag KEFLAVÍKURKIRKJA Vetrarstarfsemi Keflavíkurkirkju er hafiðog útbreiðslunefnd kirkjunnar og prestarsafnaðarins vilja minna á kirkjudaga fé- lagssamtaka. Á síðasta starfsári völdu 9 félags- samtök sér sérstakan kirkjudag og mættu til kirkju á þeim degi. Í kynningu á fyrirkomulagi kirkjudaga segir: „Í hinu nýja safnaðarheimili okkar hefur skapast ágæt aðstaða til félagsstarfs og hugmynd okkar er sú að félagssamtök velji sér sérstakan kirkjudag og mæti þá sem flestir til kirkju. Kirkjan býður upp á kaffi eftir messu, og félags- samtök geta haldið fundi um leið ef þeim sýnist svo. Félögin geta einnig valið sálmana í messuna og séð um ritningalestur. Kirkjan mun auglýsa messuna og hvaða félags- samtök velja daginn sem kirkjudag og hvetja fé- laga til þátttöku.” Við munum hafa samband við félagssamtök um þátttöku og hvetjum félög einnig til að hafa sam- band við einhvern undirritaðra sem veita allar nánari upplýsingar. Sunnudeginum er vel varið með því að mæta til kirkju. Útbreiðslunefnd Keflavíkurkirkju Þórunn Þórisdóttir 421 5681 Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir 864 6794 Gunnar Sveinsson 421 5410 Séra Ólafur Oddur Jónsson 420 4302 Séra Helga Helena Sturlaugsdóttir 420 4301. ➤ M I Ð S T Ö Ð S Í M E N N T U N A R Á S U Ð U R N E S J U M Staðbundið leiðsögu- nám á Reykjanesi SPURT&SVARAÐ Guðjónína Sæmundsdóttir forstöðumaður MSS Auglýsingasíminn 421 0000 VF 41. tbl. 2003 8.10.2003 11:19 Page 6

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.