Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.2003, Page 19

Víkurfréttir - 09.10.2003, Page 19
VÍKURFRÉTTIR I 41. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 9. OKTÓBER 2003 I 19 Vátryggingafélag Íslands og Hita-veita Suðurnesja hafa tekið hönd-um saman um að bæta forvarnir á heimilum á Suðurnesjum, að því er kemur fram í frétt frá félögunum. VÍS býður nú viðskiptavinum sínum á Suðurnesjum hagstæð lán til kaupa á for- hitara í hús sín, en forhitari dregur úr tjón- um vegna tæringar á vatnslögnum. Eftir að forhitari hefur verið settur upp mun starfs- maður frá Hitaveitu Suðurnesja hf. koma, yfirfara hitaveitugreind og inntök fyrir heitt og kalt vatn. Gunnar Guðlaugsson, umboðsmaður VÍS á Suðurnesjum segir að forvarnarlán sé nýjung hjá félaginu og ákveðið hefði verið að byrja á Suðurnesjum. Eftir að hafa átt samráð við Hitaveitu Suðurnesja var ákveðið að taka á þessu vandamáli sem margir húseigendur á Suðurnesjum hafa þurft að glíma við en það er ofnaleki. Gunnar sagði að margir hafi seti uppi með skaða því tryggingar greiði einungis fyrir tjón sem vatnsleki veldur, ekki fyrir nýja ofna og uppsetningu þeirra. Þegar fólk lætur setja upp forhitara en inni- falið í verkinu uppsetning, allt efni, skoðun og skolun núverandi lagna, stilling kerfis og eftirlit í mánuð að verki loknu. Áætlaður kostnaður við svona verk í 250 ferm. Húsi er áætlaður um 165 þús. kr. og lánar VÍS til allt að 36 mánaða með 9,8% breytilegum vöxtum. Meðalgreiðslur mið- að við þessa upphæð eru innan við sex þúsund. Þá lækka iðgjöld húseigenda- trygginga um 33% hjá þeim sem setja upp forhitara. Hagstæð forvarnarlán vegna forhitara á heimili Nýjung hjá Vátryggingafélagi Íslands: VF 41. tbl. 2003 8.10.2003 14:23 Page 19

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.