Víkurfréttir - 09.10.2003, Qupperneq 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Brynja Magnúsdóttirvaraþingmaður Sam-fylkingar í Suðurkjör-
dæmi mun taka sæti í fyrsta
sinn á alþingi þann 12. október
nk. þegar Jón Gunnarsson
heldur til New York þar sem
hann mun sitja allsherjarþing
Sameinuðu Þjóðanna fyrir
hönd Samfylkingarinnar.
Brynja segist vera mjög spennt
fyrir því að setjast á Alþingi.
„Þetta er meira spennandi en
ógnvekjandi. Ég náttúrulega
stefndi að því að komast á þing
þannig að ég er sátt við að taka
sæti þar öðru hverju.” Brynja
segir að það sé mikið af ungu
fólki sem eru svokallaðir sófa-
pólitíkusar. „Ég hef alltaf haft
mikinn áhuga á pólitík og var
einmitt einn af þessum sófa-
pólitíkusum. Ég vildi hætta að
verða þannig og láta rödd mína
heyrast og það er best að láta
hana heyrast á alþingi,” segir
Brynja en hún býst við því að
fyrstu dagarnir fari í að kynna
sér reglur þingsins. „Reglur al-
þingis eru fjölmargar, bæði
skrifaðar og óskrifaðar. Ég á
örugglega eftir að njóta leið-
sagnar mér reynslumeira fólks
um það hvaða reglur eru í
gangi.”
Brynja starfar sem sjúkraliði og
hún segir að þau málefni séu
henni ofarlega í huga. „Ég hef
mikinn áhuga á málefnum fatl-
aðra og ungs fólks. Það eru ein-
mitt hóparnir sem hafa ekki svo
marga málssvara og ég vil tala
fyrir þetta fólk. Síðari vikan í
þinginu er reyndar kjördæmavika
þar sem þingmenn fara út í kjör-
dæmin og tala við fólkið. Ég
hlakka mikið til þess að heyra
álit íbúanna á hinum ýmsu mál-
efnum er snerta kjördæmið.
Þarna er maður náttúrulega að
fara til að heyra skoðanir fólks-
ins, en ekki til að veiða atkvæði,”
segir Brynja brosandi.
Brynja er varaþingmaður fyrir
fjóra þingmenn Samfylkingar-
innar í Suðurkjördæmi og án efa
á hún eftir að taka sæti á alþingi
nokkuð oft á kjörtímabilinu.
Dýralífið á Suðurnesjumeða réttara sagt örlögmargra dýra lentu á
borði lögreglunnar í Keflavík
alla síðustu viku. Þannig komu
hundar, kettir, gæsir og minkur
við sögu lögreglunnar í síðustu
viku, eins og sjá má í dagbók
lögreglunnar.
Skömmu fyrir hádegi á mánudag
í síðustu viku hringdi íbúi við
Smáratún og tilkynnti að uppi á
þaki bifreiðar þar fyrir utan lægi
dauður minkur. Fóru lögreglu-
menn á staðinn og fjarlægðu
hræið.
Skömmu eftir miðnætti á þriðju-
dag í síðustu viku hringdi íbúi
við Dalbraut í Grindavík og til-
kynnti um lausan hund í götunni.
Sagði hann hundinn vera
Scheffer, brúnan og svartan. Til-
kynnandi sagði einnig aðra
hunda eiga það til að ganga lausir
í bænum. Hundaeftirlitsmanni
var kunngert málið.
Á hádegi á þriðjudag í síðustu
viku var tilkynnt að fundist hafi
þrír ruslapokar með dauðum
gæsum við hitaveiturör á Voga-
stapa. Hefur einhver skilið þær
þarna eftir og var þeim komið í
lóg.
Um miðjan dag á föstudag var
ekið á gulbröndóttan kött á Vest-
urgötu í Keflavík. Lögregla fór á
staðinn en þá var kötturinn dauð-
ur. Hann var ómerktur.
Síðdegis sama dag var komið
með dauðan kött á lögreglustöð-
ina sem hafði verið ekið á Vatns-
nesvegi í Keflavík við Hrannar-
götu. Kötturinn, sem var svartur
með hvíta flekki á maganum, var
ómerktur.
➤ A L Þ I N G I Í S L E N D I N G A
➤ L Ö G R E G L U D A G B Ó K I N
Hundur, kettir, gæsir og
minkur á borð lögreglunnar
Tekur í fyrsta sinn sæti
á Alþingi í næstu viku
Aðalfundur foreldrafélags Njarðvíkurskólaverður haldinn þriðjudaginn 14. októberkl. 19 í sal skólans. Venjulega aðalfund-
arstörf og önnur mál á dagskrá m.a. lagabreyt-
ingar. Hugo Þórisson sálfræðingur flytur fyrir-
lestur um samskipti foreldra og barna. Hvetjum
foreldra til að sýna samstöðu og fjölmenna á
fundinn. Stjórn foreldrafélags Njarðvíkurskóla.
Aðalfundur foreldrafélags Njarðvíkurskóla
VF 41. tbl. 2003 8.10.2003 11:21 Page 18